Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 167

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 167
166 spurningum sem koma upp þegar við reynum að skilja tengslin milli hóp- aðildar og ranglætis. Stöldrum aðeins við til að velta fyrir okkur hugmyndinni um hóp. Sumir hópar eru skýrt afmörkuð félagsleg fyrirbæri með meðlimi sem líta á sig sem hluta af hópnum og telja þá aðild mikilvæga fyrir sjálfsmynd sína.29 Hins vegar fylgir sumum félagslegum hópum engin sérstök hugmynd um eigin hópaðild og meðlimunum kann að þykja hópurinn eingöngu byggð- ur á þvingandi stefnu eða aðgerðum. Lítum á tvö tilfelli: Hugsum okkur að í tilteknu fyrirtæki, köllum það Stórfyrirtækið, sé lausráðnum starfs- mönnum gert að gangast undir lyfjapróf sem skilyrði þess að fá að halda þar áfram störfum. Þessi stefna gæti talist ranglát og þetta ranglæti næði þá til allra lausráðnu starfsmannanna jafnvel þótt sumir þeirra hefðu ekk- ert á móti því að fara í lyfjaprófið.30 (Ef þið eruð ósátt við þá hugmynd að skilyrði um lyfjapróf sé ranglátt megið þið skipta henni út fyrir ykkar eigið dæmi um rangláta kvöð á lausráðna starfsmenn.) Í margvíslegu samhengi væri greinarmunurinn á lausráðnum og fastráðnum starfsmönnum grein- armunur sem hefði áhrif á samskipti innan og á milli hópanna tveggja. Regla sem hvílir á þessum greinarmun getur orðið til að skerpa hann og haft áhrif á samskipti milli hópanna, en greinarmunurinn var þarna til staðar á undan reglunni. Hins vegar geta reglur líka skapað greinarmun þar sem enginn var fyrir. Hugsum okkur að Stórfyrirtækið skilgreini mismunandi störf með því að gefa þeim númer frá 1 til 100. Fastlaunuðu stöðurnar eru núm- eraðar frá 80 til 100 og stöður lausráðinna frá 1 til 79. Ef fyrirtækið gerir kröfu um lyfjapróf fyrir þá sem eru í stöðum 25–50 þá gæti það skapað greinarmun meðal lausráðnu starfsmannanna sem ekki var til staðar áður. Starfsmennirnir í þessum flokkum geta farið að samsama sig hver öðrum, fylkja liði gegn reglunni og eiga annars konar samskipti við starfsmenn í öðrum flokkum. Sé reglan ranglát kann þó að vera rangt, hygg ég, að halda því fram að kúgun eigi sér aðeins stað þegar starfsmennirnir fara að líta á sig sem hóp og líta á sjálfa sig sem meðlimi hópsins. Að segja að einhver sé kúgaður sem F felur því ekki í sér að viðkomandi líti á sjálfan sig sem F. öllu heldur getur málið snúist um að einhver sé kúgaður í krafti þess að vera meðlimur í F-hópnum, þ.e.a.s. að það að vera F sé ástand sem hafi í 29 Sama heimild, bls. 44–45. 30 Til að fá innsýn í afleiðingar slíkrar stefnu á starfsmenn má sjá Barböru Ehrenreich, Nickel and Dimed: on (not) getting by in America, New york: Metropolitan Books, 2001. SALLy HASLANGER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.