Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 177

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 177
176 út fyrir „latir“ í skilyrðinu hér að ofan fáum við að því er virðist dæmi um hópkúgun á Amlóðunum (og á einstökum Amlóðum) sem lötum. Svo ég orði þetta skýrt: Málið snýst ekki um það hvort um sé að ræða fyrsta stigs kúgun á hinum fátæku. Það getum við gefið okkur. Spurningin er ekki bara hver það er sem verður fyrir kúgun heldur hvaða hópar eru kúgaðir sem slíkir. Í uppskáldaða samfélaginu okkar eru Amlóðarnir kúg- aðir vegna þess að þeir eru fátækir og hinum fátæku er með óréttmæt- um hætti neitað um læknisþjónustu. En eru þeir kúgaðir sem latir? Gætu Amlóðarnir haldið því fram að ranglætið hafi beinst að þeim sem lötum? Eða aðeins sem fátækum?40 Ef, eins og líklegt má teljast, við viljum ekki samþykkja þetta sem dæmi um „kúgun á lötum“ þá dregur dæmið það fram að „annars stigs mis- munun“ á sér ekki alltaf stað þegar einhver verður fyrir ranglæti vegna afleiðinga fyrra ástands, heldur á hún sér aðeins stað þegar um er að ræða fyrsta stigs ranglæti sem núverandi ranglæti hvílir á. Sá sem vill halda þessu fram getur lagt fram þau rök að það sé ekki ranglátt að Amlóðarnir séu fátækir, þar sem þeir eru latir (munið að upphaflega var þeim tryggt það lágmark sem réttlætið krefst). Það er hins vegar ranglátt að þeim sé nú neitað um læknisþjónustu vegna fátæktar sinnar. Tillaga mín hefur ekki náð að draga fram þennan greinarmun. Út frá dæminu hjá Roberts kemur hér sú gerð annars stigs mismununar sem ætlunin er að lýsa, ólíkt dæminu um Amlóðana: Svartir eru kúgaðir sem Svartir með stefnu í barnaverndarmálum í Chicago á tíunda áratugnum vegna þess að í því samhengi gerir fátækt það að verkum að fjölskylda viðkomandi verði fyrir órétt- mætri truflun og fátækt hefur fylgni sem ekki er tilfallandi við það að vera Svartur vegna fyrra ranglætis, og stefna í barnaverndarmálum veldur eða viðheldur óréttmætri truflun fjölskyldulífs. Vonandi nær þetta því sem við erum að reyna að lýsa með almennari hætti: (So2) F eru kúguð (sem F) af stofnun I í samhengi C ef og aðeins ef í C (∃R)((að vera F hefur fylgni sem ekki er tilfallandi við það að vera verr settur annaðhvort á fyrsta stigi, því það að vera F gerir að 40 Jafnvel þótt þessi spurning virðist snúast um keisarans skegg (sjá nmgr. 18 hér að framan) þá skiptir það oft verulegu máli, bæði í pólitísku og lagalegu samhengi, hvort tiltekin gerð ranglætis tengist hóp eða ekki og, ef svo er, hver hópurinn er. SALLy HASLANGER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.