Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 182
181
lögum athafnir okkar að réttlætislögmálum. ættum við að hafa áhyggjur
af því að sumir innan samfélagsins séu þá hræsnarar vegna þess að þeir
hegði sér eins og af virðingu fyrir öðrum án þess að hafa „réttu“ viðhorfin?
Auðvitað getur þetta verið vandamál ef ekki er hægt að treysta hræsn-
urum til að halda áfram viðeigandi hegðun sinni og sennilegt er að hatur
og ofstæki séu tilfinningar sem fela í sér tilhneigingu til að hafast rangt
að. Samt sem áður eru viðhorf einstaklinga ekki alltaf stærsta vandamálið
fyrir þá sem þurfa að þola ranglæti, heldur kerfislæg undirskipun af hálfu
stofnana.
Ennfremur eru ást, virðing og umburðarlyndi engin trygging fyrir rétt-
læti. Við þurfum ekki nema rétt að hugleiða kynjamisrétti til að átta okkur
á því. Konum hefur oft staðið til boða ást og virðing í stað réttlætis en samt
eru ranglát ástarsambönd reglan fremur en undantekningin.
Þrálátt stofnanabundið ranglæti veldur hörundsdökku fólki gríðarleg-
um skaða. Að sjálfsögðu eru siðferðisbrestir – ofstæki og þess háttar – líka
vandamál. En ef við viljum að orðið ,rasismi‘ nái yfir allt það sem hindrar
réttlæti milli kynþátta þá tel ég að rétt sé að flokka sem „rasískt“ ekki
aðeins viðhorf og athafnir einstaklinga heldur allan skalann af hefðum,
stofnunum, stefnum og þvíumlíku sem ég hef fært rök fyrir að feli í sér
kynþáttakúgun. Vitsmunalegir og tilfinningalegir fordómar spretta ekki af
engu heldur eru þeir afurðir flókins samspils einstaklings og samfélags sem
hefur verið viðfangsefni þessarar greinar. Viðhorf okkar mótast af því sem
við sjáum, og það hvað við sjáum hvílir svo á þeim stofnunum og kerfum
sem móta líf okkar og líf annarra umhverfis okkur. Til dæmis:
Er erfitt að ímynda sér að ungt Hvítt fólk, sem lítur í kringum sig og
sér lögreglu handtaka hátt hlutfall hörundsdökkra, komist að þeirri
niðurstöðu að eitthvað sé að þessu fólki? Eitthvað sem beri að óttast
og ekki aðeins óttast heldur fyrirlíta? … Er mjög erfitt að trúa því að
einhver sem kennt hefur verið frá fæðingu að Bandaríkin séu staður
þar sem „allir geta náð árangri ef þeir reyna nógu mikið“ en lítur
í kringum sig og sér að ekki aðeins hafi sumir „ekki náð árangri“
heldur reynist þessar ólánsömu sálir í stórum stíl vera hörundsdökk-
ar, komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem eru á botninum eigi það
skilið vegna þess að þeir hafi ekki reynt nógu mikið á sig eða hafi
ekki hlotið þær arfgengu náðargjafir sem velgengnin krefst?44
44 Tim Wise, „Everyday Racism, White Liberals, and the Limits of Tolerance“, LiP
Magazine 2000, http://www.lipmagazine.org/articles/featwise_11_p.htm.
KÚGUN: RASÍSK oG öNNUR