Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 177
176
út fyrir „latir“ í skilyrðinu hér að ofan fáum við að því er virðist dæmi um
hópkúgun á Amlóðunum (og á einstökum Amlóðum) sem lötum.
Svo ég orði þetta skýrt: Málið snýst ekki um það hvort um sé að ræða
fyrsta stigs kúgun á hinum fátæku. Það getum við gefið okkur. Spurningin
er ekki bara hver það er sem verður fyrir kúgun heldur hvaða hópar eru
kúgaðir sem slíkir. Í uppskáldaða samfélaginu okkar eru Amlóðarnir kúg-
aðir vegna þess að þeir eru fátækir og hinum fátæku er með óréttmæt-
um hætti neitað um læknisþjónustu. En eru þeir kúgaðir sem latir? Gætu
Amlóðarnir haldið því fram að ranglætið hafi beinst að þeim sem lötum?
Eða aðeins sem fátækum?40
Ef, eins og líklegt má teljast, við viljum ekki samþykkja þetta sem dæmi
um „kúgun á lötum“ þá dregur dæmið það fram að „annars stigs mis-
munun“ á sér ekki alltaf stað þegar einhver verður fyrir ranglæti vegna
afleiðinga fyrra ástands, heldur á hún sér aðeins stað þegar um er að ræða
fyrsta stigs ranglæti sem núverandi ranglæti hvílir á. Sá sem vill halda
þessu fram getur lagt fram þau rök að það sé ekki ranglátt að Amlóðarnir
séu fátækir, þar sem þeir eru latir (munið að upphaflega var þeim tryggt
það lágmark sem réttlætið krefst). Það er hins vegar ranglátt að þeim sé nú
neitað um læknisþjónustu vegna fátæktar sinnar. Tillaga mín hefur ekki
náð að draga fram þennan greinarmun. Út frá dæminu hjá Roberts kemur
hér sú gerð annars stigs mismununar sem ætlunin er að lýsa, ólíkt dæminu
um Amlóðana:
Svartir eru kúgaðir sem Svartir með stefnu í barnaverndarmálum
í Chicago á tíunda áratugnum vegna þess að í því samhengi gerir
fátækt það að verkum að fjölskylda viðkomandi verði fyrir órétt-
mætri truflun og fátækt hefur fylgni sem ekki er tilfallandi við það
að vera Svartur vegna fyrra ranglætis, og stefna í barnaverndarmálum
veldur eða viðheldur óréttmætri truflun fjölskyldulífs.
Vonandi nær þetta því sem við erum að reyna að lýsa með almennari
hætti:
(So2) F eru kúguð (sem F) af stofnun I í samhengi C ef og aðeins
ef í C (∃R)((að vera F hefur fylgni sem ekki er tilfallandi við það að
vera verr settur annaðhvort á fyrsta stigi, því það að vera F gerir að
40 Jafnvel þótt þessi spurning virðist snúast um keisarans skegg (sjá nmgr. 18 hér að
framan) þá skiptir það oft verulegu máli, bæði í pólitísku og lagalegu samhengi,
hvort tiltekin gerð ranglætis tengist hóp eða ekki og, ef svo er, hver hópurinn er.
SALLy HASLANGER