Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 195
194
að drýgja viðurstyggilegan glæp með manneskjum af sama kyni“ skyldu
glata hálfri eign sinni, en þeir sem voru af lægri stigum skyldu þola lík-
amlega refsingu til viðbótar við útlegð.31 Lögbókinni var dreift í evrópsk-
um lagaskólum sem norrænir klerkar heimsóttu.32 Það eru heimildir fyrir
því að norskir námsmenn hafi stundað nám við lagaskólann í Bologna milli
1280 og 1300, og Svíinn Andreas Suneson var í Bologna undir lok tólftu
aldar. Þar sem þessi skóli var stofnsettur síðla á elleftu öld er engin ástæða
til að ætla að norskir klerkar – mitt í uppdrætti kirkjulaga og veraldlegra
laga og reglugerða – skuli ekki hafa heimsótt skólann fyrir 1164.33
II
Norrænar miðaldabókmenntir eru þöglar um samkynhneigð sambönd,
en í tengslum við meiðyrði eða rógburð eru margir þættir í bundnu og
óbundnu máli sem draga fram niðurlægingu óvirkrar (e. passive) samkyn-
hneigðrar hegðunar (hlutverk geranda virðist ekki hafa falið í sér neina
niðurlægingu).34 Elstu lög í Noregi og á Íslandi innihalda ítarleg ákvæði
31 Institutiones, 1. bindi af Corpus Iuris Civilis, ritstj. Paul Krueger, Berlín: Weidmann,
1911, færsla 4.18.4. Í The Theodosian Code and the Sirmondian Constitutiones, þýð.
Clyde Parr, Princeton: Princeton University Press, 1952, er refsingin fyrir sam-
kynhneigð „gríðarleg“ (færsla 9.7.3) eða brenna (færsla 9.7.6). Sama refsing er lögð
við „glæpum gegn náttúrunni“ í lögbók Justiniusar, Novellae, Corpus Iuris Civilis,
3. bindi, nr. 77, ritstj. Rudolf Schoell og Wilhelm Kroll, Berlín: Weidmann, 1895.
Umfjöllun um þær lagaráðstafanir má sjá hjá Bleibtreu-Ehrenberg, Tabu, bls.
188–194, og Boswell, Christianity, bls. 169–174.
32 Åke Sällström, Bologna och Norden intill Avignonpåvedömets tid, Lundi: ohlsson,
1957.
33 Sällström, Bologna och Norden, bls. 270–274; Knut Robberstad, „Var Bjarne Erlings-
son i Bologna?“, Historisk tidsskrift 1972, bls. 312–317; Arne odd Johnsen, „om
bolognaskolaren ‘dominus Bernardus’“, sama rit, bls. 318–321, sjá einnig Arne
odd Johnsen, „Hvem var den norske Bologna-skolaren ‘dominus Bernardus’?“,
sama rit, bls. 70–76.
34 Erik Noreen, Studier i fornvästnordisk diktning. Andra samlingen, Uppsala universitets
årsskrift, Filosofi, språkvetenskap och historiska vetenskaper 4, Uppsölum: Akademiska
bokhandeln, 1922, bls. 37–63; Folke Ström, Níð, ergi and Old Norse Moral Attitudes,
The dorothea Coke Memorial Lecture in Northern Studies delivered at University
College London, 10 May 1973, London: Viking Society for Northern Research,
1973; Bo Almqvist, Norrön niddiktning, 1. Nid mot furstar, Nordiska texter och
undersökningar, 21, Stokkhólmi: Almqvist & Wiksell, 1965, og Norrön niddiktning,
2, 1–2. Nid mot missionärar. Senmedeltida nidtraditioner. Nordiska texter och undersökn-
ingar 23, Stokkhólmi: Almqvist & Wiksell, 1974; Preben Meulengracht Sørensen,
Norrønt nid, Óðinsvéum: odense Universitetsforlag, 1980.
KARi ELLEN GAdE