Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 186
185
Þessi klásúla var hluti af hinum nýju lagaákvæðum sem Magnús konungur
Erlingsson og Eysteinn erkibiskup kynntu til sögunnar árið 1164.2
Tvær nýlegar rannsóknir á samkynhneigð og miðaldasamfélagi taka
þennan sama hluta laganna til umfjöllunar og túlka hann á tvo ólíka
vegu.3 Sakir þess að ákvæðið birtist í elsta norska lagasafninu telur Gisela
Bleibtreu-Ehrenberg það endurspegla forna germanska hefð fyrir ströng-
um refsingum við samkynhneigð. Elsta dæmið um þessa hefð finnur hún í
tólfta kapítula Germaníu eftir Tacitus, þar sem segir að „ignauos et imbel-
les et corpore infames caeno ac palude iniecta insuper et crate mergunt“
(„skræfur og ragmenni og fúllífismenn eru kæfðir í for og mýrarfenjum,
en viðjum kastað yfir“), en corpore infames fullyrðir hún að eigi við fólk
sem fundið hefur verið sekt um samkynhneigð.4 John Boswell færir fyrir
því rök að 32. kapítuli GulL sé kominn úr kirkjulögum og telur hann vera
þrettándu aldar viðbót til samræmis við þær lagavenjur sem þá tíðkuðust í
Evrópu. Hann byggir röksemdafærslu sína á því að þennan kapítula vant-
ar í íslensku lögbókina Grágás og telur líklegra að „Norðmenn myndu
hafa bætt við slíku ákvæði við samsetningu sinnar þrettándu aldar gerð-
ar en að Íslendingar hefðu fjarlægt það“.5 Boswell yfirsést að reglugerð-
in var færð inn í kristinrétt Sverris konungs, sem er safn kirkjulaga GulL
og Frostaþingslaga (FrL).6 Kristinrétturinn er ekki eldri en frá 1244, en
sú útgáfa GulL sem safnið styðst við er ekki sú sama og er í aðalhandriti
2 Regesta Norvegica, 1. bindi, nr. 73, ritstj. Gustav Storm, Kristiania [Ósló]: Thronsen,
1898, bls. 12; Konrad Maurer, „die Entstehungszeit der älteren Gulaþingslög“,
Abhandlungen der philosophisch-philologischen Classe der königlich bayerischen Akademie
der Wissenschaften, 12. bindi, nr. 3, München: Verlag der königlichen Akademie,
1871, bls. 91–170, sjá sérstaklega bls. 125–152 og 169–170; Ebbe Hertzberg, En
fremstilling af det norske aristokratis historie indtil kong Sverres tid, Kristiania [osló]:
dahl, 1869, bls. 129–136, neðanmáls.
3 Gisela Bleibtreu-Ehrenberg, Tabu: Homosexualität: Die Geschichte eines Vorurteils,
Frankfurt am Main: Fisher, 1978, bls. 232; John Boswell, Christianity, Social Toler-
ance, and Homosexuality, Chicago: The University of Chicago Press, 1980, bls.
291–292, og nmgr. 67, bls. 292.
4 Bleibtreu-Ehrenberg, Tabu: Homosexualität, bls. 17–29. Sbr. Cornelius Tacitus,
Germanía, íslensk þýðing eftir Pál Sveinsson með inngangi eftir Guðmund J. Guð-
mundsson, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 2001, bls. 69. Þessi kafli hefur
ítarlega verið ræddur meðal fræðimanna (sjá tilvísanir hjá Bleibtreu-Ehrenberg,
sama stað), og þónokkrar túlkanir hafa verið lagðar fram. Það er engin óyggjandi
vísbending um að corpore infames vísi sannarlega til fólks sem gerst hefur sekt um
samkynhneigð, en það er sú túlkun sem flestir hafa komið sér saman um.
5 Boswell, Christianity, Social Tolerance, and Homosexuality, bls. 291–292.
6 Kong Sverrers christenret, § 75, í NGL, 1, bls. 429.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA