Peningamál - 01.03.2004, Side 24

Peningamál - 01.03.2004, Side 24
Gengið styrktist og veiktist Nokkurra mánaða skeiði lítilla tíðinda á gjaldeyris- markaði lauk um miðjan desember þegar krónan hóf að styrkjast. Frá október hafði vísitala gengisskrán- ingar verið í kringum gildið 125 og gott jafnvægi virtist vera á flæði gjaldeyris til og frá landinu. Smá- kengur kom á vísitöluna eftir að Seðlabankinn gaf út Peningamál í byrjun nóvember. Þá tilkynnti bankinn að eftir áramótin yrði dregið úr kaupum gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði um 3/5 og svo virtist sem markaðurinn ætlaði í fyrstu að það hefði varan- leg áhrif til styrkingar krónunni. Svo reyndist þó ekki og leitaði hún fljótt í sama far og áður. Upp úr miðjum desember fór heldur að halla á aðra hlið, því að flæði gjaldeyris inn í landið jókst nokkuð. Um ára- mótin hafði vísitalan lækkað í 123,4 og var styrking- in skýrð með því að fyrirtæki væru að snyrta til hjá sér fyrir áramótin. Strax eftir áramótin kom snörp styrkingarlota sem stóð fram yfir miðjan janúar þegar vísitalan staldraði við gildið 119. Miklar erlendar lánahreyfingar sem sumar hverjar tengdust miklum viðskiptum með hlutabréf voru helst nefndar til sög- unnar þegar leitað var eftir skýringum. Eftir 20. janúar hreyfðist vísitalan síðan á þröngu bili rétt við gildið 119. Í byrjun mars kom síðan veiking í kjölfar vangaveltna um hættu á lækkun gengis í kjölfar lækkunar hlutabréfaverðs. Þetta leiddi m.a. til þess að fjárfestar lokuðu stöðum og ákváðu að bíða átekta og sjá hver framvindan yrði. Sveiflur í gengi Banda- PENINGAMÁL 2004/1 23 Snögg styrking krónunnar varð upp úr miðjum desember í kjölfar tíðindalítilla mánaða. Krónan náði nýju jafnvægi upp úr miðjum janúar og breyttist lítið fram í fyrstu daga mars en þá veiktist hún nokkuð. Seðlabankinn dró úr gjaldeyriskaupum um áramót eins og boðað hafði verið en keypti þó 19. janúar allháa fjárhæð gjaldeyris utan markaðar að frumkvæði eins viðskiptavakanna. Reglum um bindiskyldu var breytt í desember og höfðu þær í för með sér auknar sveiflur á krónumarkaði enda minnkaði svigrúm sem stofnanir höfðu vegna hárrar meðalstöðu á bindireikningum við breytinguna. Í lok ársins 2003 hóf bankinn að bjóða innstæðubréf til að draga til sín laust fé af markaði. Lítið lát varð á hækkun hlutabréfaverðs síðustu mánuði ársins 2003 og fyrstu mánuði þessa árs. Boðaðar voru breytingar á tilhögun fjármögnunar Íbúðalánasjóðs um áramótin. Óvissa um hverjar þær yrðu olli nokkrum titringi og sveiflaðist ávöxtun á skuldabréfum nokkuð. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Stillur og sviptivindar á mörkuðum Júlí | Ágúst | Sept. | Okt. | Nóv. | Des. | Jan. | Febr. | 118 120 122 124 126 128 130 31. des. 1991=100 Mynd 1 Vísitala gengisskráningar Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 1. júlí 2003 - 3. mars 2004 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 3. mars 2004.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.