Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 194
193
manni Magnúsar Erlingssonar. Niðurstaða þess fundar var bandalag kirkju
og konungsvalds, og erkibiskupinn og Erlingur komust að samkomulagi
um að hvor skyldi aðstoða hinn í öllum málum sem krúnan og erkibiskups-
dæmið gætu bæði hagnast af. Samkvæmt Snorra Sturlusyni gerði Erlingur
athugasemdir við fáeinar lagasetningar erkibiskups:
„Hvárt eru þat lǫg, herra, ins helga Óláfs konungs eða hafið ér
tekit nǫkkuru frekara þetta mál en svá sem ritit er í lǫgbókinni?“
Erkibyskup segir: „Svá mun inn heilagi Óláfr konungr lǫgin hafa
sett sem hann fekk þá jáorð ok samþykki alþýðu til, en ekki finnsk
þat í hans lǫgum, at bannat sé at auka guðs rétt.“ Erlingr svarar:
„Vilið þér auka yðarn rétt, þá manuð þér styrkja vilja oss til þess, at
vér aukim jafnmiklu konungs réttinn.“29
Þeir komust að samkomulagi um þetta, og erkibiskupinn hét því að styrkja
Magnús konung til ríkis gegn stuðningi Erlings skakka „til allra farsælligra
hluta“ fyrir erkibiskupsdæmið. Eitt afsprengi þessa bandalags voru ýmis
nýmæli í eldri GulL, þeirra á meðal ákvæði um úbótamál í 32. kapítula, en sá
hluti laganna er eignaður bæði Magnúsi Erlingssyni og Eysteini erkibisk-
upi.30 Ákvæðinu um samkynhneigð hlýtur að hafa verið ætlað að auðvelda
kirkjunni að komast yfir eignir sakborninga og ryðja andstæðingum sínum
og ríkisins úr vegi. Þetta var afurð einstakrar samvinnu milli konunglegs
valds Magnúsar (og Erlings) og kennivalds erkibiskupsins af Niðarósi,
Eysteins Erlingssonar. Sú staðreynd að ákvæðið er ekki að finna í eldri
íslenskum lögum ber vitni um skort á fyrri hefð fyrir því. Ef slík germönsk
hefð var í reynd til þá er okkur ekki kleift að endurgera hana þar sem hún
skildi ekki eftir sig nein merki í löggjöf Norðurlanda á miðöldum. Eftir
gildistíma kirkjulaga Sverris hvarf kaflinn um samkynhneigð úr norskum
lögum. Það er engin leið að komast að því að hvaða marki ákvæðinu var
fylgt eftir, fyrir utan það að það var fellt niður, að sambærilegan kafla
skortir í FrL, 5. bindi § 46, og þá staðreynd að ákvæði gegn samkynhneigð
voru ekki tekin upp síðar – þegar hún var farin að varða alvarlegar refsing-
ar í evrópskum lagasöfnum – allt þetta bendir til þess að reglugerðin hafi
borið lítinn árangur.
Fyrirmynd ákvæðisins í 32. kapítula GulL gæti hafa verið svipað ákvæði
í lögbók Justiniusar (Codex Justinianus) sem kvað á um að „þeir sem dirfast
29 Snorri Sturluson, Magnúss saga Erlingssonar, kap. 21.
30 Maurer, „die Enstehungszeit“, bls. 138–152.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA