Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 169
168
svo á að grundvöll ranglætisins sé að finna í ætlunum þeirra sem setja fram
stefnuna. En þá erum við komin aftur með einstaklingshyggjunálgun á
kúgun. Við viljum gera ráð fyrir þeim möguleika að kerfi sem knúið er
áfram af góðum hvötum geti falið í sér rangláta skiptingu gæða og valds og
getið af sér ranglát félagsleg sambönd.
Svo virðist því sem í sumum tilfellum beinist stofnunin sem um ræðir
sérstaklega gegn ákveðnum félagslegum hóp með opinskáum hætti, í
sumum tilfellum beinist hún ekki sérstaklega gegn slíkum hóp en hafi samt
skýrar afleiðingar fyrir hann og að í enn öðrum tilfellum beinist hún gegn
hóp sem hafði ekki áður skilgreint sig sem hóp. Er hægt að finna góða leið
til að henda reiður á þessum mismunandi tilfellum?
4. Kerfislæg kúgun hópa: Tilraun til skilgreiningar
Gegnsýring kynþátta
Í greiningu sinni á almannatryggingalögunum frá 1935 og þýðingu þeirra
fyrir samskipti kynþátta nú á dögum notar Robert Lieberman hugtakið
„kynþáttahlaðinn“ (e. race-laden) til að lýsa stofnunum sem viðhalda ras-
ísku ranglæti án þess að gera það með opinskáum hætti:35
Með „kynþáttahlaðinn“ á ég við þá tilhneigingu í sumum stefnum
að skipta fólki eftir kynþætti án þess að orða það sérstaklega …
En kynþáttahlaðin stefna er ekki bara einfaldlega áætlun sem hefur
tilfallandi eða óviljandi tilhneigingu til útilokunar vegna kynþáttar …
Ennfremur má búast við því að hún hafi mismunandi áhrif á Svarta
og Hvíta í venjubundnu daglegu lífi sínu, hvort sem þeir sem settu
stefnuna fram eða þeir sem útfæra hana höfðu þá fyrirætlun.36
Hugmyndin um „kynþáttahlaðna“ stefnu gefur ýmislegt til kynna. Sumar
stofnanir geta óviljandi byggt starf sitt á ranglátum valdatengslum án þess
35 Þessi lýsing á því að vera ,kynþáttahlaðinn‘ nær ekki almennilega yfir það sem
Lieberman er á höttunum eftir vegna þess að hún gerir ekki greinarmun á rétt-
látum og ranglátum stofnunum. Þótt hann virðist í þessu samhengi ætla hugtak-
inu ,kenningahlaðinn‘ að vísa til ranglátrar stefnu þá er mögulegt fyrir stofnun
að „endurspegla“ valdafyrirkomulag sem byggist á kynþáttatengslum og hefur
afgerandi kynþáttatengd áhrif þrátt fyrir að hún dragi úr ranglæti. Segja má að
tilteknar aðgerðaáætlanir í anda jákvæðrar mismununar, sem er sérstaklega ætlað
að hjálpa hópum sem eru illa settir efnahags- og félagslega, endurspegli slíkt
valda fyrirkomulag og hafi afgerandi kynþáttatengd áhrif en séu samt sem áður
réttlátar.
36 Robert C. Lieberman, Shifting the Color Line, bls. 7, skáletrun höfundar.
SALLy HASLANGER