Peningamál - 01.03.2004, Side 12

Peningamál - 01.03.2004, Side 12
PENINGAMÁL 2004/1 11 Mikill vöxtur peningamagns og sparifjár Peningamagn og sparifé (M3) jókst hröðum skrefum sl. ár. Í janúarlok hafði M3 aukist um u.þ.b. fjórðung á einu ári. Þótt samband peningamagns við hag- stærðir eins og verðbólgu og hagvöxt sé ekki traust til skamms tíma litið er ástæða til að vaka yfir þessum mikla vexti á næstunni. Vitaskuld er samhengi á milli mikils lánsfjárinnstreymis og peningamagns, því að á einhverju stigi tekur slíkt lánsfé á sig mynd inn- stæðna í íslenskum innlánsstofnunum, a.m.k. að því marki sem ekki er lánað til erlendra aðila. Hvort þetta fé, t.d. andvirði seldra hlutabréfa í skuldsettum yfir- tökum, staðnæmist í íslensku bankakerfi til fram- búðar eða leitar fljótlega úr landinu á nýjan leik er erfitt að meta á þessu stigi. Raunstýrivextir í kringum 3% Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir frá febrúarmánuði sl. árs, eða 5,3%. Hafa peninga- markaðsvextir oftast haldist lítillega undir stýri- vöxtunum, en það bendir til nokkuð rúmrar lausa- fjárstöðu. Sé miðað við verðbólguálag óverðtryggðra ríkisskuldabréfa til 2-3 ára hefur vænt verðbólga að undanförnu verið svipuð og í lok október, eftir að hafa hækkað til ársloka og því næst lækkað fram í febrúar, eins og áður hefur komið fram. Raunstýri- vextir metnir með verðbólguálaginu hafa að mestu legið í kringum 3% eftir því hvaða tímalengd er miðað við. Vaxtamunur við útlönd hefur hins vegar aukist nokkuð. Það sem af er árinu hefur vaxtamun- urinn legið á bilinu 3-3½%. Lágir erlendir vextir stuðla að lækkun innlendra vaxta Hagstæð erlend vaxtakjör, sem lánastofnanir hafa nýtt sér í ríkum mæli, hafa skapað skilyrði fyrir nokkra lækkun innlendra útlánsvaxta. Meðalvextir óverðtryggðra útlána banka og sparisjóða voru í febrúar u.þ.b. 1 prósentu lægri en fyrir ári og vextir verðtryggðra útlána hafa lækkað ívið meira. Meðalkjörvextir verðtryggðra útlána hafa að undan- förnu verið tæplega 6% og hafa lækkað um u.þ.b. 0,6 prósentur frá októberlokum. Mismunur á þessum vöxtum og ávöxtun spariskírteina minnkaði töluvert frá haustmánuðum og fram í febrúar, eða úr 5,2% í lok október í 4,2% um 20. febrúar. Munurinn gagn- vart ávöxtun húsbréfa minnkaði töluvert meira um tíma, þegar ávöxtun þeirra hækkaði. Kjörvextir óverðtryggðra útlána lækkuðu um 0,2 prósentur á sama tíma í u.þ.b. 8,2%. Þeir vextir hafa jafnan breyst í takt við stýrivexti Seðlabankans, en undanfarna mánuði hefur vaxtamunurinn aðeins minnkað. Gjaldeyrisútstreymi vegna kaupa innlendra aðila á erlendum verðbréfum jókst verulega í fyrra Á sama tíma og gjaldeyrisinnstreymi hefur verið mikið vegna erlendrar lánsfjáröflunar hefur útstreymi aukist af völdum kaupa innlendra aðila á erlendum verðbréfum, einkum hlutafé eða hlutdeildarskírtein- um í hlutabréfasjóðum. Á þriðja fjórðungi sl. árs nam erlend verðbréfafjárfesting tæplega 6% af landsfram- leiðslu þess ársfjórðungs. Hefur svo hátt hlutfall ekki sést frá árunum 1999-2000. Gjaldeyrisútstreymi af völdum verðbréfafjárfestingar vinnur á móti áhrifum innstreymis vegna erlendrar lánsfjáröflunar. Ef líf- Mynd 10 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 2 4 -2 -4 -6 -8 -10 -12 % af VLF Fjárfesting innlendra aðila í erlendum verðbréfum 1997-2003 Heimild: Seðlabanki Íslands. Hlutafé Skuldaskjöl Mynd 9 Erlendar skuldir innlánsstofnana 2001-2004 | 2001 | 2002 | 2003 | 0 100 200 300 400 500 600 700 800 Ma.kr. 0 10 20 30 40 50 60 70 -10 % Heimild: Seðlabanki Íslands. Fjárhæð (vinstri ás) 12 mán. breyting (hægri ás) Staða í lok mánaðar og breyting frá sama tíma á fyrra ári
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.