Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 204
203
og maklegt að flokka mannkynið eftir því hvaða kyni menn vilja giftast
eða lifa kynlífi með. Þetta hefur raunar verið gagnrýnt af fræðimönnum
áratugum saman og óþarft að endurtaka alla þá gagnrýni hér.2
Í staðinn mætti spyrja tveggja spurninga: Er rétt að flokka fólk svona
eftir því hvaða maka það kýs sér og verður maður „hinseginfólk“ út af
þessu atriði einu? Trúa menn á að hægt sé að fullyrða að til sé eitthvað sem
heiti kynhneigð og snúist aðeins um kyn þess sem maðurinn þráir?
Í framhaldinu mætti velta fyrir sér hvort hinseginumræðan mætti taka
nýja stefnu, burt frá eðlishyggjunni og hugmyndum um „hinseginfólk“
sem sérstakan hóp manna sem sé öðruvísi en aðrir.
3. Annað vandamál við gönguna er sá úrelti orðaforði sem hún festir í
sessi ár hvert. Þar mætti nefna orðið „samkynhneigð“ fyrst. Eins og áður
sagði er full ástæða til að efast um fyrirbærið „kynhneigð“. Í öðru lagi er
þetta ljótt og leiðinlegt orð sem gefur til kynna að vandamál sé á ferð. Í
fljótu bragði man ég ekki eftir neinu líku orði öðru en „vínhneigð“.
orðið er óþarft vegna þess að það eru til góð og gild orð sem ná yfir
fyrirbærið sem ætlað er að lýsa en eru ekki ættuð úr vandamálaorðræðu.
Þetta má skýra með vísun í brandara úr þeim ágæta gamanþætti Já, ráð-
herra þar sem kynntar voru til sögu „óreglulegar sagnir“ og gátu verið af
ýmsu tagi (dæmið í þættinum var: ég er sjálfstæður í hugsun – þú ert sérvit-
ur – hann er geggjaður). Ein slík „óregluleg sögn“ væri þá: ég elska – þú
elskar – hann er samkynhneigður. En kannski þarf sögnin að elska ekki að
beygjast svona óreglulega, alveg eins og Rómeó og Júlía voru einfaldlega
ástfangin, ekki gagnkynhneigð. Gleðigangan hefur hins vegar ekki verið
í uppreisn gegn þessu orði né öðrum svipuðum orðum heldur veltir sér
þvert á móti upp úr þeim og staðfestir þau þannig – og þar með að ást til
dæmis Jóhönnu og Jónínu sé ekki einfaldlega ást, eins og ást Rómeó og
Júlíu, heldur samkynhneigð eða hinsegin.
Á hinsegindögum festast menn þvert á móti ár eftir ár í þrjátíu ára
gömlu banni frá dögum Andrésar Björnssonar við orðinu „hommi“ í
útvarpinu og það er haft til marks um víðsýni að nota þetta orð sem oftast
eða mest. Samt er fullt af fólki sem orðið hefur verið notað um sem hefur
2 Þar mætti nefna til alla þá póstmódernísku sundurtekt á kyngervum, kynhlutverkum
og kynhneigðum sem finna má í skrifum Eve Kosofsky Sedgwick, Epistemology of the
Closet, Los Angeles: University of California Press, 1990 og Judith Butler, Gender
Trouble: Feminism and the Subversion of Identity, New york: Routledge, 1990 og í
kjölfar þeirra.
jUDY gaRlanD eR löngU DaUÐ