Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 183
182
Auðvitað eru einstaklingar ekki aðeins óvirkir áhorfendur; viðhorf eru
ekki fastnegld. Við eigum í flóknu sambandi við þau félagslega mynduðu og
stýrðu kerfi sem móta líf okkar. Kerfi taka á sig tilteknar sögulegar myndir
vegna einstaklinganna sem innan þeirra eru; athafnir einstaklinga verða
fyrir margvíslegum áhrifum af félagslegu samhengi. Kenningar þurfa þá að
taka tillit til þessara margslungnu atriða; að einblína aðeins á einstaklinga
eða aðeins á kerfi dugar ekki til að greina eða meta virkni samfélags.
Í þessum kafla hef ég lagt mig sérstaklega fram um að draga fram hlut-
verk kerfis í kúgun til að vega upp á móti þeirri ofuráherslu á rasíska ein-
staklinga og rasísk viðhorf sem ég tel einkenna nýlega umfjöllun innan
heimspekinnar. Ranglát samfélög full af vel meinandi fólki geta verið til og
jafnvel blómstrað. ég tel það örugga leið til að misheppnast að reyna að
stuðla að félagslegu réttlæti en líta framhjá kerfislægu ranglæti. Baráttan
gegn rasisma og annarri kúgun þarf að fara fram á mörgum vígstöðvum,
en ef við gefum því ekki gaum hvernig kerfi geta afbakað okkur – viðhorf-
in, samböndin og sjálfin – getum við ekki gert okkur vonir um að ráða nið-
urlögum rasisma sérstaklega eða drottnunar hópa almennt.45
Eyja M. Brynjarsdóttir þýddi
45 Þakkir til Jorge Garcia, Michael Glanzberg, Elizabeth Hackett, Lionel McPherson,
ifaenyi Menkiti, Tommie Shelby, Ajume Wingo og Stephen yablo fyrir gagnlegar
samræður í tengslum við þessa grein. Fyrir hið sama og fyrir athugasemdir við
fyrri útgáfur hennar fá eftirfarandi þakkir: Elizabeth Anderson, Lawrence Blum,
Tracy Edwards, Roxanne Fay, Eva Kittay, Michael Levine, ishani Maitra, Mary
Kate McGowan, Tamas Pataki, Lisa Rivera, Anna Stubblefield, Ásta Sveinsdóttir
og Charlotte Witt. Fyrri útgáfa var flutt við University of Glasgow í ágúst 2002
og hjá New york Society for Women in Philosophy í nóvember 2002. Þakkir til
þátttakenda í þeim umræðum, sér í lagi önnu Stubblefield (sem var fengin til að
vera með athugasemdir við fyrirlestur minn hjá Ny-SWiP) og Jimmy Lenman,
fyrir gagnlegar spurningar og tillögur.
SALLy HASLANGER