Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 160
159
framtak sem er viðhaldið með flóknum félagslegum hefðum og skipulagi
sem byggir á samvinnu. og þetta felur allt í sér dreifingu valds meðal ein-
staklinga – til dæmis dregur almenningssamgöngukerfi sem er óaðgengi-
legt fötluðum úr valdi þeirra í samanburði við ófatlaða. Kurteisisvenjur
sem hindra konur í að bjóða körlum á stefnumót eða krefjast þess að karl
beri allan kostnað af því sem fram fer á stefnumótinu eru heldur ekki hlut-
lausar með tilliti til valddreifingar.
Í sumum tilfellum hafa félagslegar stofnanir tiltölulega kostnaðarlitlar
undankomuleiðir. En jafnvel það sem gætu virst meðfærilegar venjur hvílir
á væntingum og samskiptabendingum sem ekki eru undir stjórn neins til-
tekins einstaklings; þannig væri, nema í undantekningartilfellum, rangt
að líta á þær sem eitthvað sem skapað er eða stjórnað af einstökum ger-
anda (eða mörgum samhuga gerendum).15 Ef vald felst í samböndum sem
sprottin eru af venjum og enginn stakur gerandi ber ábyrgð á tiltekinni
venju, getur dreifing valds í mikilvægum skilningi verið ranglát án þess að
ranglætið megi almennilega greina út frá misgjörðum einhvers geranda.
Þetta atriði, að stjórn á félagslegu kerfi sé oft handan seilingar ein-
staklinga, mælir gegn því sem við getum kallað einstaklingshyggjunálg-
un á kúgun. Samkvæmt einstaklingshyggjunálgun er gerandakúgun helsta
mynd kúgunar og misgjörðir gerandans eru viðmiðið: kúgun er fyrst og
fremst siðferðileg misgjörð sem á sér stað þegar gerandi (kúgarinn) veld-
ur öðrum (hinum kúgaða) óréttmætum skaða; ef eitthvað annað en ger-
andi (til dæmis löggjöf) er kúgandi þá er það svo í afleiddum skilningi
og ranglætið verður greint út frá misgjörð geranda. Til dæmis gæti ein-
hver haldið því fram að lög og annað þvíumlíkt séu aðeins kúgandi að svo
miklu leyti sem þau eru verkfæri geranda sem (af ásetningi) veldur skaða.
Einstaklingshyggjunálgunin hafnar þeirri hugmynd að kerfislæg kúgun sé
sérstök tegund ranginda.16
15 Ennfremur eru félagslegar hefðir og stofnanir hluti af flóknum vef merkingar með
mismunandi afleiðingar sem gætu skipt máli við að meta tilgang þeirra, jafnvel þótt
mögulegt kunni að vera að ákvarða „merkingu“ athafnar einstaklings, til dæmis
með því að skoða ætlunina á bak við hana.
16 Þótt Garcia ræði ekki sérstaklega um rasisma sem kúgun virðist kenning hans um
rasisma falla undir það sem ég lýsi hér sem einstaklingshyggjunálgun að kúgun. Sjá
J.L.A. Garcia, „The Heart of Racism“; „Current Conceptions of Racism“;„Philo-
sophical Analysis And The Moral Concept of Racism“. Sjá einnig deiluna milli
Garcia og Mills í Charles W. Mills, The Racial Contract, ithaca: Cornell University
Press, 1997; J.L.A. Garcia, „The Racial Contract Hypothesis“ og Charles W. Mills,
„The “Racial Contract” as Methodology (Not Hypothesis)“, Philosophia Africana
1/2002, bls. 75–99.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR