Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 185
184
hefur síðan greinin var skrifuð öðlast víðari merkingu en þá sem birtist hér.
orðræðan hefur breyst og það þarf að hafa í huga þegar greinin er lesin.
Greinin er tvískipt. Í fyrri hluta hennar fjallar Gade um ákvæði gegn sam-
kynhneigð í evrópskum og skandinavískum kirkjulögum og stöðu hennar
innan refsirammans fyrir kynferðisbrot almennt, svo sem hjúskaparbrot og
samræði við dýr. Í seinni helmingnum rekur hún nokkur dæmi um karlmenn
í íslenskum miðaldasögum sem verða fórnarlömb nauðgunar og hvaða sam-
félagslegar afleiðingar nauðganirnar hafa með hliðsjón af lögum. Greinin er
löngu orðin sígild og sú er vonin með birtingu hennar hér að hún verði enn
á ný mikilvægt innlegg í umræðuna um siðferði, kynferði og kynvitund jafnt í
samtíð og fortíð.
Á stöku stað hef ég tekið mér það leyfi að gera nánari grein fyrir persónum
þar sem höfundur nefnir þær aðeins með fornafni, svo að ekkert fari á milli
mála. Þá hefur tilvísanakerfinu örlítið verið hnikað til frá upphaflegu grein-
inni.
Arngrímur Vídalín
Sagnfræðingar sem sérhæfa sig í lögum eru sammála um að 32. kapítuli
fornnorsku Gulaþingslaganna (GulL) sé eini staðurinn í norrænum mið-
aldalögum þar sem finna megi ákvæði gegn samkynhneigð:1
Magnús gerðe nymæle þette ... En ef karlar tveir blandasc likams
losta saman oc verða kunnir oc sanner at þvi. þa ero þeir baðer
ubotamenn. En ef þeir synia oc er þo heraðrs fleytt. þa syni með
iarnburði. En ef þeir verða sannr at soc. þa a konongr fe þeirra halft.
en biscop halft.
1 Hugtakið „samkynhneigð“ er hér notað til að vísa til kynferðislegra athafna á milli
tveggja karla og ber ekki að túlka í ljósi hugtaksins líkt og það var skilgreint á nítj-
ándu og tuttugustu öld. Sjá Wilhelm E. Wilda, Das Stafrecht der Germanen, 1. bindi
af verki hans Geschichte des deutschen Strafrechts, Halle an der Saale: Schwetschke,
1842, bls. 859; Konrad von Maurer, Altisländisches Strafrecht und Gerichtwesen, 5.
bindi af verki hans Vorlesungen über altnordische Rechtsgeschichte, osnabrück: Zeller,
1907–1938/1966, bls. 655; Karl A. Eckhardt, „Widernatürliche Unzucht“, Deutsche
Rechtswissenschaft 3, Hamburg: Hanseatische Verlagsanstalt, 1938, bls. 171; Karl
von Amira, Die germanischen Todesstrafen: Untersuchungen zur Rechts- und Religions-
geschichte, Abhandlungen der Bayerischen Akademie der Wissenschaften, philosophisch–
philologische und historische Klasse, bindi 31, nr. 3, München: Bayerische Akademie
der Wissenschaften, 1922, bls. 75, nr. 1; Jon Scheie, Om ærekrenkelser efter norsk
ret, Kristiania [Ósló]: Norli, 1910, bls. 35. Vitnað er til fyrsta bindis Norges gamle
love indtil 1387 í fjórum bindum (hér eftir NGL), ritstj. P.A. Munch, R. Keyser og
G. Storm, Kristiania [osló]: Grøndahl, 1846–1885, bls. 20. Allar þýðingar úr til-
vitnuðum miðaldamálum eru þýðanda.
KARi ELLEN GAdE