Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 159
158
Þessar hugleiðingar gefa til kynna að bæði gerandakúgun og kerfislæg
kúgun geti stundum verið vísvitandi og stundum ekki, og að stundum sé
við einstaklinga að sakast vegna skaðans og stundum ekki. Þegar um ger-
andakúgun er að ræða snýst spurningin um það hvort gerandinn hafi vald-
ið öðrum rangmætum skaða með misbeitingu valds.14 illvilji eða fjand-
samlegur ásetningur er ekki nauðsynlegur: hægt er að misbeita valdi sínu
til að valda rangmætum skaða með því að vera tillitslaus og skeytingarlaus.
Hvort við gerandann er að sakast er svo enn önnur spurning; í sumum til-
fellum fer það eftir ætlun hans en í öðrum veltur það á vanrækslu gerand-
ans gagnvart því að greina áhrif eigin athafna.
Þegar um kerfislæga kúgun er að ræða snýst málið um það hvort kerfið
(stefnan, framkvæmdin, stofnunin, rökgerðin, menningarlega viðmiðið) sé
ranglátt og skapi eða viðhaldi óréttmætum valdatengslum. Aftur getur hið
kúgandi kerfi ýmist verið skapað af ásetningi eða ekki. Kerfi getur vald-
ið tilteknum hópi óréttmætum skaða án þess að neinn hafi séð það fyrir
og jafnvel án þess að nokkur átti sig á því eftir á; þeir sem bera ábyrgð á
kerfinu kunna jafnvel að vera velviljaðir og að vinna út frá bestu fáanlegu
upplýsingum. Það hvort einstaklingur eða hópur er ámælisverður vegna
ranglætisins veltur á því hvaða hlutverki hann gegnir við að koma á fót eða
viðhalda hinu rangláta kerfi.
2. Nálgun einstaklingshyggju og stofnanahyggju
Ein mikilvæg ástæða þess að gera greinarmun á gerandakúgun og kerfis-
lægri kúgun er að þótt kerfislæg kúgun verði stundum til af ásetningi, til
dæmis ásetningi þeirra sem móta stefnu, þá er mögulegt að hópur sé kúg-
aður innan kerfis án þess að nokkur gerandi beri ábyrgð á tilvist þess eða
þeirri mynd sem það tekur á sig. Vissulega gegna einstaklingar hlutverki
við að skapa og viðhalda hinum félagslega veruleika en flestar hefðir og
stofnanir sem móta líf okkar eru, þrátt fyrir að samanstanda af einstakling-
um og verða fyrir áhrifum frá einstaklingum, ekki hannaðar af einhverjum
einum eða undir stjórn einhvers eins aðila. Ríkisstjórnin, hagkerfið, laga-
kerfið, menntakerfið, samgöngukerfið, trúarbrögðin, fjölskyldan, kurt-
eisisvenjurnar, fjölmiðlarnir, listirnar og tungumálið er allt sameiginlegt
14 ég er hér að leggja til að kúgun feli í sér misnotkun valds eða valdamisræmi, jafnvel
þótt ég hafi ekki sérstaklega fært fyrir því rök og þótt ég muni ekki fá úr því skorið
hér hvort við ættum endilega að halda þessu fram. Þessi leið lofar þó góðu þegar
að því kemur að greina kúgun frá öðrum gerðum siðferðilegra og pólitískra rang-
inda.
SALLy HASLANGER