Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 188
187
samkynhneigð í GulL: ákvæðið er ekki síðþrettándu aldar viðbót sprottin
af ríkjandi lögum gegn samkynhneigð í Evrópu, heldur virðast Magnús
Erlingsson og Eysteinn Erlendsson erkibiskup hafa kynnt það til sögunnar
árið 1164.
Hér á eftir verða til umræðu viðhorf til samkynhneigðar eins og þau
koma fyrir í norrænum bókmenntum og lagaheimildum miðalda. Lagt er
til að reglugerðina í GulL megi útskýra í ljósi pólitískra atburða í Noregi
á tólftu öld og að uppruna hennar megi hvorki rekja til eldri germanskrar
lagahefðar né til skyndilegrar stórsóknar trúarlegs umburðarleysis gagn-
vart atferli samkynhneigðra í Noregi á tólftu öld.
I
Ákvæðið í 32. kapítula GulL er einstakt bæði í Skandinavíu og Evrópu
tólftu aldar. Það er ekki fyrr en á síðari helmingi þrettándu aldar að sam-
kynhneigð fer að varða alvarlega hegningu í flestum lagasöfnum.11 Ekkert
hinna „barbarísku“ lagasafna (leges barbarorum) inniheldur ákvæði um
samkynhneigð, og Karlungalögin, í kjölfar falsaðs kapítula Benedictusar
Levita (848–850), innihalda almennar áminningar um að halda sig fjarri
þeirri synd en þau nefna enga stranga refsingu við henni.12 Fyrsta almenna
kirkjuþingið til að samþykkja refsingar við samkynhneigð var þriðja
Lateranþingið (1179). Refsing almúgamanns sem gerðist sekur um glæpi
11 Boswell, Christianity, bls. 293; Michael Goodich, „Sodomy in Ecclesiastical Law
and Theory“, Journal of Homosexuality 4/1976, bls. 427–434.
12 Leges Barbarorum, sjá Leges Burgundionum, Monumenta Germaniae Historica:
Legum (hér eftir MGHL), 1. hluti, 2. bindi, 1. grein, ritstj. Ludwig R. de Salis,
Hannover: Hahn, 1892; Leges Baiwariorum, MGHL, 2. hluti, 5. bindi, 1. grein,
ritstj. Ernst von Schwind, Hannover: Hahn, 1926; Leges Alamannorum, MGHL, 1.
hluti, 5. bindi, 1. grein, ritstj. Karl Lehmann, Hannover: Hahn, 1888; Lex Ribuaria,
MGHL, 2. hluti, 3. bindi, 1. grein, ritstj. Franz Beyerle og Rudolf Buchner, Hann-
over: Hahn, 1954; Lex Salica, MGHL, 2. hluti, 4. bindi, 1. grein, ritstj. Karl A.
Eckhardt, Hannover: Hahn, 1969; Leges Saxonum und Lex Thuringorum, MGHL,
5. bindi, ritstj. Karl Freiherr von Richthofen, Hannover: Hahn, 1875–1879; Leges
Langobardorum, MGHL, 4. bindi, ritstj. Friedrich Bluhme, Hannover: Hahn,
1868. Hvað löggjöf Karlunga snertir, sjá derrick S. Bailey, Homosexuality and the
Western Christian Tradition, London: Longmans, Green & Co., 1955, bls. 94–95;
Boswell, Christianity, bls. 177–179. Bleibtreu-Ehrenberg, Tabu, bls. 218–231, fjallar
á greinar góðan hátt um Benedictus Levita og hinn falsaða 160. „kapítula Karla-
magnúsar frá 779“, þar sem Levita segir að samkynhneigðir skuli brenna á báli í
samræmi við „rómversk lög“.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA