Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 189
188
contra naturam var bannfæring.13 Það ákvæði var tekið inn í kanónulög
þrettándu aldar, en hvorki virðast kanónulögin né lýsingar á refsingum
fyrir samkynhneigð í síðari veraldlegum lögum Evrópu hafa haft bein áhrif
á samtímalöggjöf í Skandinavíu.14 Í Noregi vísar aðeins ákvæðið í 32. kap-
ítula GulL (og kristinrétti Sverris) til samkynhneigðar. Í Svíþjóð birtist
sama orðalag og í samþykkt þriðja Lateranþingsins í reglugerð Brynjólfs
Algotssonar biskups í Skörum frá 1280: „Hvær sum syndær amot natturr-
inni. bøte biscupi .iX. markær.“15 En það ákvæði var hvorki tekið upp í
síðari tíma kirkjulög né veraldleg lög í Svíþjóð.
Árið 1227 skrifaði Honorius iii. páfi bréf til erkibiskupsins í Lundi
og fór þess á leit við hann að hart yrði tekið á fólki sem gerðist sekt um
dýraspell og „þær syndir sem ekki skyldu nefndar eða drýgðar og Guð
dæmdi Sódómu og Gómorru til gjöreyðingar fyrir“.16 Refsingin var píla-
grímsferð til Rómar til að gera yfirbót. Áminning páfa leiddi eftir sem
áður ekki til neinna ákvæða um samkynhneigð í sænskum eða dönskum
lögum. Skriftaboð frá Evrópu og Skandinavíu sýna að samkynhneigð féll
undir lögsögu kirkjunnar, en jafnframt að yfirbótin fyrir hana var nánast
undantekningalaust sú sama og fyrir aðrar syndir af kynferðislegum toga.17
13 Johannes d. Mansi, Sacrorum Conciliorum Nova, et Amplissima Collectio, 22. bindi,
París: Welter, 1903, dálkar 224–225: „Quicumque incontinentia illa quæ contra
naturam est, propter quam venit ira dei in filios diffidentiæ, & quinque civitates
igne consumpsit ...“
14 Bailey, Homosexuality and the Western Christian Tradition, bls. 95, nmgr. 7; Boswell,
Christianity, bls. 278.
15 Svenskt diplomatarium (hér eftir SD), 1. bindi, nr. 709, §5, ritstj. Joh. G. Liljegren,
Stokkhólmi: Norstedt, 1829, bls. 576.
16 Sama rit, nr. 242, bls. 248–249: „... verum etiam brutis animalibus, se nefarie comm-
iscendo ac illud ne nominandum committendo peccatum, propter quod Dominus Sodomam,
et Gomorram eversione dampnavit, et quidam eorum propter viarum longitudinem et
pericula, quidam ob verecundiam mori potuis eligant in peccatis huiusmodi, quam
propter hoc nostro se conspectui presentare, super hoc providere misecorditer
dignaremur“ [skáletrun höfundar].
17 Bleibtreu-Ehrenberg, Tabu, bls. 209–218; Boswell, Christianity, bls. 180–183 og
205–206; Bailey, Homosexuality, bls. 100–110; Rattray Taylor, Sex in History, Lond-
on: Thames & Hudson, 1953, bls. 53–54. Pierre J. Payer, Sex and the Penitentials:
The Development of a Sexual Code 500–1150, Toronto: University of Toronto Press,
1984, bls. 40–44 og 135–139, gagnrýnir Boswell fyrir yfirborðslega umfjöllun um
frumheimildir og heldur því fram að öll skriftaboð sem Payer tekur til skoðunar
innihaldi „að minnsta kosti ein kirkjulög í harðri andstöðu við samkynhneigð og
mörg þeirra taka hana tiltölulega ítarlega til umfjöllunar“ (bls. 135). Gagnrýni
Payers á rétt á sér, en töflur hans yfir efnið í skriftaboðum sýna að um samkyn-
hneigð (þar með taldar lesbískar athafnir) er aðeins fjallað í um 15% allrar umræðu
KARi ELLEN GAdE