Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 15
Meiri vöxtur eftirspurnar og óhagstæðari jöfnuður í
viðskiptum við útlönd ...
Við uppfærslu á þjóðhagsspá bankans hefur verið
tekið mið af upplýsingum úr þjóðhagsreikningum og
öðrum vísbendingum sem varpað geta ljósi á þróun
innlendrar eftirspurnar á síðasta ári. Áætlað er að
vöxtur innlendrar eftirspurnar árið 2003 hafi verið
nokkru meiri en gert var ráð fyrir í spá bankans í
nóvember sl. Hagvöxtur var því meiri og einnig
viðskiptahalli, enda vöxtur innflutnings nokkru meiri
en í síðustu spá.
Á næstu árum er gert ráð fyrir kröftugri vexti
efnahagslífsins en í síðustu spá, enda reiknað með
framkvæmdum vegna Norðuráls, eins og áður hefur
komið fram. Fjárfesting í atvinnurekstri verður af
þessum sökum töluvert meiri, sérstaklega fjárfesting
tengd stóriðjuframkvæmdum og íbúðahúsnæði.
Áhrif framkvæmdanna á almenna eftirspurn
koma einnig fram í auknum vexti einkaneyslu og enn
frekar í meiri vexti innflutnings. Vegna þess að aukin
þjóðarútgjöld koma fram í meiri innflutningi og
viðskiptahalla en í síðustu spá eykst hagvöxtur minna
en ella. Að hluta til má rekja aukinn viðskiptahalla til
innflutnings fjárfestingarvöru sem tengist virkjana-
framkvæmdum. Miðað við uppgefin fjárfestingar-
áform í tengslum við byggingu álvers Fjarðaáls og
stækkun Norðuráls má ætla að tæplega fjórðung við-
skiptahalla síðasta árs megi rekja beint til innflutn-
ings tengdum stóriðjuframkvæmdum. Hlutdeildin fer
síðan vaxandi og verður líklega um þriðjungur á
þessu ári og allt að helmingur á því næsta. Rétt er að
hafa í huga að hér eru ekki tekin með í reikninginn
óbein áhrif framkvæmdanna á innlenda eftirspurn og
gengi krónunnar og þar með á annan innflutning. Því
má gera ráð fyrir að hlutur stóriðjuframkvæmda í
viðskiptahalla tímabilsins sé nokkru meiri en bein
áhrif gefa til kynna.
14 PENINGAMÁL 2004/1
Tafla 2 Helstu forsendur uppfærðrar þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabanka Íslands
Núverandi spá1 Breyting frá síðustu spá (prósentur)1
Stýrivextir og gengi2 2003 2004 2005 2003 2004 2005
Stýrivextir Seðlabankans (%) .................................. 5,3 5,3 5,3 - - -
Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla3......................... 123,5 120,0 120,0 -0,2 -4,8 -4,8
Ytri skilyrði (breyting frá fyrra
ári í % nema fyrir vexti)
Útflutningsframleiðsla sjávarafurða ........................ -½ 7 2 1½ ½ -
Verð sjávarafurða í erlendri mynt ............................ -5½ -3½ 2 -2½ -3½ -
Verð áls í erlendri mynt ........................................... -6½ 10¾ -3 -11½ 6¾ -3
Verð almenns vöruinnflutnings í erlendri mynt....... 2¼ -½ 1¾ - - -
Eldsneytisverð í erlendri mynt................................. 2¾ -5 -11 -12½ - -10
Verð útfluttrar vöru og þjónustu í erlendri mynt ..... -7¼ -2 1¼ -2½ -4¼ -½
Viðskiptakjör vöru og þjónustu ............................... -3½ ¼ ¼ -2 ½ -½
Erlendir skammtímavextir ....................................... 2 2½ 3½ - - -
1. Stutt lárétt strik (-) táknar að breyting er engin. 2. Ársmeðaltöl. Miðað er við óbreytta vexti og gengi frá spádegi. 3. Breyting frá síðustu spá er pró-
sentubreyting vísitölustigs.
Mynd 12
1991 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 05
0
1
2
3
4
-1
-2
-3
-4
-5
% af VLF
Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki
1991-2005
Heimild: Seðlabanki Íslands. Spá