Peningamál - 01.03.2004, Blaðsíða 9
sem sýnir samband lausra starfa (lóðrétti ásinn á
myndinni) og atvinnuleysis (lárétti ásinn) yfir tíma.
Myndin sýnir að árið 2003 jókst bæði framboð starfa
og atvinnuleysi, en ef um hagsveiflutengda breytingu
vinnuaflseftirspurnar væri að ræða ætti atvinnuleysi
og fjöldi starfa að hreyfast í gagnstæðar áttir. Þróun
Beveridge-kúrfunnar á sl. ári má túlka sem svo að
„misræmi“ hafi verið á milli framboðs og eftirspurn-
ar, þ.e.a.s. að störf í boði hafi ekki hentað hinum at-
vinnulausu.
Misræmið er skiljanlegt þegar litið er á samsetn-
ingu atvinnuleysisins. Atvinnuleysi á höfuðborgar-
svæðinu hefur verið nokkru meira en á landsbyggð-
inni, að Suðurnesjum undanskildum. Þau störf sem í
boði voru hafa því ekki verið þar sem atvinnuleysi er
mest. Árið 2003 bjuggu um 70% atvinnulausra á
höfuðborgarsvæðinu en einungis 30% lausra starfa
voru þar. Í janúar hafði misvægið aukist enn frekar og
aðeins fjórðungur lausra starfa var á höfuðborgar-
svæðinu, en mest fjölgaði lausum störfum á Austur-
landi. Stóriðja og önnur verkefni á síðasta ári virðast
einna helst hafa skapað störf á landsbyggðinni, og
líklega af því tagi sem hæfir áhuga, menntun og
reynslu karla fremur en kvenna. Atvinnuleysi var
mest á suðvesturhorni landsins og meira meðal
kvenna en karla.
Aukin vinnuaflseftirspurn kemur einnig í vaxandi
mæli fram í veitingu nýrra atvinnuleyfa. Á móti hef-
ur reyndar dregið nokkuð úr framlengingu leyfa, en
það skýrist að hluta af því að smám saman fjölgar
þeim útlendingum sem til landsins komu á undan-
förnum árum og fengið hafa varanlegt atvinnuleyfi.
Þótt ný atvinnuleyfi hafi að undanförnu verið 50-
60% fleiri en fyrir ári, hafa þau þó til þessa verið tölu-
vert færri en á árunum 2000 og 2001.
Laun hækkuðu aðeins hjá hluta vinnumarkaðarins
í ársbyrjun 2004. Af þeim sökum dró úr árshækkun
launa skv. launavísitölu, sem í janúar var 3,3% hærri
en fyrir ári. Verði kjarasamningar milli Samtaka at-
vinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og Flóabanda-
lagsins, sem undirritaðir voru 7. mars sl., samþykktir
í stéttarfélögunum munu almenn laun félagsmanna
hækka um 3,25% við gildistöku og launakostnaður
alls um 4,3%. Einstökum atriðum kjarasamningsins
er lýst nánar í rammagrein 1. Alls mun launakostn-
aður hækka um 15% á samningstímanum, sem er
fjögur ár. Það samsvarar um 3½% hækkun launa-
kostnaðar á ári. Miðað við að yfirleitt bætist við
1-1½% í meðalári vegna launaskriðs og annars má
gera ráð fyrir að þessar hækkanir feli í sér um 4½-5%
hækkun. Miðað við að framleiðniaukning sé að
jafnaði um 1½% á ári og alþjóðleg verðbólga heldur
lægri en verðbólgumarkmið Seðlabankans má ætla
að um 4½% hækkun launakostnaðar sé í góðu sam-
ræmi við verðbólgumarkmiðið, þó kannski í efri
mörkum þess. Það stafar hins vegar aðallega af meiri
hækkun í upphafi og á seinni hluta tímabilsins eru
umsamdar launahækkanir í mjög góðu samræmi við
verðbólgumarkmið bankans. Varðandi upphafshækk-
unina þarf að hafa í huga að framleiðniþróun virðist
hafa verið mjög mikil á síðasta ári, sbr. umfjöllun á
bls. 15 og að í kjarasamningnum eru ákvæði sem
skapa möguleika á sveigjanlegri vinnutíma og auk-
inni hagræðingu sem gætu stuðlað að meiri fram-
leiðniaukningu og lækkun launakostnaðar frá því
sem ella hefði orðið. Á heildina litið er samningurinn
þannig í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans, enda er það ein af forsendum hans. Það stuðlar
einnig að stöðugleika að samningurinn er til langs
tíma og erfiðara er að segja honum upp á miðju tíma-
bili heldur en t.d. var um síðasta samning. Reikna má
með að þessir kjarasamningar leggi línurnar fyrir
væntanlega kjarasamninga við önnur stéttarfélög.
Verði hækkun launakostnaðar meiri en hér er reiknað
með, t.d. vegna þess að kjarasamningar annarra auka
við hann, þá verða þær komnar upp fyrir það sem
samrýmist verðbólgumarkmiði bankans.
8 PENINGAMÁL 2004/1
3 mánaða hreyfanlegt meðaltal
1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 |
0
200
400
600
800
Fjöldi
0
40
80
120
160
200
240
-40
-80
12 mán. breyting (%)
Fjöldi lausra starfa hjá vinnumiðlunum 1996-2004
Mynd 7
Heimild: Vinnumálastofnun.
Fjöldi (vinstri ás)
12 mán. breyting
(hægri ás)