Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 205
204
andúð á því, ekki vegna þess að það sé haldið sjálfshatri heldur vegna þess
að þetta er gamalt eineltis- og hatursorð alveg eins og enska orðið „nigger“
sem menn hafa að vísu fullt leyfi til að nota um sjálfa sig en ekki um aðra.
Það er ekki að ástæðulausu. öll rökin um „nigger“ gilda um „homma“ líka,
þar á meðal sú staðreynd að menn geti áfram notað það sjálfir þó að þeir
kjósi ekki að heyra það úr munni annarra.
Ríkisútvarpið hefur breyst mikið síðan á öndverðum 9. áratugnum og
það getur varla lengur talist nýjasta nýtt að berjast fyrir notkun orðsins
„hommi“, þó að stundum sé engu líkara en fylgjendur gleðigöngunnar telji
það mjög mikilvægt í hverjum ágústmánuði. Væri ekki nær að gleðigangan
snerist frekar um að berjast gegn því að gömul uppnefni séu notuð um þá
sem ekki vilja gegna þeim? Það kann vel að vera að einhverjum finnist það
jákvætt og smellið að gangast einfaldlega við uppnefninu og vissulega er
það ein leið til að ná valdi á orðræðunni. Hitt er fráleitt að það geti verið
gott og göfugt markmið að láta einstaklinga sættast við gömul uppnefni
sem þeir voru áður kúgaðir með.
4. Ýmsar táknmyndir hinsegindaganna eru enn afturhaldssamari en áður-
nefnd orðanotkun, til dæmis hvernig tönnlast er á orðalaginu „að koma út
úr skápnum“ eða „koma úr felum“. Þetta er orðalag sem kynjafræðingar
hafa gagnrýnt áratugum saman en sú gagnrýni virðist ekki hafa náð til
Íslands.3
Það sem er sérstaklega ámælisvert við þetta orðalag er að allri ábyrgð
á fordómum samfélagsins er vísað á einstaklinginn sem fyrir fordómunum
verður. Í íslensku samfélagi ársins 2013 eiga allir von á því að börnin þeirra
verði ekki hommar og lesbíur og sem viðbragð við því eiga hommarnir og
lesbíurnar „að koma úr felum“ eða „út úr skápnum“. Í þessari orðræðu er
ábyrgðin þá sett á einstaklinginn og hann er látinn vera vandamálið; ekki
samfélagið. Hann á að tilkynna fjölskyldu sinni um „kynhneigðina“ svo að
hún geti róleg haldið áfram að gera kröfur um rétta kynhneigð allra sem
ekki hafa sinnt tilkynningarskyldunni.
Ef gleðigöngunni og hinsegindögum hefði fylgt róttæk endurskoðun
væri búið að snúa þessu við. Það er einmitt ekki einstaklingurinn sem
er vandamálið heldur samfélagið með sínar fyrirframvæntingar um hans
3 Sjá m.a. Steven Seidman, Beyond the Closet: The Transformation of Gay and Lesbian
Life, New york: Routledge, 2002; Allen Frantzen, Before the Closet: Same-Sex Love
from Beowulf to Angels in America, Chicago & London: University of Chicago Press,
1998. Þessi gagnrýni á sér vitaskuld rót í gagnrýnni umfjöllun Sedgwick.
áRmann jaKoBsson