Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 9
8 PENINGAMÁL 2002/4 Bretlandi, Frakklandi og nokkrum smærri Evrópu- löndum sem mildaði samdráttinn í efnahagslífinu á sl. ári. Batinn í iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna og Evrópu virðist hafa stöðvast í bili síðla sumars, en í Asíu hefur batinn verið öflugri. Víða í Rómönsku Ameríku ríkir alvarleg efnahagskreppa. Verði framhald á þeirri þróun sem einkennt hefur undanfarna mánuði gæti það haft neikvæð áhrif á ytri skilyrði íslenska þjóðarbúsins. Útflutningur Íslands samanstendur að verulegum hluta af matvælum til einkaneyslu. Vegna þess að einkaneyslan hélt áfram að vaxa í mörgum helstu viðskiptalöndum Íslands, þrátt fyrir ýmsar sviptingar, í fremur mildri efna- hagslægð sem gekk yfir heimsbyggðina á sl. ári hafði afturkippurinn lítil áhrif á verðlag íslenskra útflutn- ingsafurða. Verði samdráttur í einkaneyslu, eða hægi umtalsvert á vextinum, gætu áhrifin orðið meiri og e.t.v. má greina einhver merki þess í nýlegri verð- þróun sjávarafurða. Horfur um verð á áli eru með lakara móti og spáir CRU Group Int. að álverð lækki um 10% á næsta ári eftir 7% lækkun í ár. Einkum gæti viðskiptakjörum hrakað ef ófriður við Persaflóa leiddi til verulegrar hækkunar á olíuverði að auki. Því má segja að ákveðnar almennar vísbendingar um óhagstæða þróun viðskiptakjara blasi við. Markaðir hafa þó verið tiltölulega líflegir í mörgum helstu við- skiptalöndum Íslands, t.d. Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Norðurlöndum, þótt heldur hafi dregið úr einkaneyslu og framvirkar vísbendingar séu fremur neikvæðar. Þess ber að gæta að verð á helstu útflutningsafurðum Íslands ræðst ekki síður af sveiflum í framboði á alþjóðamarkaði en eftirspurn. Samband eftirspurnar og verðlags er því ekki einhlítt. Auk hagstæðrar þróunar einkaneyslu í flestum helstu viðskiptalöndunum studdi kreppan í evrópskum landbúnaði í fyrra og niðurskurður aflaheimilda í Norðursjó við verðlag sjávarafurða. Góð aflabrögð og hátt verð sjávarafurða hafa skap- að ákjósanleg skilyrði í sjávarútvegi Aflabrögð hafa verið góð það sem af er þessu ári. Heildaraflinn fyrstu níu mánuði ársins var u.þ.b. 10% meiri en á sama tíma í fyrra. Mest jókst rækju- og skelfiskaflinn, eða um næstum 20%, uppsjávarafli jókst um 11% og botnfiskaflinn um 4%. Verð á sjávarafurðum er enn gott, þótt nokkuð hafi slegið í bakseglin á haustmánuðum. Ekki er ljóst hvort nýleg lækkun á verði sjávarafurða gæti verið fyrirboði óhagstæðari þróunar en undanfarin ár, t.d. í tengslum við veikari einkaneyslu í viðskiptalöndunum. Verð á saltfiski lækkaði töluvert um miðbik ársins en virðist heldur hafa hækkað á ný sl. vikur. Tregðu á mörk- uðum í Bandaríkjunum og Evrópu má að nokkru rekja til þess að verð á íslenskum fiskafurðum var orðið mjög hátt samanborið við aðrar matvörur, sem gerir eftirspurn viðkvæmari en ella fyrir lægð í þjóð- arbúskap viðskiptalandanna. Meðal útflutnings- fyrirtækja virðist þó ríkja nokkur bjartsýni um að verð sjávarafurða muni í aðalatriðum haldast í svip- uðu horfi og verið hefur. Það sem af er árinu hefur meðalverð sjávarafurða að jafnaði verið u.þ.b. 4% hærra en á liðnu ári. Verðmæti útflutnings sjávarafurða á fyrstu níu mánuðum þessa árs var tæplega 13% meira en á sama tíma í fyrra en um 7,3% af því skýrist af magn- aukningu og tæplega 5,2% af hærra verði. Góð 2000 | 2001 | 2002 40 50 60 70 80 90 100 110 3. janúar 2000=100 Hlutabréfavísitölur erlendis Daglegar tölur 3. janúar 2000 - 31. október 2002 Heimild: EcoWin. Mynd 6 Japan (Nikkei 225) Bandaríkin (S&P 500) Evrópa (FTSE Eurotop 300) 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 0 5 10 -5 -10 -15 -20 -25 -30 -35 -40 Hreinn mismunur 45 55 65 75 85 95 105 115 125 135 145 1995=100 Viðhorfsvísitölur heimila Bandaríkin (hægri ás) Evrusvæðið (vinstri ás) Janúar 1990 - október 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.