Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 12
PENINGAMÁL 2004/1 11
Mikill vöxtur peningamagns og sparifjár
Peningamagn og sparifé (M3) jókst hröðum skrefum
sl. ár. Í janúarlok hafði M3 aukist um u.þ.b. fjórðung
á einu ári. Þótt samband peningamagns við hag-
stærðir eins og verðbólgu og hagvöxt sé ekki traust til
skamms tíma litið er ástæða til að vaka yfir þessum
mikla vexti á næstunni. Vitaskuld er samhengi á milli
mikils lánsfjárinnstreymis og peningamagns, því að á
einhverju stigi tekur slíkt lánsfé á sig mynd inn-
stæðna í íslenskum innlánsstofnunum, a.m.k. að því
marki sem ekki er lánað til erlendra aðila. Hvort þetta
fé, t.d. andvirði seldra hlutabréfa í skuldsettum yfir-
tökum, staðnæmist í íslensku bankakerfi til fram-
búðar eða leitar fljótlega úr landinu á nýjan leik er
erfitt að meta á þessu stigi.
Raunstýrivextir í kringum 3%
Stýrivextir Seðlabankans hafa verið óbreyttir frá
febrúarmánuði sl. árs, eða 5,3%. Hafa peninga-
markaðsvextir oftast haldist lítillega undir stýri-
vöxtunum, en það bendir til nokkuð rúmrar lausa-
fjárstöðu. Sé miðað við verðbólguálag óverðtryggðra
ríkisskuldabréfa til 2-3 ára hefur vænt verðbólga að
undanförnu verið svipuð og í lok október, eftir að
hafa hækkað til ársloka og því næst lækkað fram í
febrúar, eins og áður hefur komið fram. Raunstýri-
vextir metnir með verðbólguálaginu hafa að mestu
legið í kringum 3% eftir því hvaða tímalengd er
miðað við. Vaxtamunur við útlönd hefur hins vegar
aukist nokkuð. Það sem af er árinu hefur vaxtamun-
urinn legið á bilinu 3-3½%.
Lágir erlendir vextir stuðla að lækkun innlendra
vaxta
Hagstæð erlend vaxtakjör, sem lánastofnanir hafa
nýtt sér í ríkum mæli, hafa skapað skilyrði fyrir
nokkra lækkun innlendra útlánsvaxta. Meðalvextir
óverðtryggðra útlána banka og sparisjóða voru í
febrúar u.þ.b. 1 prósentu lægri en fyrir ári og vextir
verðtryggðra útlána hafa lækkað ívið meira.
Meðalkjörvextir verðtryggðra útlána hafa að undan-
förnu verið tæplega 6% og hafa lækkað um u.þ.b. 0,6
prósentur frá októberlokum. Mismunur á þessum
vöxtum og ávöxtun spariskírteina minnkaði töluvert
frá haustmánuðum og fram í febrúar, eða úr 5,2% í
lok október í 4,2% um 20. febrúar. Munurinn gagn-
vart ávöxtun húsbréfa minnkaði töluvert meira um
tíma, þegar ávöxtun þeirra hækkaði. Kjörvextir
óverðtryggðra útlána lækkuðu um 0,2 prósentur á
sama tíma í u.þ.b. 8,2%. Þeir vextir hafa jafnan breyst
í takt við stýrivexti Seðlabankans, en undanfarna
mánuði hefur vaxtamunurinn aðeins minnkað.
Gjaldeyrisútstreymi vegna kaupa innlendra aðila á
erlendum verðbréfum jókst verulega í fyrra
Á sama tíma og gjaldeyrisinnstreymi hefur verið
mikið vegna erlendrar lánsfjáröflunar hefur útstreymi
aukist af völdum kaupa innlendra aðila á erlendum
verðbréfum, einkum hlutafé eða hlutdeildarskírtein-
um í hlutabréfasjóðum. Á þriðja fjórðungi sl. árs nam
erlend verðbréfafjárfesting tæplega 6% af landsfram-
leiðslu þess ársfjórðungs. Hefur svo hátt hlutfall ekki
sést frá árunum 1999-2000. Gjaldeyrisútstreymi af
völdum verðbréfafjárfestingar vinnur á móti áhrifum
innstreymis vegna erlendrar lánsfjáröflunar. Ef líf-
Mynd 10
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
0
2
4
-2
-4
-6
-8
-10
-12
% af VLF
Fjárfesting innlendra aðila í erlendum
verðbréfum 1997-2003
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Hlutafé
Skuldaskjöl
Mynd 9
Erlendar skuldir innlánsstofnana 2001-2004
| 2001 | 2002 | 2003 |
0
100
200
300
400
500
600
700
800
Ma.kr.
0
10
20
30
40
50
60
70
-10
%
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Fjárhæð (vinstri ás)
12 mán. breyting (hægri ás)
Staða í lok mánaðar og breyting frá sama tíma á fyrra ári