Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 193
192
lifandi, eða þola það að vana sig sjálf.27 Það er alls óvíst að nokkurt þess-
ara refsiákvæða gæti hafa haft áhrif á refsiramma fornnorskra laga. Þegar
„ónáttúruleg“ kynlífshegðun fór að varða þungar refsingar í evrópskum
lögum seint á þrettándu öld voru endaþarmsmök og „glæpir gegn nátt-
úrunni“ fyrst og fremst tengdir dýraspelli í Skandinavíu. Skýrast kom það
fram í sænskum lögum þar sem fyrirskipaðar refsingar voru sambærilegar
því sem gekk og gerðist í evrópskum og enskum lögum (að vera brenndur
á báli, eða grafinn lifandi).
Sá hluti 32. kapítula GulL sem fyrirskipar útlegð og eignamissi fyrir
samkynhneigð er einstakur í lagahefð tólftu aldar. orðalagið sýnir að hann
getur ekki hafa verið kominn fyrir bein áhrif kirkjunnar eða kanónulaga.
Þótt dýraspell hafi verið flokkað sem údáðaverk (ásamt með nauðgun og
sifjaspelli), sem saurgar manneskju og spillir kristni hennar, var samkyn-
hneigð ekki meðal glæpa gegn kristindóminum, en menn sem gengu í
eina sæng saman voru úbótamenn (svo sem þjófar, eiðrofar og morðingjar,
sem ekki gátu bætt fyrir syndir sínar með sektum; sjá GulL kap. 32). Það
voru ekki þungar refsingar fyrir samkynhneigð (sbr. vönun fyrir dýraspell),
og ferlið við að sanna sakleysi sakborninga var frábrugðið því sem tíðk-
aðist fyrir glæpi gegn kirkjunni, sem fólst í því að verjandi þurfti að sverja
eið við ritninguna sem lögð var á þröskuld kirkjudyranna (GulL, kap. 30).
Kristinréttur Sverris § 75 bætir við: „En þæir skulu fara or landæign konongs
vars. oc bœta firer sol sinni oc koma aldri i land aftr.“ Þannig eru tengsl
mynduð milli ákvæðanna og kirkjureglna, en enga slíka tengingu er að sjá í
GulL. Þar sem uppruna þessarar klásúlu má hvorki rekja til fyrri lagahefð-
ar (eða til lagahefðar samtímans) né til kirkjulaga, hlýtur hvata Magnúsar
Erlingssonar fyrir upptöku hennar að þurfa að leita annars staðar.
Erkibiskupsdæmið í Niðarósi var stofnsett árið 1154 með leyfi páfa og
árið 1161 var hinn metnaðarfulli Eysteinn Erlingsson kjörinn erkibisk-
up.28 Hann var voldugur maður með mikilvæg sambönd, og eftir vígslu
hans til erkibiskups hófst hann þegar handa við að styrkja stöðu erkibisk-
upsdæmisins og auka fjárhirslur þess. Að vori 1164 átti erkibiskupinn fund
í Björgvin (í umdæmi Gulaþings) með Erlingi skakka, föður og fjárhalds-
27 Leges Visigothorum, MGHL, 1. bindi, 1. hluti, ritstj. Karl Zeumer, Hannover: Hafn,
1902, færsla 3.5.4; „de masculorum stupris“, Friesische Rechtsquellen, ritstj. Karl
Freiherr von Richthofen, Berlin: Nicolai, 1840, Sendrecht, § 17, bls. 409.
28 Regesta Norvegica, 1. bindi, nr. 57, bls. 9; Snorri Sturluson, Magnúss saga Er-
lingssonar, Heimskringla, 3. bindi, Íslenzk fornrit 28, ritstj. Bjarni Aðalbjarnarson,
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1951, kap. 16.
KARi ELLEN GAdE