Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Side 199
198
illr fundr, ok mæltu menn, at hvárskis hlutr væri góðr, þeira er þar
stóðu, ok enn verri þess, er fyrir stóð.
Sagan gefur í skyn að Björn hafi sett upp níðstengurnar, en þegar hann
fregnar uppgötvun þeirra kveður hann kvæði svo gríðarlega ærumeiðandi
að innihaldi að vinir Þórðar ráðleggja honum að flytja ekki svo ljótt mál
fyrir alþingi. Níðstengurnar sýna mök tveggja karla og þá frýjun undir-
strikar sú staðreynd að annar þeirra er klæddur hatti, einum eiginleika
Óðins, guðs sem orðaður er við samkynhneigð. Á því leikur enginn vafi
að níðstöngunum var ætlað að varpa rýrð á Þórð og ýja að því að hann
hefði verið notaður sem kona, og efnistök níðsins benda til tengingar við
fund þeirra í eynni. Þegar Björn síðar kveður aðra níðvísu um Þórð lýsir
hann honum „jafnsnjöllum sem geit“.52 Samkvæmt Fritzner vísaði geit í
fornnorrænu jafnt til lauslátra kvenna sem kvenlegra eða ófrækinna karla:
blauðr, argr, ragr (sbr. orðtækið ragr sem geit).53 Björn hefur greinilega
verið meðvitaður um tvíbenta merkingu orðsins ragr (heigull, samkyn-
hneigður (óvirkur)), og af ásettu ráði notar hann ímynd geitarinnar til að
dylgja um karlmennskuskort Þórðar og öfuguggahátt.
Vísan sem fylgir þættinum um níðstengurnar er ekki heil, því hin mikil-
væga hálfa sjötta lína hefur verið skafin úr handritum. Vísan kemur einnig
fyrir í málfræðiritgerð Ólafs hvítaskálds en skortir þar sömu línur.54 Það er
engin ástæða til að ætla að blygðunarkennd miðaldafólks hafi komið í veg
fyrir að þær línur yrðu skráðar; kvæðið hlýtur að hafa innihaldið þau orð
sem hefðu varðað þyngstu refsingar samkvæmt lögum.55 Þar sem afkom-
endur sagnapersónanna gætu hafa verið uppi á ritunartíma sögunnar var
kvæðið ritskoðað. Hvort þátturinn sem á sér stað í eynni á sér nokkrar
rætur í raunverulegum atburðum skiptir ekki höfuðmáli; aðalatriðið er að
viðtakendur sögunnar á fjórtándu öld voru opnir fyrir þeim möguleika.
Líkt og í samfélögum Grikkja og Rómverja hafði óvirk kynferðisleg
undirgefni frjálsra karlkyns borgara verulega svívirðilegar tengingar, og
þau hugrenningatengsl hljóta að hafa útilokað vísanir í sögunum til ást-
52 Grámagaflím, sama riti, kap. 20, bls. 168–169.
53 Fritzner, OGNS 1, bls. 573–574, ræðir hinar ýmsu merkingar og túlkanir á orðinu
geit.
54 Edda Snorra Sturlusonar, ritstj. Jón Sigurðsson o.fl., 1848–1887, endurpr. osna-
brück: Zeller, 1966, bls. 108.
55 Þetta er skoðun Meulengrachts Sørensen, Norrønt nid, bls. 70. Svipaður þáttur þar
sem línur hafa verið skafnar úr klúru kvæði er í Íslendinga sögu, kap. 38, í Sturlunga
sögu, 1, bls. 230.
KARi ELLEN GAdE