Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 168
167
för með sér að hann verði fyrir ranglátri stefnu eða aðgerðum (óháð því
hvort það að vera F hafi merkingu fyrir honum eða ekki).
Félagslegir hópar eru virkar og breytilegar heildir og sjálfsmynd með-
lima og afstaða til aðildar breytist í takt við félagspólitískar aðstæður.
Uppruni þeirra, mynd og þróun eru bundin þeim stofnunum sem þær fylgja
sem og sögu þeirra og framtíð.31 Spurningin sem við stöndum frammi fyrir
getur því ekki bara verið: Verður þessi forákvarðaði hópur (kynþáttur, kyn,
efnahagshópur) fyrir arðráni, jaðarsetningu eða þvíumlíku?32 öllu held-
ur þarf að spyrja: Hvernig getur tiltekin stefna eða aðgerðir skapað eða
orkað á sjálfsmynd hópsins sem og stöðu hans í félagspólitísku kerfi? Til
að svara þessari spurningu þurfum við að spyrja spurninga á borð við þess-
ar: Skilgreina mismunandi stofnanir hópinn á sama hátt? Skiptir stefnan
félagslegum hóp í nýja hópa þannig að sumir njóti góðs af en aðrir ekki?
Samt sem áður fylgja því ókostir að einblína um of á stefnur og aðgerð-
ir sem tiltaka sérstaklega kúgaða hópa sem slíka. Í fyrsta lagi, eins og við
höfum séð í sögu drottnandi hópa, setja afleiðingar fyrra ranglætis undir-
skipaða hópa í þá félagslegu og efnahagslegu stöðu að meðlimir þeirra eiga
miklu fleira sameiginlegt en það að tilheyra viðkomandi hóp. Stefna sem
miðast við þessi sameiginlegu einkenni getur viðhaldið ranglátri félags-
legri skiptingu.33 Þetta er stundum kallað „annars stigs mismunun“.34
Í öðru lagi viljum við, þrátt fyrir að við höfum til einföldunar haldið
okkur við opinskátt orðaðar stefnur, ná fram greinargerð sem tekur bæði
til formlegrar stefnu og óformlegra aðgerða.
Í þriðja lagi geta stefnur og aðgerðir sem eiga að vera „blindar“ með
tilliti til ákveðins félagslegs hóps samt verið knúnar áfram af óvild gagn-
vart hópnum og haft alvarlegar afleiðingar fyrir meðlimi hans. Raunar er
það þekkt bragð hjá ráðandi hópum að endurskilgreina kerfi sem felur í
sér mismunun þannig að það hafi sömu áhrif án þess að mismununin sé
sérstaklega tiltekin.
Í fjórða lagi er það svo að ef kúgun krefst þess að stefna eða aðgerð
beinist opinskátt aðeins að meðlimum tiltekins hóps er freistandi að líta
31 Robert C. Lieberman, „Social Construction (Continued)“, The American Political
Science Review 2/1995, bls. 437–441, hér bls. 438–440.
32 Sjá iris Marion young, Justice and the Politics of Difference, 2. kafla.
33 Robert C. Lieberman, Shifting the Color Line: Race and the American Welfare State,
Cambridge, MA: Harvard University Press, 1998, bls. 11.
34 Mary Anne Warren, „Secondary Sexism and Quota Hiring“, Philosophy and Public
Affairs 6 1977, bls. 240–261, hér bls. 241–243; Connie S. Rosati, „A Study of int-
ernal Punishment“, Wisconsin Law Review 1994, bls. 123–170, hér bls. 152–159.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR