Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 184
183
Kari Ellen Gade er norsk fræðikona, fædd 1953. Hún lauk cand. philol.-prófi
með áherslu á germönsk málvísindi frá Háskólanum í Ósló árið 1979, og dokt-
orsprófi (Ph.d.) í germanskri og fornnorrænni textafræði frá Háskólanum í
Minneapolis árið 1986. Sama ár varð hún lektor í deild germanskra fræða í
indianaháskóla en hefur gegnt stöðu prófessors við sömu deild síðan 1995.
Gade hefur víða komið við á ferli sínum, en meðal hennar þekktustu verka
eru The Structure of Old Norse dróttkvætt Poetry (1995) og fræðileg útgáfa þeirra
Theodores M. Andersson á Morkinskinnu, Morkinskinna: The Earliest Icelandic
Chronicle of the Norwegian Kings (1030–1157) (2000).
„Homosexuality and Rape of Males in old Norse Law and Literature“
sem hér birtist í íslenskri þýðingu birtist fyrst í Scandinavian Studies árið 1986
og er meðal hennar elstu greina. Greinin var töluvert róttæk þegar hún kom
út enda var það nokkru fyrir upphaf hinseginfræða svo að lítið bakland var til
staðar að styðjast við. Með nokkrum undantekningum má segja að lítið hafi
gerst í rannsóknum á miðaldaheimildum með tilliti til samkynhneigðar eða
hinseginfræða yfirleitt. Hugtakið samkynhneigð er hér vandræðahugtak enda
lýsir það hvorki viðhorfum miðaldafólks til ástar eða samræðis tveggja aðila af
sama kyni, enda varð sú hugmynd ekki þekkt fyrr en á síðustu tveim öldum,
né er það heppilegt til að lýsa þeim kynferðislegu athöfnum sem Gade tekur
til umfjöllunar í grein sinni. Þeirri tvíhyggju sem finnst í hugtökunum sam-
kynhneigð og gagnkynhneigð er hafnað af flestum fræðimönnum núorðið, og
að því leyti er grein Gade ekki aðeins á undan sínum samtíma heldur eðlilegt
afsprengi hans. Þar sem á frummálinu er talað um „homosexual behavior“ eða
„homosexual acts“ er jafnan talað um „samkynhneigð“ í þýðingunni, og þar
er eingöngu átt við kynferðislegt samband tveggja karlmanna. orðið „ergi“
hentaði einfaldlega ekki þýðingunni, enda hafði það töluvert víðari skírskotun
en til kynhegðunar á miðöldum, á líkan hátt raunar og orðið „samkynhneigð“
Kari ellen gade
Samkynhneigð og nauðgun karla
í norrænum lögum
og bókmenntum miðalda
Ritið 3/2013, bls. 183–200