Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 68

Peningamál - 01.11.2002, Blaðsíða 68
Vinna stofnana ESB á sviði verðbréfauppgjörsmála Hagkvæm og örugg greiðslukerfi og uppgjörskerfi eru afar mikilvæg fyrir einsleitni og skilvirkni innra markaðar Evrópusambandsins. Stofnanir ESB hafa því beitt sér fyrir þróun á þessu sviði. Nokkur árang- ur hefur náðst í að samræma reglur á sviði greiðslu- miðlunar og greiðslukerfa í Evrópu.6 Viðfangsefnin að því er varðar verðbréfauppgjörskerfi eru að sumu leyti svipaðs eðlis og varðandi greiðslukerfin þótt fyrrnefndu kerfin séu í eðli sínu flóknari en þau síðarnefndu. Það eru einkum Framkvæmdastjórnin og Evrópski seðlabankinn sem hafa unnið að þróun þessara mála. Markmið stofnana ESB með vinnu við þróun verðbréfauppgjörskerfa eru einkum að efla samruna og virkni fjármálamarkaða í Evrópu, draga úr kostnaði og óhagkvæmni við verðbréfauppgjör milli ríkja ESB og auka alþjóðlega samkeppnishæfni evrópskra verðbréfamarkaða. Vinnan við samræm- ingu verðbréfauppgjörskerfa er þó enn skammt á veg komin. Að því er löggjöf á þessu sviði varðar má helst nefna að þann 6. júní 2002 var samþykkt tilskipun nr. 2002/47/EB um fjármálaveð.7 Tilskipun þessi verður væntanlega tekin inn í viðauka IX við EES-samninginn. Í svonefndri Lamfalussy-skýrslu, sem gefin var út í febrúar 2001,8 var talið að hagkvæmari tilhögun við uppgjör verðbréfa væri forsenda árangurs í sam- ræmingu verðbréfamarkaða í Evrópu.9 Í skýrslu svo- nefnds Giovannini-hóps, sem gefin var út í nóvember 2001, er gerð grein fyrir fyrirkomulagi verðbréfaupp- gjörs milli ríkja ESB.10 Fram kemur í skýrslunni að afar ólík tilhögun verðbréfauppgjörs í einstökum ríkjum sambandsins geri uppgjör á milli verðbréfa- markaða í Evrópu flókið, kostnaðarsamt, tímafrekt og áhættusamt. Í skýrslunni eru tilgreindar 15 ástæður fyrir því hvers vegna uppgjör milli ríkja er erfiðara en uppgjör í hverju ríki fyrir sig. Þessum hindrunum er skipað í þrjá meginflokka, þ.e. tækni- kröfur/markaðsframkvæmd (10 atriði), skattafram- kvæmd (2 atriði) og réttaröryggi (3 atriði). Gerð er grein fyrir því hvort heppilegra sé að fást við þessar hindranir af hálfu markaðsaðila eða opinberra aðila. Að því er fyrsta flokkinn varðar er talið æskilegt að PENINGAMÁL 2002/4 67 Önnur atriði 13. Stjórnunarhættir Stjórnunarhættir í verðbréfamiðstöðvum og hjá milli- gönguaðilum ættu að uppfylla kröfur um vernd almanna- hagsmuna og styðja hagsmuni eigenda og notenda. 14. Aðgangur Verðbréfamiðstöðvar og milligönguaðilar ættu að skil- greina með hlutlægum hætti og birta opinberlega skilyrði fyrir þátttöku í kerfinu sem heimili sanngjarnan og opinn aðgang. 15. Skilvirkni Auk þess að tryggja rekstraröryggi ættu verðbréfa- uppgjörskerfi að uppfylla þarfir þátttakenda á hagkvæman hátt og gegn eðlilegri greiðslu. 16. Boðskiptaferlar og staðlar Verðbréfauppgjörskerfi ættu að nota viðeigandi alþjóð- lega boðskiptaferla og staðla til þess að auðvelda skilvirkt uppgjör verðbréfaviðskipta milli landa. 17. Gegnsæi Verðbréfamiðstöðvar og milligönguaðilar ættu að veita markaðsaðilum nægjanlegar upplýsingar til að greina ná- kvæmlega tegundir áhættu og kostnað við að nýta sér þjónustu þeirra. 18. Setning reglna og eftirlit Verðbréfauppgjörskerfi ættu að lúta gegnsæju og hag- kvæmu reglukerfi og eftirliti. Seðlabankar og verðbréfa- eftirlitsyfirvöld ættu að vinna saman og með öðrum við- eigandi yfirvöldum. 19. Áhættuþættir í tengslum við verðbréfaviðskipti milli landa. Verðbréfamiðstöðvar sem koma á tengingum til að gera upp verðbréfaviðskipti milli landa ættu að hanna og reka slíkar tengingar með þeim hætti að dregið sé verulega úr áhættuþáttum sem myndast vegna uppgjörs slíkra við- skipta. 7. Á ensku: Directive 2002/47/EC of the European Parliament and of the Council of 6 June 2002 on financial collateral arrangements. 8. Á ensku: Lamfalussy Report: Final Report of the Committee of Wise Men on the Regulation of European Securities Markets, febrúar 2001. 9. Lamfalussy Report, bls. 16-17. 10. Á ensku: The Giovannini Group: Cross-Border Clearing and Settle- ment Arrangements in the European Union, nóvember 2001. 6. Hallgrímur Ásgeirsson: Greiðslumiðlun á Evrópska efnahagssvæðinu, bls. 66-76.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.