Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 72

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 72
a) Æskilegt væri að skilgreina eðli og umgjörð upp- gjörskerfisins nánar en gert er í fyrrnefndu sam- komulagi frá árinu 2000. Skýra þyrfti hlutverk og ábyrgð þeirra stofnana sem koma að rekstri kerfisins og þeirra sem njóta þjónustu þess. b) Skýra þyrfti þær reglur sem gilda um uppgjörs- kerfið. Til greina kemur að Seðlabankinn nýti heimild í nýjum lögum um bankann til að setja almennar, opinberar grunnreglur um kerfið.17 c) Koma þarf á áhættustýringu og tryggingum vegna uppgjörs greiðslufyrirmæla. Af hálfu Seðlabanka Íslands hefur að undanförnu verið unnið að setningu krafna um að lánastofnanir leggi fram tryggingar fyrir uppgjöri á greiðslu- skuldbindingum innan umsaminna hámarksheim- ilda í greiðslukerfum.18 Slíkar tryggingar verða annað hvort í formi verðbréfa eða í formi bindi- fjár sem lagt er inn á sérstakan, lokaðan bindi- reikning.19 Lánastofnanir munu hafa val um hvorn flokk trygginga þær kjósa. Auk þessara trygginga er gert ráð fyrir að lánastofnanir noti lausafjárstýringu til að mæta sérstökum sveiflum í greiðslustöðu í kerfunum. Rætt hefur verið um að Seðlabankinn auðveldi þessa lausafjárstýringu með því að heimila lánastofnunum að nýta bindi- fé á almennum bindireikningum á opnunartíma stórgreiðslukerfisins og með því að hafa daglána- og millibankamarkaði opna á sama tíma. Gera má ráð fyrir að þessi tilhögun gangi í gildi á árinu 2003. d) Æskilegt væri að Seðlabankinn kanni fyrr í upp- gjörsferlinu hvort allar forsendur greiðsluupp- gjörs séu fyrir hendi og láti reikningsstofnanir vita ef svo er ekki. e) Æskilegt væri að flýta sendingu greiðslufyrir- mæla Verðbréfaskráningar til RB og Seðlabank- ans. Með því að tilkynna reikningsstofnunum um stöðu þeirra úr verðbréfaviðskiptum gæti Seðla- bankinn auðveldað þeim að bregðast við ef greiðslufjárhæðir eru umfram umsamdar heim- ildir í greiðslukerfi. Reikningsstofnanirnar gætu þá nýtt sér markaði til að afla lauss fjár á sama degi og verðbréfaviðskiptin eiga sér stað og undirbúa þannig uppgjör morguninn eftir. f) Sérstök jöfnun á greiðslufyrirmælum sem berast frá Verðbréfaskráningu myndi auðvelda mjög yfirsýn og eftirlit Seðlabankans svo og vinnslu fyrirmælanna við uppgjör. g) Aðgangur lánastofnana að millibankamarkaði og daglánum fram til þess tíma sem úrvinnslu greiðslufyrirmæla er lokið myndi efla öryggi og hagkvæmni kerfisins. h) Uppgjörskerfið gerir ráð fyrir að uppfyllt sé skil- yrðið um að verðbréf séu eingöngu afhent gegn greiðslu. Þetta skilyrði, sem auðkennt er DvP (e. delivery versus payment), merkir að afhending verðbréfa er tengd greiðslu peninga með þeim hætti að verðbréfin eru því einungis afhent að greiðsla eigi sér stað. Fullt samræmi við þetta skilyrði myndi nást ef upplýsingaskipti milli Seðlabanka og Verðbréfaskráningar yrðu efld þannig að Verðbréfaskráning fengi sérstaka stað- festingu á að forsendur afhendingar verðbréfa væru fyrir hendi. i) Uppgjör greiðslufyrirmæla fer nú fram bæði í jöfnunarkerfi FGM hf. og stórgreiðslukerfi Seðla- bankans. Öll greiðslufyrirmæli undir 25 m.kr. fara um jöfnunarkerfið. Í því kerfi teljast greiðslufyrirmæli komin til greiðslukerfisins þegar kerfið hefur staðfest móttöku þeirra með sannanlegum hætti gagnvart þeim þátttakanda sem fyrirmælin gaf. Kerfið gerir því ráð fyrir efndalokum innan dags (e. intraday finality). Uppgjör í kerfinu fer hins vegar fram kl. 17:00, þ.e. um 8 klst. eftir að verðbréf voru afhent í verðbréfauppgjörskerfinu. Mikilvægt er því að hætta að afgreiða greiðslufyrirmæli vegna verð- bréfaviðskipta í jöfnunarkerfi FGM hf. og fram- kvæma allt uppgjör í gegnum stórgreiðslukerfið, án tillits til fjárhæðar. Meðhöndla þyrfti sérstak- lega uppgjör greiðslufyrirmæla vegna verðbréfa- viðskipta. j) Þörf er á að tímasetja nákvæmlega einstaka þætti í uppgjörsferlinu. k) Þróa þarf eftirlit Seðlabanka Íslands með kerfinu í samvinnu við Verðbréfaskráningu, RB og Fjár- málaeftirlitið. l) Þróa þarf viðbúnaðaráætlun fyrir kerfið. PENINGAMÁL 2002/4 71 17. Sjá 38. gr., sbr. 4. gr., laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. 18. Hallgrímur Ásgeirsson: Þróun greiðslu- og uppgjörskerfa, bls. 75-78. 19. Sjá 9. gr. reglna nr. 388/2002 um bindiskyldu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.