Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 190
189
Árið 1178 fyrirskipaði íslenski biskupinn Þorlákur níu til tíu ára yfirbót
fyrir ástir samkynja fólks, eða sömu refsingu og fyrir dýra- eða sifjaspell.18
Þessi skriftaboð mæla einnig fyrir um átta ára yfirbót fremji giftur maður
hjúskaparbrot, sjö ár drýgi ógiftur maður hór, og fyrir sifjaspell fimm til
níu ár eftir skyldleika.
Ólíkt samkynhneigð er dýraspell sérstaklega nefnt sem glæpur gegn
náttúrunni bæði í GulL og í FrL:
Udaða verc eru oss oc oll firiboðen at várr kna engi blandazt við
bufe [...] En ef biscop æða hans ærendreke kenner þat manne. at
hann blandazt við bufe. en hann kveðr við þvi nei. biscops armaðr
scal fara til hus hanom. oc stefna hanom til þings firi þat udaða verc.
hann festir firi þat settar eið [...] Sva scal eiða þa alla vinna er festir
ero firi kristins doms brot várt. [GulL, kap. 30]
Ef maðr blandaz við búfé oc spillir svá kristni sinni. þa scal þann
mann gelda ... [FrL, 1, § 11]
Ef manni er þat kænt at hann blandazt uiðr einhuærn fenað þan sem
firirboðen er huærium kristnum manni. þa sœke armaðr með heim-
ilis kuiðiar vitni ... [FrL, 3, § 18]
Refsing hins synduga var vönun og í kjölfarið útlegð, en dýrið var rekið á
sjó og því drekkt. Ákvæðið um að deyða dýrið finnst í öllum miðaldalögum
Skandinavíu sem snerta dýraspell og fyrirmynd þess er að finna í þriðju
Mósebók (Leviticus 20. 15–16): „og eigi maður samlag við skepnu, þá skal
hann líflátinn verða, og skepnuna skuluð þér drepa.“
Í Svíþjóð er dýraspell fyrst nefnt um 1171–1172 í bréfi Alexanders iii.
páfa til erkibiskupsins af Uppsölum, þar sem pílagrímsferðar til Rómar er
krafist fyrir svo „viðurstyggilega saurgun“.19 Ákvæðið var í kjölfarið tekið
skriftaboðanna um kynferðislega glæpi. Þetta hlutfall bendir ekki til þess að kirkj-
unnar menn hafi verið sérstaklega uppteknir af samkynhneigð, né sýnir það að
brugðist hafi verið við samkynhneigð á annan hátt en við öðrum kynferðislegum
syndum, svo sem hórdómi, hjúskaparbrotum, sifjaspelli eða sjálfsfróun.
18 Diplomatarium Islandicum, 1. bindi, nr. 43, ritstj. Jón Sigurðsson, Kaupmannahöfn:
Möller, 1857–1876, bls. 240–241: „Þessar skriftir baud Þorlakr biskup firir enar
stærstv haufudsyndir. ix. vetr eda .x. firir hordom þann er karlmenn eigozst uith.
eda þann er menn eigo vith ferfætt kuikendi …“
19 SD, 1. bindi, nr. 56., bls. 84. Ítarlega umfjöllun um lög gegn dýraspelli í Svíþjóð er
að finna hjá Jan E. Almquist, Tidelagsbrottet. En straffrätts-historisk studie. Uppsala
universitets årsskrift 1, Uppsölum: Lundequist, 1926.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA