Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 173
172
Hvað gæti þá talist dæmi um fylgni sem ekki er tilfallandi? yfirleitt telst
fylgni ekki tilfallandi þegar hægt er að setja fram staðleysustaðhæfingar
þar sem hún kemur við sögu; það að hópurinn sem um ræðir sé hópur af
F-um hefur þá orsakaáhrif á ranglætið. Í fullri greinargerð þyrfti að taka
fram nákvæmlega hvaða staðleysustaðhæfingar eru nauðsynlegar og nægj-
anlegar fyrir þá fylgni sem um ræðir. ég get ekki sett hana fram hér og
mun í staðinn setja fram röð af dæmum sem gefa til kynna hvers konar
staðleysustaðhæfingar ætti að skoða.
Dæmi: Rasismi og barnavernd
Snúum okkur nú að innihaldsmeiri greiningu á raunverulegu tilfelli. Í bók
sinni Shattered Bonds færir dorothy Roberts rök fyrir því að núverandi
stefna í barnaverndarmálum sé rasísk. Hún flettir ofan af því hvernig inn-
rás ríkisins í fjölskyldulíf Svartra í nafni barnaverndar stuðli kerfisbundið
að því að (i) styrkja neikvæðar staðalímyndir Svartra fjölskyldna, (ii) grafa
undan sjálfræði Svartra fjölskyldna og (iii) veikja mátt samfélags Svartra til
að standa gegn mismunun og ranglæti.38 En eins og Roberts viðurkennir
þurfum við að fara varlega í að saka kerfið um rasisma því það eru aðrar
breytur sem gætu skýrt hvers vegna samfélag Svartra verður fyrir meiri
áhrifum en önnur: „Vegna þess að kynþáttur er svo samfléttaður félags-
legri og efnahagslegri stöðu, er erfitt að segja til um að hve miklu leyti
það sem Svört börn verða fyrir er vegna húðlitar þeirra fremur en fátæktar
þeirra“ (bls. 47).
Vísbendingar eru um að Svört börn séu líklegri en önnur til að vera
tekin frá foreldrum sínum, að Svört börn eyði meiri tíma á fósturheimilum
og séu líklegri til að dvelja á fósturheimilum þar til þau vaxa upp úr því
og að Svört börn fái síðri þjónustu. Þetta vekur að sjálfsögðu áhyggjur en
eitt og sér sýnir það ekki fram á að kerfið feli í sér kynþáttafordóma held-
ur gætu önnur atriði varðandi viðkomandi mál – fátækt, fíkniefnaneysla,
fangavist foreldra og annarra fjölskyldumeðlima – verið betur til þess fallin
að skýra hvers vegna börnin eru fjarlægð frá foreldrum sínum, dvelja á
fósturheimilum, fá síðri þjónustu og svo framvegis. Eru frekari vísbend-
ingar um að kynþáttur sé sú breyta sem skiptir máli um þennan mun?
Gögnin sem við höfum benda í ólíkar áttir.
Roberts bendir á atriði sem styðja það að kerfið feli í sér kynþátta-
fordóma. Í fyrsta lagi er gríðarlegt misræmi í íhlutun barnaverndaraðila
38 dorothy E. Roberts, Shattered Bonds, bls. ix. Hér eftir vísað til með blaðsíðutali
innan sviga í meginmáli.
SALLy HASLANGER