Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 198
197
Þessi hefð jafnt í lögum sem bókmenntum hefur leitt til vangaveltna í
fræðunum um það hvort mögulegt sé að nauðgun karls á karli hafi snemma
verið beitt til niðurlægingar í Skandinavíu.47 Þvert á rómversk lög, þar sem
harðlega var refsað fyrir nauðgun frjálsra karlkyns borgara, voru engin
ákvæði í skandinavískum eða germönskum lögum sem sérstaklega nefna
spillingu frjálsra manna.48 Í bókmenntunum á hinn bóginn finnum við
staði þar sem ýjað er að slíkri hegðun. Í 20. kapítula Guðmundar sögu dýra
eru presturinn Björn og frilla hans Þórunnur látin sæta eftirfarandi með-
ferð fyrir ótrygglyndi:
… ok var þat við orð, at leggja Þórunni í rekkju hjá einhverjum
gárungi, en göra þat nökkut við Björn prest, at þat þætti eigi minni
svívirðing.49
Hliðstæðan við nauðgun konunnar, hin svívirðilega meðhöndlun á karl-
inum, gefur til kynna að Björn yrði einnig látinn sæta kynferðislegri vald-
beitingu.50
Bjarnar saga Hítdælakappa lýsir ofbeldisfullum fundi tveggja aðalper sóna
sögunnar, Bjarnar og Þórðar, sem á sér stað í eyju.51 Björn finnur Þórð í
felum undir bakka einum, dregur hann út, tekur allar eigur hans, berháttar
hann og gerir „sem hrakligask ráð hans allt“. Eftir það lætur hann Þórð og
menn hans fá föt sín aftur og leyfir þeim að róa í land. Einhverjum árum
síðar á eftirfarandi atburður sér stað:
Þess er nú við getit, at hlutr sá fannsk í hafnarmarki Þórðar, er þvígit
vinveittligra þótti; þat váru karlar tveir, ok hafði annarr hǫtt blán
á hǫfði; þeir stóðu lútir, ok horfði annarr eptir ǫðrum. Þat þótti
47 Margaret Clunies Ross, „Hildr’s Ring: A Problem in the Ragnarsdrápa, Strop-
hes 8–12“, Mediaeval Scandinavia, 6, 1973, bls. 75–92, sjá sérstaklega bls. 87;
Meulengracht Sørensen, Norrønt nid, bls. 32–33; sjá einnig Thorkil Vanggaard,
Phallós, London: Cape, 1972, bls. 77, sérstaklega kaflana „Phallic Aggression“ (bls.
101–112), og „The Relationship Between Peers“ (bls. 117–123).
48 Boswell, Christianity, bls. 63; bls. 75, nmgr. 61; bls. 122; bls. 124; bls. 176, nmgr.
25; bls. 179.
49 Guðmundar saga dýra, Sturlunga saga including the Islendinga Saga of Lawman Sturla
Thordsson and Other Works, ritstj. Guðbrandur Vigfússon, oxford: Clarendon, 1878,
bls. 164. Vísanir til samkynhneigðar í eddukvæðum má finna í Helgaqviðu Hund-
ingsbana inni fyrri, vísum 37–39, og Hárbarðslióðum, vísum 42–43.
50 Meulengracht Sørensen, Norrønt nid, bls. 102.
51 Bjarnar saga Hítdælakappa, Íslenzk fornrit 3, ritstj. Sigurður Nordal og Guðni
Jónsson, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1938, kap. 7.
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA