Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Qupperneq 197
196
veg: „þiggja skömm á sik: lade sig misbruge til Sodomiteri“.41 Um það verð-
ur ekki efast að orðalagið þiggja skömm á sér vísar ekki til samkynhneigðar,
heldur til vansæmdarinnar sem fylgir því að hafa þolað glæpsamlega mis-
gjörð en ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.42 Þetta sýnir orðalagið í
sambærilegum hluta fullréttisorða í hinum eldri Bjarkeyjarrétti (§ 31):
Ef maðr bregðr manni því at hann væri lostinn ok má eigi þat satt
gera. ok svá ef hann bregðr honum því at hann væri lostinn síðan
hann tók rétt sinn fullan. bœti honum fullrétti.
Ásakanir um óvirka samkynhneigða hegðun – líkt og aðrar ávirðingar
um lausbeislaða kynhegðun – eru algengar í sennum eddukvæða og oft-
ast er þeim beint gegn Loka (sem sannarlega gekk með börn og gegndi
hlutverki konu) og Óðni (sem hafði tengsl við hinn sjamaníska seið).43
Sögurnar gefa víða til kynna óvirkar samkynhneigðar athafnir auk þess að
lýsa nákvæmlega níði sem inniheldur slíkar ærumeiðingar, athöfninni að
setja upp níðstengur, flutningi meiðandi kvæða, og hefndaraðgerðunum
eða dómsmálunum í kjölfarið.44 Af varðveittum dróttkvæðum eru nógu
mörg ærumeiðandi kvæði til að sýna megi fram á þá staðreynd að til var
hefð sem heimilaði ítarleg ákvæði gegn skáldskap (ærumeiðingum í bundnu
máli) í norskum og íslenskum lögum.45 Þótt kvæði séu til þar sem menn
eru ásakaðir um dýraspell, samkynhneigð (virka eða óvirka), barnsburð,
og svo framvegis, þá eru engin dróttkvæði sem innihalda hin alræmdu orð
ragr, stroðinn, eða sorðinn, en fyrir þær aðdróttanir var leyfilegt að drepa.46
41 Johan Fritzner, Ordbog over det gamle norske sprog, 4. útg., Ósló: Universitetsforlaget,
1973, bls. 417.
42 Scheie, Om ærekrenkelser, bls. 30–31.
43 Gustav Neckel, Edda: Die Lieder des Codex Regius nebst verwandten Denkmälern, ritstj.
Hans Kuhn, 4. útg., Heidelberg: Winter, 1962, Hárbarðsljóð, vísur 27, 42–43, 51;
Lokasenna, vísur 23, 24, 33, 57, 59, 61, 63; Helgaqviða Hundingsbana in fyrri,
vísur 37–40, og 42. Hvað snertir umræðu um seið, sjamanisma og samkynhneigð,
sjá Bleibtreu-Ehrenberg, Tabu, bls. 97–127; dag Strömback, Sejd. Textstudier i nor-
disk religionshistoria. Nordiska texter och undersökningar 5, Stokkhólmi: Geber, 1935;
Meulengracht Sørensen, Norrønt nid, bls. 23.
44 Meulengracht Sørensen, Norrønt nid, gefur þægilegt yfirlit um sagnakafla sem
innihalda vísanir til samkynhneigðar (sjá sérstaklega bls. 118–131).
45 Almqvist, Niddiktning, 1 og 2, ræðir sérstaklega um varðveittar dróttkvæðar níðvís-
ur.
46 Sveinbjörn Egilsson, Lexicon Poeticum Antiquæ Linguæ Septentrionalis, ritstj. Finnur
Jónsson, 2. útg. 1931, endurpr. Kaupmannahöfn: Atlas, 1966, bls. 15, 112, 454,
490, 525, 541, 542.
KARi ELLEN GAdE