Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 18
stæðari þróun en íslensku hlutabréfavísitölurnar að undanförnu. Því er eðlilegt að spurt sé hvað valdi. Að mörgu leyti virðist unnt að skýra velgengni á innlendum hlutabréfamörkuðum með góðri arðsemi skráðra innlendra fyrirtækja og bjartsýni um áfram- haldandi vöxt þeirra. Framlegð hefur verið góð eða aukist á milli ára í flestum greinum og hagnaður eftir skatta hefur margfaldast. Samkvæmt spám fjármála- fyrirtækja eru horfur á að hreinn hagnaður skráðra fyrirtækja fjór- til fimmfaldist milli áranna 2001 og 2002. Mikilvægt er hins vegar að gera sér grein fyrir því að íslenski hlutabréfamarkaðurinn er einhæfari og öðruvísi samsettur en erlendir hlutabréfamarkaðir. Úrvalsvísitala samanstendur að u.þ.b. ¾ af þrenns konar fyrirtækjum, þ.e.a.s. fjármálafyrirtækjum, sem hafa tæplega helmings vægi í vísitölunni, sjávar- útvegsfyrirtækjum og lyfjafyrirtækjum. Meðal þeirra hlutabréfa sem hafa dregið erlendar hlutabréfa- vísitölur hvað mest niður eru hlutabréf fyrirtækja á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni. Vegna þess að ekki tókst að einkavæða Landssíma Íslands hf. á þeim tíma sem áformað var vó þessi geiri ekki þungt í íslensku vísitölunum þegar verðfall hátækni- hlutabréfa var sem mest. Vel hefur gengið hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum að undanförnu, ólíkt því sem á við víða erlendis. Það má rekja til þess að þeim hefur tekist að halda uppi góðri arðsemi, meðal annars vegna þess að hærra hlutfall verðtryggðra eigna en skulda varð til þess að bankarnir högnuðust á aukinni verðbólgu á síðasta ári. Þá hafa vaxtatekjur aukist, verulegur söluhagnaður vegna eignasölu myndast svo og gengismunur af annarri fjármála- starfsemi en hefðbundinni bankastarfsemi. Hjá fjár- málafyrirtækjum er sennilega enn talsvert um van- nýtta möguleika til hagræðingar, hvort heldur með stækkun, markaðssókn til útlanda, samruna eða niðurskurði á kostnaði. Ekki eru síður uppi væntingar um aukna arðsemi fyrir tilstilli hagræðingar og samruna fyrirtækja á öðrum sviðum. Verð lyfjafyrirtækja hefur t.d. stór- hækkað vegna mikillar aukningar í útflutningi samheitalyfja, samruna innanlands og velheppnaðrar fjárfestingar erlendis. Greinilega er reiknað með góðum sóknarfærum hjá fyrirtækjum í útflutningi. Sjávarútvegur hefur búið við einstaklega góða fram- legð, vegna jákvæðra gengisáhrifa og hagstæðs afurðaverðs á erlendum mörkuðum. Þar eru einnig miklir möguleikar á hagræðingu og vexti með sam- einingu, samruna og yfirtöku fyrirtækja, sem gefur öflugustu fyrirtækjunum sem skráð eru á hlutabréfa- markaði vaxtarmöguleika langt umfram greinina í heild. Staða sumra annarra skráðra fyrirtækja er ekki jafngóð. Þær greinar sem helst hafa átt í erfiðleikum að undanförnu, þ.e.a.s. samgöngu- og samskipta- tæknifyrirtæki, hafa þó heldur verið að rétta úr kútnum. Þótt verð íslenskra hlutabréfa hafi ekki fylgt verðlækkun erlendis eftir eru V/H-hlutföll á Íslandi lægri en víðast hvar erlendis, ef miðað er við hagnað undanfarið ár. V/H-hlutföll reiknuð á grundvelli sögulegra gagna geta þó ekki gefið endanleg svör um hvort verðlagning hlutabréfa er hæfileg eða ekki. Það sem skiptir máli er hvort verðlagning er hæfileg miðað við raunsæjar væntingar um hagnað til lengri tíma. Um hann ríkir ævinlega mikil óvissa. Að einhverju leyti kann verðhækkunin að undan- förnu að vera knúin af eftirspurn, t.d. frá lífeyrissjóð- unum. Minnkandi ávöxtun á skammtímapeninga- eignum, sem fjárfestar hafa leitað í á tímum óvissu, og óhagstæð þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum kann að hafa aukið áhuga innlendra fjárfesta á innlendum hlutabréfum. Lítil sem engin bein tengsl eru hins vegar á milli íslenska hlutabréfamarkaðarins og erlendra markaða, t.d. í gegnum starfsemi fjöl- þjóðlegra fyrirtækja. Líkur á að hræringar á erlend- um mörkuðum smiti íslenska markaðinn eru því minni en ella. Að hluta kann hækkun hlutabréfaverðs að undanförnu einnig að stafa af lækkun skuldabréfa- PENINGAMÁL 2002/4 17 Ísland Sví- þjóð Finn- land Bret land Þýska- land Frakk- land Evru- svæðið Banda- ríkin 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 110 120 Hlutfall V/H-hlutföll á Íslandi og erlendis Miðað við hagnað sl. fjóra ársfjórðunga skv. uppgjörum Heimild: Bloomberg, EcoWin, Kauphöll Íslands. Mynd 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.