Peningamál - 01.03.2004, Side 22

Peningamál - 01.03.2004, Side 22
PENINGAMÁL 2004/1 21 Verðbólguspá bendir áfram til að vaxtahækkun sé framundan Uppfærð þjóðhags- og verðbólguspá sem birt var hér að framan felur ekki í sér grundvallarbreytingu á þeim horfum sem lýst var í nóvember. Hagvöxtur varð að vísu meiri á síðasta ári en þá var gert ráð fyr- ir, einkum vegna kröftugri vaxtar þjóðarútgjalda. Vöxturinn fann sér aðallega farveg í stórauknum inn- flutningi og viðskiptahalla sem varð mun meiri en áður var reiknað með, eða 5½% af landsframleiðslu. Þrýstingur á innlenda framleiðsluþætti og verðlag var því að sama skapi minni en ella og á sömu sveif lagðist mikil framleiðniaukning og áframhaldandi há hlutdeild erlends vinnuafls við stóriðjuframkvæmdir. Þessi upphafsstaða ásamt sterkara gengi veldur því að verðbólguspáin er heldur lægri en síðast mestallt spá- tímabilið, þrátt fyrir meiri hagvöxt öll árin. Á fyrsta ársfjórðungi 2006 er spáð að verðbólga verði þó komin ½ prósentu upp fyrir verðbólgumarkmiðið miðað við óbreytta vexti og gengi. Það gefur að óbreyttu tilefni til að hækka vexti einhvern tíma á næstu mánuðum. Tímasetningar og umfang vaxta- hækkana ráðast hins vegar eins og alltaf af framvind- unni og ákvörðunum stjórnvalda sem áhrif hafa á hana. Gengi krónunnar er sérstakur áhættuþáttur í mati á stöðunni nú Hærra gengi krónunnar á mikinn þátt í að halda verðbólguspá næstu missera niðri. Ef gengið væri svipað nú og það var í spánni sem birtist í nóvember sl. myndi verðbólga fara upp fyrir verðbólgumark- miðið þegar á seinni hluta þessa árs og vera vel yfir 3% í kringum næstu áramót að öðru óbreyttu. Hækk- un gengisins frá því í lok október virðist lítið sem ekkert hafa verið tengd raunverulegum og væntum stóriðjuframkvæmdum, enda engin ný tíðindi af þeim vettvangi á tímabilinu, nema þá helst að þær hafi hingað til valdið einhverju minni undirliggjandi verðbólguþrýstingi en áður var talið. Nærtækara virð- ist vera að leita skýringa í innstreymi erlends lánsfjár vegna eignabreytinga og aukinnar skuldsetningar innlendra fyrirtækja. Þessi gengishækkun gæti því hugsanlega að öðru óbreyttu gengið til baka á næstu mánuðum. Gerist það verður verðbólga meiri en hér er spáð. Raungengi krónunnar verður í ár miðað við það gengi sem miðað er við í spánni 3,6% og 6,3% hærra en 20 ára sögulegt meðaltal, eftir því hvort miðað er við hlutfallslegt verðlag eða launakostnað á fram- leidda einingu. Það er væntanlega hærra en langtíma jafnvægisgengi, enda búist við því að gengið verði fyrir ofan það í aðdraganda og uns stóriðjufram- Tafla 5 Vextir seðlabanka og verðbólga í nokkrum löndum með formlegt verðbólgumarkmið1 Síðasta Verð- Verðbólgu- Stýrivextir breyting Dagsetning Raunstýrivextir (%) m.v. bólga markmið seðlabanka stýrivaxta síðustu liðna verð- verðbólgu- Lönd (%)2 Tímabil (%)3 (%) (%) breytingar bólgu markmið Ástralía ............... 2,4 4. ársfj. 2003 2-3 5,25 0,25 3. des. 2003 2,8 2,7 Bretland .............. 1,4 jan. 2004 2,0 4,00 0,25 5. febr. 2004 2,6 2,0 Ísland .................. 1,8 mars. 2004 2½ (±1½%) 5,30 -0,50 18. febr. 2003 3,4 2,7 Kanada................ 1,2 jan. 2004 2 (±1%) 2,25 -0,25 2. mars 2004 1,0 0,2 Noregur4 ............. -1,8 jan. 2004 2½ (±1) 2,00 -0,25 29. jan. 2004 3,9 -0,5 Nýja-Sjáland....... 1,6 4. ársfj. 2003 1-3 5,25 0,25 29. jan. 2004 3,6 3,7 Pólland................ 1,7 jan. 2004 2½ (±1) 5,25 -0,25 25. júní 2003 3,5 2,7 Suður-Afríka....... 4,2 jan. 2004 3-6 8,00 -0,50 12. des. 2003 3,6 3,3 Svíþjóð ............... 0,8 jan. 2004 2 (±1) 2,50 -0,25 6. febr. 2004 1,7 0,5 1. Taflan sýnir verðbólgumarkmið fyrir árið 2004 eða langtímamarkmiðið þar sem það hefur þegar tekið gildi. 2. Verðbólga er reiknuð út frá 12 mánaða breytingu þeirrar verðvísitölu sem peningastefna viðkomandi lands er miðuð við eða vísitölu neysluverðs, eftir því sem við á og notast við síðustu mæl- ingu. 3. Ástralía og Nýja-Sjáland miða við að ársverðbólga sé 2-3% og 1-3% að meðaltali yfir hagsveifluna. 4. Mikil verðhjöðnun mældist í Noregi í janúar, að hluta vegna árstíðabundinna þátta, en mikil sveifla niður á við kom í 12 mánaða breytingu í janúar vegna þess að áhrif tolla sem lagðir voru á rafmagn fyrir rúmu ári detta út. Í janúar var verðbólga án skatta og orkuverðs 0,1% í Noregi. Heimildir: EcoWin, heimasíður seðlabankanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.