Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 196
195
um meiðandi ummæli og voru þung viðurlög við þeim.35 Maður sem var
sagður hafa verið notaður sem kona hafði rétt á að drepa rógbera sinn,
og ljóð sem innihélt viss orð í sama skyni var einnig talið næg ögrun til
að drepa mætti skáldið.36 Lítum til dæmis á eftirfarandi hluta úr Grágás
(Staðarhólsbók, vígsloði, kap. 376):
Þav ero orð þriú ef sva mioc versna máls endar manna. er scog Gang
varða avll. Ef maðr kallar mann ragan eða stroðin. eða sorðin. oc scal
søkia sem avnnor full rettis orð. enda a maðr vígt igegn þeim orðum
þrimr.37
Ef látin manneskja var viðfangsefni slíks rógburðar varðaði það skóg-
gang.38
Ásakanir um óvirka samkynhneigða hegðun voru ekki á meðal meiðyrða
í seinni norskum og íslenskum lögum, og í Svíþjóð eru slíkar ávirðingar
aðeins nefndar í elstu héraðslögum, eldri Vestgotalögum (retlosæ bolkær, kap.
5). Í FrL, 5. bindi, § 22 er að finna eftirfarandi ákvæði: „Engi maðr scal þat
við annan mæla at hann hafe þegit scömm á sér …“ Sömu reglugerð er að
finna í síðari miðaldalögum í Noregi og á Íslandi.39 Konrad Maurer túlkar
þetta sem vísun til endaþarmsmaka, í samræmi við útgáfu Járnsíðu frá 1847
(„alium sodomiæ criminis insimulit“).40 Johan Fritzner þýðir þetta á sama
35 Í Grágás. Konungsbók, kap. 237–238; Staðarhólsbók, vígsloði, kap. 375–377; Skálholts-
bók m.m., Cod. AM 125A 4to, vígsloði, kap. 12 og 30; GulL, kap. 138 og 197; FrL,
bindi 10, § 35; ældre Bjarkö-ret, NGL, 1. bindi, § 31 og 33; den äldre codex
af Westgötalagen, SGL, 1. bindi, retlosæ bolkær, kap. 5. Sjá umræðu um þessa
lagabálka og refsingar hjá Almqvist, Niddiktning 1, bls. 48–66.
36 Grágás. Konungsbók, kap. 238; Staðarhólsbók, vígsloði, kap. 376; Skálholtsbók m.m.,
Cod. AM 125A 4to, vígsloði, kap. 12; GulL, kap. 138 og 197.
37 orðin ragr, stroðinn og sorðinn (Staðarhólsbók, vígsloði, kap. 376, og Skálholtsbók,
Cod. AM 125A 4to, vígsloði, kap. 12) vísa í þessu samhengi til óvirka aðilans í kyn-
lífi tveggja karla. Sjá Meulengracht Sørensen, Norrønt nid, bls. 21–29 og Noreen,
Studier i fornvästnordisk diktning, bls. 40 og 63.
38 Grágás. Konungsbók, kap. 238, og Staðarhólsbók, vígsloði, kap. 377.
39 Járnsíða, mannhelgisbolkr, kap. 24; Jónsbók, ritstj. Ólafur Halldórsson, 1904,
endurpr. Óðinsvéum: odense Universitetsforlag, 1970, mannhelgisbolkr, kap. 25;
den nyere lands-lov, udgiven af kong Magnus Haakonssön (hér eftir landslǫg),
NGL, 2. bindi, mannhelgisbolkr, kap. 23.
40 Maurer, Vorlesungen, 5. bindi, bls. 658, og Vorlesungen, 1. bindi: Altnorwegisches
Staatsrecht und Gerichtswesen, 1907–1938, endurpr. osnabrück: Zeller, 1966, bls.
194 og 197; Járnsíða, mannhelgisbolkr, kap. 24, bls. 44.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA