Peningamál - 01.03.2004, Síða 19

Peningamál - 01.03.2004, Síða 19
Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir endanleg ákvörðun um stækkun Norðuráls. Það er hins vegar mat Seðlabankans, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja, að miklar líkur séu á að ráðist verði í þessar framkvæmdir. Komi annað á daginn er aug- ljóst að forsendur spárinnar breytast í veigamiklum atriðum, eins og fjallað hefur verið um í áhættumati með tveimur síðustu verðbólguspám bankans. Ef ekki yrði af stækkun Norðuráls en gengi krón- unnar héldist eigi að síður óbreytt, eins og gert er ráð fyrir í spánni, má ætla að hagvöxtur á þessu og næsta ári verði um ½ prósentu minni en hér er spáð. At- vinnuleysi yrði um ½ prósentu meira og framleiðslu- spenna tæki ekki að myndast fyrr en á næsta ári. Verðbólguþrýstingur yrði því minni og að gefnu óbreyttu gengi má gera ráð fyrir að verðbólga á þessu ári yrði um ½ prósentu minni og allt að 1 prósentu minni á næsta ári. Eins og áður hefur verið nefnt er hins vegar líklegt að ef ekki yrði af stækkun Norður- áls myndi gengi krónunnar lækka eitthvað, sem myndi auka verðbólgu tímabundið. Veiking á gengi krónunnar yki eftirspurn og verðbólgu Viss rök má færa fyrir því að styrking gengisins sem rekja má til stækkunar Norðuráls og framkvæmdanna á Austurlandi, sé að mestu leyti komin fram í gegnum væntingaráhrif markaðarins. Ennfremur er gengi krónunnar um þessar mundir líklega nokkuð yfir jafnvægisgengi til lengri tíma litið. Því má færa fyrir því rök að þegar fram í sækir muni krónan veikjast á ný, þótt ekki sé hægt að útiloka að hún styrkist eitt- hvað frekar til skemmri tíma litið. Í framangreindri spá er miðað við óbreytt gengi krónunnar enda þótt viðskiptahalli sé vaxandi og horfur séu á viðsnúningi í gjaldeyrisstraumum þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur. Í þessu felst viss hætta á að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé vanmet- inn Þar sem núverandi gengi krónunnar er að líkind- um hærra en langtímajafnvægisgengi hennar var reiknað fráviksdæmi til þess að gefa grófa hugmynd um hvernig spá bankans gæti breyst. Forsenda frá- viksdæmisins er að gengisvísitalan hækki í 129 fram á sumar og haldist óbreytt eftir það. Þessi þróun myndi auka vöxt útflutnings en draga úr vexti inn- 18 PENINGAMÁL 2004/1 Rammagrein 3 Efnahagsleg áhrif Kárahnjúka og Fjarðaáls Þótt mjög stutt sé liðið á framkvæmdatíma bygging- ar Kárahnjúkavirkjunar og bygging álvers í Reyðar- firði sé ekki hafin er ekki úr vegi að staldra við og huga að því hvort þróunin hingað til hafi verið í veigamiklum atriðum önnur en búist var við. Fyrst er rétt að rifja upp það mat sem Seðlabankinn lagði á þessar framkvæmdir áður en þær hófust.1 Meginniðurstaða greiningar bankans var sú að þrátt fyrir að framkvæmdirnar væru mjög umfangs- miklar væri hægt að tryggja efnahagslegan stöðug- leika og halda verðbólgu við verðbólgumarkmið Seðlabankans á tímabili þeirra með samspili innri aðlögunar hagkerfisins og skilvirkrar hagstjórnar. Þannig myndi gengi krónunnar og langtímavextir hækka í aðdraganda og upphafi framkvæmdanna. Lögð var þó áhersla á að þessi innri aðlögun gæti ekki komið að fullu í stað hagstjórnarviðbragða enda endurspeglar aðlögunin a.m.k. að hluta vænt- ingar um slík hagstjórnarviðbrögð. Mat bankans byggðist á ákveðnum forsendum sem í veigamiklum atriðum voru komnar frá fram- kvæmdaaðilum sjálfum, svo sem um framkvæmda- kostnað, vinnuaflsnotkun og skiptingu hennar í inn- lent og erlent vinnuafl. Þessar forsendur hafa allar breyst síðan. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að þungi framkvæmdanna tæki yfir styttri tíma en nú virðist ætla að verða raunin. Gert var ráð fyrir að um tveir þriðju hlutar framkvæmdanna ættu sér stað á ár- unum 2005 og 2006 og að framkvæmdir yrðu mest- ar árið 2006. Miðað við nýjustu upplýsingar færist nokkur hluti framkvæmdanna hins vegar frá árunum 2005 og 2006 til ársins 2007 og er nú gert ráð fyrir að 2007 verði meira framkvæmdaár heldur en 2005 1. Ítarleg greining bankans á þjóðhagslegum áhrifum Fjarðaáls var birt í Peningamálum 2003/1. Rétt er að undirstrika að einungis var fjallað um áhrif Fjarðaáls. Ekki var lagt mat á áhrif stækkunar Norðuráls í greiningunni, sem þó hefur haft áhrif á framvinduna síðan. Sjá einnig eldri úttekt í Peningamálum 2002/2. Í Peninga- málum 2003/3 birtist ræða sem aðalhagfræðingur bankans hélt á fundi Samtaka iðnaðarins og beindi hann sjónum sérstaklega að áhrifum á gengið og hagstjórnarviðbrögðum. Sjá Már Guðmundsson: Hágengið og hagstjórnarvandinn, Peningamál 2003/3.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.