Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Síða 200
199
arsambanda samkynhneigðra.56 Ótti textasmiða við afleiðingar, tilraunir
þeirra til að vegsama fyrri aldir og fastmóta virðulegar ættartölur og fjöl-
skyldutengsl – allt ýtti þetta undir þögn þeirra. Það er aðeins í tengslum
við þætti af rógburði (raunverulegum eða skálduðum) og í þeim bók-
menntum sem eru berlega undir áhrifum frá meginlandinu – til að mynda í
yfirdrifnum fundum konungsins og Sneglu-Halla í Flateyjarbók og í ýktum
frásögnum af lauslæti í Grettisfærslu – sem finna má ófeimnislegar vísanir
til samkynhneigðar.57
Þótt sambönd á milli samkynhneigðra væru til í fornnorrænu samfélagi
voru þau hvorki refsiverð gagnvart kirkjulögum né veraldlegum lögum,
nema í skriftaboðum þar sem þau heyrðu til synda. Ekki er vitað upp að
hvaða marki ákvæðinu í 32. kapítula GulL var framfylgt. Sú staðreynd, að
þeim hluta var ekki haldið eftir í norskum lögum þegar samkynhneigð fer
að varða þunga refsingu á meginlandinu, sýnir að reglugerðin hlýtur að
hafa verið aðskotafyrirbæri í norrænni löggjöf. Þótt engin úrræði væru fest
í norræn lög á miðöldum til að koma í veg fyrir spillingu frjálsra manna,
gefa bókmenntirnar vísbendingu um að slík úrræði hafi ekki þótt óhugs-
andi. Eftirfarandi hluti úr GulL, kapítula 198, talar sínu máli:
… Slican rett a hverr a þrælom sinum sem a ambattar legorðe. At
armannz rette scal bœta ef maðr ofundar mán konongs þat er firi bui
hans vinnr. þræll a baugs helge a ser. ef hann fylgir drotne sinum til
þings. æða til kirkiusoknar æða til oldrhús oc er hann boðrs þingat.
þvi at þar eycst hverium manne rettr at holfo i þeim þrim stœðum
…
Ákvæðið er hluti af þeim kafla sem snertir réttinn til friðþægingar eftir
holdlegt samræði, sem fylgir kaflanum um nauðgun frjálsrar konu (kap.
199). orðið legorð vísar hér til spillingar jafnt karlkyns sem kvenkyns þræla.
Ákvæði um nauðgun í norskum og íslenskum miðaldalögum fjölluðu vana-
56 Boswell, Christianity, bls. 74–77, 122, 157; Vanggaard, bls. 90–97.
57 Snegluhalla þáttr, Flateyjarbók, ritstj. Guðbrandur Vigfússon og C.R. Unger,
Christiania [Ósló]: Malling, 1868, 3, bls. 416 og 427. Grettisfærsla, ritstj. Ólafur
Halldórsson, Opuscula, Bibliotheca Arnamagnæana, 20, Hafniæ [Kaupmanna-
höfn]: Munksgaard, 1960, bls. 49–77. Í „Sex Problems in icelandic Literature“,
Encyclopaedia Sexualis: A Comprehensive Encyclopaedia-Grammar of the Sexual Sciences,
ritstj. Victor Robinson, New york: dingwall-Rock, 1936, ræðir Stefán Einarsson
um meginlandsstrauma í íslenskum fjórtándu aldar bókmenntum (bls. 375).
SAMKyNHNEiGð oG NAUðGUN KARLA