Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2013, Page 207
206
Málið er mér nokkuð skylt þar sem ég held að ég sé fyrsti maðurinn sem
gerði tillögu um einmitt þessa lagabreytingu á prenti, aðeins fjórum árum
áður en lögunum var breytt.4 En eins og ég rökstuddi þá snýst málið ekki
um að veita tilteknum hópum ný réttindi heldur um að afnema ónauðsyn-
legar hömlur á hjónabandi. ég sé þessa breytingu sem eðlilegt framhald á
endurskilgreiningu hjónabandsins sem hófst á 19. öld þannig að frelsi til
makavals hefur farið stöðugt vaxandi og hjónaband snýst í auknum mæli
um ást og félagsskap frekar en eingöngu um barneignir.5 Enda er öll gagn-
rýni vestanhafs (hjá Franklin Graham og félögum hans) á þessa nýjung
grundvölluð á eldfornum viðhorfum þar sem hjónaband telst lítils virði ef
barneignir eru ekki mögulegar.
Í illdeilum vestanhafs um frelsi í ástum er „val“ orðið skammaryrði á
vinstrivængnum. Segi maður að fólk hafi „valið“ að lifa sínu ástalífi eftir
eigin höfði er gengið út frá því að maður sé jafnframt að taka undir boð-
skap Franklins Graham um að afhomma skuli alla heimsbyggðina.6 En
hví láta menn þvingast út í eðlishyggju af þessu tagi? Mætti ekki frekar
segja sem svo: það er staðreynd að með frjálsum ástum og auknu vali eykst
fjölbreytni í makavali og kynlífi? Sú staðreynd að hjónaband með næstum
öllum Íslendingum er nú orðið möguleiki fyrir næstum alla Íslendinga
gæti þannig leitt til þess að fleiri veldu að giftast aðila af sama kyni. En
hvað mælir gegn því? Af hverju er það skyndilega orðið eina vörnin gegn
þeim sem vinda ofan af öllu frelsi seinustu tveggja alda í hjúskap og maka-
vali að láta eins og fólk eigi ekkert val um sitt líf?
Með nýjum hjúskaparlögum var frelsi allra Íslendinga aukið, ekki
aðeins sumra. Einmitt þess vegna eru þau byltingarkennd. En það heyrist
fátt um þetta á hinsegindögum; þar er áherslan á að þetta hafi aðeins verið
gert fyrir einn hóp. Er þetta ekki annað dæmi um óþarfa og tilefnislausa
hópaskiptingu? Er ekki betra að líta svo á að hjúskaparlögin hafi verið
breyting í þágu alls samfélagsins?
4 „Hvað er hjónaband?“, Múrinn 16. mars 2006, endurpr. í Múrbrot: Róttæk samfélags-
rýni fyrir byrjendur og lengra komna, Reykjavík: ormstunga, 2008, bls. 179–181.
5 „Hver er hræddur við frjálsar ástir“, Múrinn 16. febrúar 2007, endurpr. Múrbrot,
bls. 181–184.
6 Þessar ímynduðu andstæður eru til umræðu hjá kynjafræðingnum Jane Ward
(ejaneward): „No one is Born Gay (or Straight): Here Are 5 Reasons Why“, Social
(In)Queery (socialinqueery.com) 18. mars 2013; „Some Clarifications on No one
is Born Gay“, Social (In)Queery 31. okt. 2013.
áRmann jaKoBsson