Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 24
að heildarkostnaður vegna orkuöflunar og álvers- framkvæmda gæti numið um 250 ma.kr. Þar af er fjárfestingakostnaður við orkuöflun 135 ma.kr. og stóriðjuframkvæmdir um 115 ma.kr. Samkvæmt síðustu áætlunum framkvæmdaaðila er búist við því að framkvæmdir muni dreifast á fimm ára tímabil eða árabilið 2003-2007. Í síðasta hefti Peningamála kom fram að Seðla- bankinn áætlaði að birta mat á efnahagslegum áhrif- um þessara framkvæmda og mögulegum við- brögðum peningastefnunnar við þeim í þessu riti. Nægilegar upplýsingar lágu ekki fyrir í tíma til að það væri mögulegt. Bankinn mun framkvæma þetta mat jafnskjótt og forsendur eru til þess og mun það líklega birtast í næsta hefti Peningamála. Það er hins vegar ljóst miðað við mat bankans á efnahagshorfum næstu tveggja ára að framleiðsluslaki verður tiltölulega lítill í þjóðarbúskapnum á næstu tveimur árum. Svo umfangsmikið verkefni sem þessar fram- kvæmdir eru myndu því hafa allnokkur þensluáhrif og óhjákvæmilega kalla á viðbrögð peningastefn- unnar til að tryggja framgang verðbólgumark- miðsins. Erfitt er að segja til um hversu mikil þau yrðu fyrr en betri upplýsingar um framkvæmdar- áætlunina liggja fyrir, þótt endanleg viðbrögð muni aldrei verða ljós fyrr en að þeim tíma kemur að Seðlabankinn tekur viðeigandi ákvarðanir. Framleiðsluspenna Framleiðsla nálægt framleiðslugetu í ár og á næsta ári Útlit er fyrir að framleiðsluspenna verði lítil í ár, eða u.þ.b. ½% og óverulegur slaki á næstu tveimur árum. Verg landsframleiðsla virðist því vera mjög nálægt framleiðslugetu þjóðarbúsins á spátímabilinu (sjá mynd). Hafa verður í huga að mat á samtíma fram- leiðsluspennu eða fram í tímann er háð töluverðri óvissu. Þessi óvissa tengist bæði því að framleiðslu- spenna er ekki mælanleg með beinum hætti og að mat á henni er byggt á spá um undirliggjandi þróun framleiðsluþátta í þjóðarbúskapnum. Rétt er einnig að geta þess að á sl. og yfirstand- andi ári hefur verið afar mikill munur á vexti þjóðar- útgjalda og landsframleiðslu. Þjóðarútgjöld hafa dregist harkalega saman, en jákvæð utanríkisvið- skipti haldið hagvexti jákvæðum. Þetta torveldar túlkun framleiðsluspennu eins og hún er metin hér, því ein helsta ástæða þess að landsframleiðslan hefur haldið áfram að vaxa er mikill samdráttur innflutn- ings sem gæti borið vott um mun veikari innlenda eftirspurn en vöxtur landsframleiðslu gefur til kynna. Hins vegar kann það einnig að fela í sér að eftirspurn sé að færast frá útlöndum og inn í landið, sem vissu- lega leiðir til þess að slakinn verður minni en ella. Mat Seðlabankans á framleiðsluspennu keimlíkt mati fjármálaráðuneytisins Ef gengið er út frá þjóðhagsspánni sem fjármálaráðu- neytið birti á haustdögum við útreikning á fram- leiðsluspennunni verður myndin mjög svipuð því sem hér er sýnt, en þó mælist heldur meiri slaki 2003. Verðbólguspáin sem birt var í ágúst miðaðist við að slaki í hagkerfinu á árunum 2003-4 yrði heldur meiri en nú er reiknað með. Að hluta til endurspeglar endurmat bankans nýjar upplýsingar um hagvöxt það sem liðið er af árinu og breyttar hagvaxtar- og atvinnuhorfur næstu ára en einnig endurmat Hagstof- unnar á sögulegum hagtölum og nýjar aðferðir við mat á einkaneyslu. Verðbólguhorfur Helstu verðforsendur verðbólguspár breytast lítið Eins og áður er verðbólguspá Seðlabankans byggð á þeirri forsendu að peningastefnunni sé haldið óbreyttri út spátímabilið, þ.e.a.s. að stýrivextir bankans séu óbreyttir. Að sama skapi er gert ráð fyrir því að gengi krónunnar sé óbreytt frá spádegi. Miðað er við vísitölu gengisskráningar þann 24. október sl., en þá var hún 130,6 stig. Eins og kemur fram í með- PENINGAMÁL 2002/4 23 Mynd 18 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 0 1 2 3 4 -1 -2 -3 -4 -5 % af VLF Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1990-2004 Heimild: Seðlabanki Íslands. Spá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.