Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 181
180
(eða hópkúgun) frá öðrum hlutum. oft er sá dómur að athöfn eða stefna
sé kúgandi fljótt á litið sannfærandi og spurningin er þá hvernig túlka skuli
innihald dómsins og það sem hann felur í sér. Vissulega má finna umdeil-
anleg tilfelli þar sem gagnlegt væri að hafa skýran mælikvarða til að leysa
úr ágreiningi: Er jákvæð mismunun kúgandi fyrir Hvíta karla? Er klám
kúgandi fyrir konur? Er fóstureyðing kúgandi fyrir fóstur? Í meirihluta
umdeildra tilfella er þó ágreiningurinn siðferðilegs eða pólitísks eðlis –
hann varðar þá kenningu sem lúrir í bakgrunninum um rétt og rangt, gott
og illt – fremur en þekkingarfræðilegs. Jafnvel þótt deiluaðilar væru sam-
mála um staðleysurnar sem skiptu máli (t.d. ef enginn í Bandaríkjunum
framleiddi klám eða neytti þess þá væru konur í Bandaríkjunum ekki
neyddar til að framkvæma kynferðisathafnir fyrir framan myndavélar),
gæti þá samt greint á um hina siðferðilegu niðurstöðu. Þar sem ég hef í
raun sett mikilvægar siðferðilegar og pólitískar spurningar til hliðar, er
þessi umræða mín ekki nothæf til að fella úrskurði í slíkum ágreiningsmál-
um. Í staðinn vonast ég til að hafa náð að skýra innihald sumra þeirra stað-
hæfinga sem settar hafa verið fram og að benda á hvar bæði samkomulag
og ágreining er að finna.
Að lokum gæti einhver kvartað yfir því að ég noti ólögmæta kynþátta-
flokkun. Ef, eins og margir halda fram, kynþættir eru ekki til þá má spyrja
í krafti hvers ég leyfi mér að tala um kynþáttahópa sem hópa sem þurfa
að þola kúgun. ég hef leitt að því rök annars staðar að við getum með
réttmætum hætti notast við orðið „kynþáttur“ út frá félagslegri flokkun
í kynþætti.42 Ef einhver er ósáttur við þessa hugtakanotkun má tala um
„kynþáttaflokkaðan hóp“ í staðinn fyrir „kynþátt“; málið snýst þá um
„kynþáttaflokkunartengda hópkúgun“ í stað „kynþáttatengdrar hópkúg-
unar“.43
Hvernig hjálpar þetta allt saman til við að skilja rasisma? ofstæki, hatur
og skortur á umburðarlyndi eru vissulega af hinu slæma. Auðvelt er að
komast að samkomulagi um það, jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvernig skuli
bregðast við. En ef fólk er hindrað í að aðhafast á grundvelli ofstækis, hat-
urs og skorts á umburðarlyndi – í það minnsta hindrað í að valda öðrum
skaða af þessum hvötum – þá getum við samt lifað saman í friði. Við getum
lifað saman í friði og réttlæti án þess að elska endilega hvert annað eða
jafnvel án þess að bera fyllilega virðingu fyrir hvert öðru, svo lengi sem við
42 Sally Haslanger, „Gender And Race: (What) Are They? (What) do We Want
Them To Be?“, Noûs 1/2000, bls. 31–55.
43 Lawrence A. Blum, I’m Not a Racist, But …, 8. kafli.
SALLy HASLANGER