Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 7

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 7
innan þess tímabils. Verðbólguálag hækkaði nokkuð frá haustmánuðum til ársbyrjunar 2004, þegar þriggja ára verðbólguálag fór í 3%, lækkaði því næst talsvert og varð allt að 1 prósentu lægra þegar það var lægst fyrri hluta febrúarmánaðar. Verðbólguvæntingar almennings hafa einnig lítið breyst. Samkvæmt könnun sem gerð var í febrúar gerðu svarendur að meðaltali ráð fyrir 3,3% verð- bólgu, sem er ómarktækt meiri verðbólga en í könnun sem gerð var í október. Almenningur gerir að jafnaði ráð fyrir nokkru meiri verðbólgu en spáð er eða markaðsaðilar vænta. Einnig gætir tilhneigingar hjá almenningi til að meta liðna verðbólgu nokkru meiri en sem nemur hækkun vísitölu neysluverðs og töldu svarendur verðbólguna hafa verið 3% undanfarna tólf mánuði. Framleiðsla og eftirspurn Hagvöxtur á sl. ári var ekki borinn uppi af hagstæð- um ytri skilyrðum eða útflutningsvexti. Þvert á móti ríkti stöðnun í útflutningi og vöruútflutningur dróst saman um 1%. Sjávarafli dróst saman, einkum upp- sjávarafli, og útflutningsverðlag sjávarafurða lækk- aði um 5½% að meðaltali. Álframleiðsla var í stórum dráttum óbreytt á milli ára, en álverð hækkaði nokkuð á árinu, eftir nokkurra ára lægð. Útflutningur annarrar iðnaðarvöru en áls og kísiljárns dróst veru- lega saman, eða um tæplega 8%, en verulegur vöxtur hefur verið á því sviði undanfarin ár. Sjávarafli glæddist heldur undir lok sl. árs og kom það fram í heldur meiri útflutningi síðustu mánuði ársins en á sama tíma árið áður, en í byrjun þessa árs hefur upp- sjávarafli verið slakur. Hagvöxtur á sl. ári skýrist fyrst og fremst af veru- legum vexti þjóðarútgjalda. Þjóðhagsreikningar fyrir árið allt liggja ekki fyrir, en fyrstu þrjá fjórðungana nam vöxtur landsframleiðslu rúmlega 3%. Vöxtur fjármunamyndunar jókst verulega á þriðja fjórðungi ársins. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var verulega neikvætt á öðrum og þriðja ársfjórðungi, viðskiptahallinn jókst verulega og innflutningur hraðar en hann hefur gert frá árinu 1998. Einkaneysla á þriðja ársfjórðungi jókst um 6½% frá fyrra ári samkvæmt þjóðhagsreikningum. Þótt vöxturinn væri aðeins minni en ársfjórðunginn á und- an var hann þó öllu meiri en Seðlabankinn hafði reiknað með síðari hluta ársins. Til þess að nóv- emberspáin gengi eftir þyrfti vöxtur einkaneyslu á síðasta fjórðungi ársins að fara niður í 3½%, en það virðist ósennilegt í ljósi mikillar veltu og innflutnings sem þá var. Fjármunamyndun á þriðja ársfjórðungi var áætluð 27% meiri en á sama tíma árið 2002. Endurspeglar það mikinn innflutning fjárfestingarvöru í ársfjórð- ungnum, en einnig litla fjármunamyndun á sama tíma í fyrra, þegar hún náði lágmarki, eins og sést á með- fylgjandi mynd. Greinilegt er að fjárfesting var van- metin í spá Seðlabankans í nóvember. Á það að öllum líkindum við um fjárfestingu atvinnuvega, hins opin- bera og í íbúðarhúsnæði, en ársfjórðungslegir þjóð- hagsreikningar sem fyrir liggja greina ekki þar á milli. 6 PENINGAMÁL 2004/1 Tafla 1 Þjóðhagsstærðir á fyrsta, öðrum og þriðja ársfjórðungi 2003 Spá Seðlabanka Magnbreyting frá 1. - 3. fyrir fyrra ári (%) 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. ársfj. 20031 Verg landsframleiðsla ... 3,0 2,9 3,2 3,1 2 Þjóðarútgjöld ................ 1,5 9,3 9,3 6,8 5¼ Einkaneysla ................... 5,2 7,2 6,5 6,3 5½ Samneysla ..................... 4,0 4,7 3,8 4,2 3½ Fjármunamyndun .........-10,0 17,2 26,9 10,4 6¾ Útflutningur................... 4,8 -5,2 1,0 0,1 0 Innflutningur ................ 0,7 10,5 15,8 9,3 8½ Hlutfall af landsframleiðslu Viðskipta- jöfnuður (%).................. -1,3 -8,6 -6,2 -5,4 -3½ 1. Spá í nóvember 2003. Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 4 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 5 10 15 20 -5 -10 -15 -20 % Vöxtur einkaneyslu og innfluttrar neysluvöru 1996-20031 1. Vöxtur einkaneyslu 2003 skv. spá Seðlabankans í mars 2004. Heimild: Hagstofa Íslands. Innflutningur neysluvöru Einkaneysla Magnbreyting frá fyrra ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.