Peningamál - 01.03.2004, Side 17

Peningamál - 01.03.2004, Side 17
16 PENINGAMÁL 2004/1 Meðfylgjandi tafla sýnir efnahagsspár sérfræðinga á fjármálamarkaði sem gerðar voru seinni hluta febrúar. Forsendur eru aðeins mismunandi þar sem fjórir af fimm gera í spám sínum ráð fyrir framkvæmdum við Norðurál á tímabilinu en einn ekki. Efst í töflunni má lesa mat sérfræðinganna á verðbólguhorfum í ár og næsta ár. Mat þeirra á verðbólguhorfum yfir árið 2004 hefur lækkað nokkuð frá októberspá og er nær samhljóða 2,1% spá Seðla- bankans sem á hinn bóginn er óbreytt frá í október síðastliðnum. Aðilar eru síðan á einu máli um að verðbólguhraði aukist á næsta ári og aftur eru spárnar næstum eins, 2,8% hjá bankanum en 2,9% hjá sér- fræðingum. Spárnar fyrir 2005 eru yfir markmiði Seðlabankans. Ljóst er að bankinn býst við nokkru minni verðbólgu milli ársmeðaltala 2004 en fjármála- sérfræðingar, 1,8% á móti 2,3%. Um árið 2005 er tæp- ast ágreiningur og gert ráð fyrir aukningu. Eins og endranær var spurt um ýmislegt fleira sem við kemur þjóðarbúskapnum. Hagvaxtarspár fjármála- fyrirtækjanna eru aðeins hærri en spá bankans fyrir árið í ár sem reyndar hefur hækkað spána frá því í okóber enda nú reiknað með framkvæmdum við Norðurál sem ekki var gert þá. Sem fyrr segir er það einnig forsenda flestra fyrirtækjanna. Spáir bankinn 3½% hagvexti í ár en sérfræðingarnir 3,8%. Um árið 2005 eru aðilar nánast á einu máli. Seðlabankinn gerir ráð fyrir 4½% vexti vergrar landsframleiðslu en fjár- málafyrirtækin 4,6%. Að meðaltali telja svarendur að gengi krónunnar verði nær óbreytt eftir tólf mánuði og að gengisvísital- an verði um 122. Um þetta greinir menn meira á en í síðustu spá. Þegar litið er tvö ár fram í tímann er al- mennt gert ráð fyrir lækkandi gengi. Skoðanir sér- fræðinga eru hins vegar skiptar, hæsta spáða vísitölu- gildið er 133 en það lægsta 119. Það er samdóma álit sérfræðinganna – eins og lengi undanfarið – að senn komi að hækkun stýrivaxta Seðlabankans. Spá þeir líkt og síðast 6,1% stýrivöxtum um sama leyti á næsta ári. Eftir tvö ár er spáin upp á 7%. Svarendur búast allir við einhverjum hækkunum á hlutabréfamarkaði næstu tvö árin en hafa ólíkt viðhorf í þeim efnum. Mikill munur er á væntingum eins og ráða má af hæstu og lægstu gildum. Skiptar skoðanir eru einnig um fasteignaverð en markaðsaðilar spá því samt allir að fasteignir muni áfram hækka í verði hvort sem horft er eitt eða tvö ár fram á við. Rammagrein 2 Könnun á mati sérfræðinga á fjármálamarkaði á horfum í efnahagsmálum Yfirlit yfir spár sérfræðinga á fjármálamarkaði1 2004 2005 Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi Verðbólga (yfir árið) ............................................. 2,2 2,0 2,5 2,9 2,5 3,3 Verðbólga (milli ársmeðaltala) ............................. 2,3 2,0 2,8 2,7 2,4 3,0 Hagvöxtur ............................................................. 3,8 2,0 4,3 4,6 4,0 5,2 Eitt ár fram í tímann Tvö ár fram í tímann Gengisvísitala erlendra gjaldmiðla........................ 122 119 126 126 119 133 Stýrivextir Seðlabankans ...................................... 6,1 5,8 6,5 7,0 6,3 8,3 Langtímanafnvextir2 ............................................. 7,4 6,5 8,0 7,7 6,5 8,5 Langtímaraunvextir3 .............................................. 3,8 3,5 4,4 4,0 3,6 4,4 Úrvalsvísitala aðallista........................................... 8,4 5,0 10,0 9,9 3,0 24,3 Breyting fasteignaverðs ........................................ 4,1 2,5 5,0 7,2 2,5 10,3 1. Taflan sýnir breytingu milla tímabila í % nema að því er varðar gengi og vexti. Sýnd eru þau gildi sem spáð er fyrir vexti (%) og gengisvísitölu erlendra gjaldmiðla (stig). Þátttakendur í könnuninni eru greiningardeildir Íslandsbanka hf., KB banka hf., Landsbanka Íslands hf., SPRON og Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. 2. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í ríkisbréf (RIKB 07 0209). 3. Ávöxtunarkrafa í tilboðum viðskiptavaka í hús- næðisbréf (IBN 38 0101). Heimild: Seðlabanki Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.