Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 187
186
þeirra (donVar 137 4to, frá um 1250); því svipar á hinn bóginn til gerðar
GulL sem varðveitt er í broti rituðu á síðari hluta tólftu aldar.7 Það brot
geymir ákvæði gegn dýraspelli (kap. 30) en því sleppir áður en kemur að
32. kapítula. Ef Boswell skjátlast ekki, hlýtur sá hluti 32. kapítula er varð-
ar samkynhneigð að hafa verið tekinn inn í tvær ólíkar gerðir GulL (ekki
síðar en 1250) og síðan verið tekinn til handargagns af safnara kristinréttar
Sverris. Ákvæðið hafði ekki áhrif á lagasetningu Frostaþings, Eiðsivaþings
eða Borgarþings, og ekki er heldur minnst á það í réttarbæti frá þrett-
ándu öld eða í klerklegum skjölum. Það er ósennilegt að svo fordæmislaus
reglugerð hefði verið kynnt til sögunnar án réttlætingar eða konunglegrar
tilskipunar, og einfaldasta lausnin er að fallast á að hún sé hluti af nýmælum
Magnúsar Erlingssonar og gera ráð fyrir að eldri hefð hafi legið að baki
báðum gerðum GulL, þeirri sem varðveitt er í donVar 137 4to og hinni í
brotinu frá síðari hluta tólftu aldar.
Forníslenska lagasafnið Grágás er varðveitt í tveim handritum frá síð-
ari hluta þrettándu aldar og auk þess í nokkrum brotum.8 Eitt aðalhand-
rita Grágásar er Staðarhólsbók sem hefur verið talin rituð um 1271, en á
þeim tíma var Járnsíða lögtekin á Íslandi að fyrirmynd FrL og tilstuðl-
an Magnúsar konungs Hákonarsonar lagabætis.9 Samband Grágásar og
hinna varðveittu vesturnorsku laga virðist hafa verið með minnsta móti, og
skrásetning Grágásar á tímum harðfylgis við hina óvinsælu Járnsíðu gæti
hafa verið tilraun Íslendinga til að viðhalda innlendri lagahefð í trássi við
norsk yfirráð.10 Það er engin ástæða til að ætla að safnið hafi innihaldið hin
nýju ákvæði Magnúsar Erlingssonar, þvert á móti er ólíklegt að þau ákvæði
hafi nokkru sinni verið hluti af íslenskum lagabókstaf. Af þeim sökum er
ekki hægt að fallast á skýringu Boswells á tilurð reglugerðarinnar gegn
7 Konrad Maurer, „das sogenannte Christenrecht König Sverrirs“, Germanistische
Studien 1/1872, bls. 63–64. Varðandi upplýsingar um aðalhandrit GulL, sjá NGL,
1, bls. i-x, og bls. 3; brot þeirrar gerðar sem notuð var við samsetningu kristinréttar
Sverris er prentað í NGL, 2, bls. 495–500.
8 Vilhjálmur Finsen (ritstj.), [inngangur] Grágás. Konungsbók, 1852, endurpr. odense:
odense Universitetsforlag, 1974; Grágás. Staðarhólsbók, ritstj. Vilhjálmur Finsen,
1879, endurpr. odense: odense Universitetsforlag, 1974; Grágás. Skálholtsbók
m.m., ritstj. Vilhjálmur Finsen, 1883, endurpr. odense: odense Universitetsforlag,
1974.
9 Járnsíða eðr Hákonarbók, ritstj. Th. Sveinbjörnsson, Havniæ [Kaupmannahöfn]:
Schultz, 1847.
10 Ólafur Lárusson, „Grágás“, Tidsskrift for rettsvitenskap 1953, bls. 465–479; Vil-
hjálmur Finsen (ritstj.), [inngangur] Grágás. Staðarhólsbók, 1879, endurpr. odense:
odense Universitetsforlag, 1974, bls. i–xxxv.
KARi ELLEN GAdE