Peningamál - 01.03.2004, Side 11

Peningamál - 01.03.2004, Side 11
Fjármálamarkaðir Frá októberlokum hefur ástand á fjármálamörkuðum einkennst af áframhaldandi innstreymi erlends láns- fjár, auknum útlánavexti, útþenslu peningamagns og sparifjár, verulegri hækkun hlutabréfaverðs og hækk- andi gengi krónunnar. Á milli allra þessara þátta eru orsakatengsl, því að líklegt er að skuldsett kaup hlutabréfa og eignabreytingar á fyrirtækjum utan skipulegs hlutafjármarkaðar, sem mikið hefur verið um undanfarna mánuði, hafi að miklu leyti verið fjármögnuð með erlendu lánsfé, sem jafnframt hefur stuðlað að hækkun gengis krónunnar. Útlán til fyrirtækja aukast hröðum skrefum Vöxtur útlána innlánsstofnana hefur aukist hröðum skrefum undanfarna mánuði. Í janúarlok höfðu inn- lend útlán aukist um 21% á tólf mánuðum að frátöldum áhrifum vísitölu- og gengisbreytinga á útlánastofninn, sem reyndar voru mjög lítil. Hefur útlánavöxturinn ekki verið meiri frá ársbyrjun árið 2001. Svo mikill útlánavöxtur fær auðvitað ekki stað- ist til lengdar. Því síður fær hann staðist, að ekki er að sjá sem hann megi rekja til fjárfestingar fyrirtækja. Samt hafa ný útlán að langmestu leyti farið til fyrir- tækja. Uppgjör fyrir lánakerfið í heild er fyrirliggjandi til desemberloka. Breytingar á flokkun útlána gerir nákvæman samanburð á milli mánaða erfiðan, en svo er að sjá sem útlán til fyrirtækja hafi í árslok verið orðin fimmtungi meiri en fyrir ári. Frá þeim tíma hafa útlán til fyrirtækja haldið áfram að vaxa ef marka má tölur um útlán innlánsstofnana til janúarloka. Útlán til heimilanna hafa einnig haldið áfram að vaxa. Í desemberlok er áætlað að vöxturinn hafi numið 13%. Hins vegar eru skuldir heimilanna minni en áður var talið ef miðað er við nýja lánaflokkun.2 Útlán Íbúðalánasjóðs voru í miklum og auknum vexti allt til ársloka, en heldur dró úr útlánavextinum í janúar. Eftirspurn lánastofnana eftir erlendu lánsfé vex ört Erlendar skuldir innlánsstofnana voru í lok janúar sl. 276 ma.kr. meiri en fyrir ári, sem er 64% vöxtur. Hin mikla sókn í erlent lánsfé undanfarna mánuði á sér sennilega nokkrar skýringar. Í fyrsta lagi tengist hún uppstokkun á íslensku atvinnulífi og breytingum á eignarhaldi fyrirtækja. Að lokinni einkavæðingu ríkis- bankanna hafa þeir tekið virkan þátt í að losa um gömul eignatengsl í íslensku atvinnulífi og mynda ný. Erlent lánsfé fyrir milligöngu bankanna hefur þar gegnt lykilhlutverki. Í öðru lagi hafa aðstæður á al- þjóðlegum fjármagnsmörkuðum verið hagstæðar fyrir þessar hræringar. Erlendir skammtímavextir eru enn nálægt sögulegu lágmarki og erlendir langtímavextir mjög lágir þótt þeir hafi hækkað nokkuð frá lágmark- inu um miðbik sl. árs. Vextir á tíu ára ríkisskuldabréf- um í Bandaríkjunum og á evrusvæði hafa að und- anförnu verið rúmlega 4%, en bandarískir vextir urðu u.þ.b. 1 prósentu lægri þegar þeir voru lægstir. Í þriðja lagi hefur ríkt efnahagslegur stöðugleiki innanlands og horfur eru á ágætum hagvexti næstu árin. 10 PENINGAMÁL 2004/1 Mynd 8 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 0 5 10 15 20 25 30 35 % Útlán lánakerfis (ársfjórðungslegar tölur) og innlánsstofnana (mánaðarlegar tölur) 1999-2004 Heimild: Seðlabanki Íslands. Innlánsstofnanir alls Lánakerfið: til heimila Lánakerfið: til fyrirtækja Lánakerfið alls árinu 2007 um 0,45% að því gefnu að SA samþykki að iðgjald til sameignarlífeyrissjóða hækki á sama tíma úr 7% í 8%. Einnig mun hún beita sér fyrir að atvinnu- leysisbætur hækki um 3,6% umfram lágmarkstekjur á samningstímanum. Jafnframt mun ríkisstjórnin tryggja áframhaldandi fjármögnun starfsmenntasjóða verka- fólks þar til atvinnurekendur taka yfir í lok samnings- tímans. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa er um 2½ ma.kr. 2. Fjallað er um breytingar á flokkun útlána á bls. 37-38 í ritinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.