Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 192
191
frá síðari hluta þrettándu aldar, sem innleidd voru af Magnúsi konungi
Hákonarsyni, segir:
Sa madr oc er drygir likams losta vidr nokot kykuende firir vttan
konno oc verdr hann kvnr æda sanr at þui. þa er han vtlegr oc fe
hans allt vidr konong.24
Þennan hluta er að finna í kaflanum um nýju kirkjulögin sem að öðru leyti
samsvarar algjörlega 32. kapítula eldri GulL, og orðalagið gæti hafa verið
vísvitandi tilraun til að fella út hlutana um samkynhneigð og dýraspell til
samræmis við það sem tíðkaðist í Evrópu. Sama ákvæði er að finna í kafl-
anum um dýraspell í nýju kirkjulögum Borgarþings (§ 24), einnig lögtek-
inn að fyrirskipan Magnúsar Hákonarsonar, og þar er refsingin útlegð
og eignir gerðar upptækar (konungur tekur allt en biskup fær af því þrjár
merkur fjár). Bæði kirkjulög voru um langt skeið í gildi og athugasemd-
ir á spássíu handrita Borgarþingslaga sýna að síðari lesendur skildu þessa
hluta sem svo að þeir vísuðu eingöngu til dýraspells.25 Neðst á blaðsíðu
eins handrits frá 1450 hefur verið bætt inn á latínu „de pena fedus rump-
encium sicut super adulterio et cum brutis coencicum“ og árið 1566 bætti
Jacobus Mathias Agricola við C-handritið „och det quick der han drygde
ligoms løste meder skall føris a sund och druckniss“, og er það ákvæði vel í
samræmi við ákvæði um dýraspell í eldri FrL og GulL. Kirkjulög Jóns erki-
biskups, sem voru í gildi skamma hríð eftir dauða Magnúsar Hákonarsonar,
taka aftur upp orðalag gömlu FrL og útdeila útlegð og eignaupptöku til
refsingar þeim sem blandaz við bufe, en á vönun er ekki minnst.26
Litið var á dýraspell sem glæp gegn kristindóminum og það var refsivert
gagnvart bæði sænskum og norskum lögum. Í Svíþjóð má rekja lagaákvæð-
in aftur til áhrifa frá Páfagarði, en í Noregi þar sem þau koma mun fyrr
við sögu bendir innihald og orðalag þeirra til sambærilegra áhrifa, þó að
ákvæðið um refsingu með vönun komi ekki fyrir í öðrum norrænum heim-
ildum. Í Leges Visigothorum frá sjöundu öld varðaði samkynhneigð refsingu
með vönun, og í hinum frísneska Sendrecht frá elleftu öld er manneskja
sem gerist sek um að „brjóta lög oktavíanusar og Móses og heimsins alls“
sögð hafa um þrjá kosti refsingar að velja: að vera brennd á báli, vera grafin
24 Gulathings-christenret, NGL, 2. bindi, bls. 324, og Borgarthings-christenret, sama
rit, bls. 304.
25 Borgarthings nye christenret, NGL, 4. bindi, bls. 176.
26 Erkebiskop Jons christenret, NGL, 2. bindi, § 58 og 65, bls. 382 og 386.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA