Peningamál - 01.03.2004, Side 29
markaðarins. Er helst að nefna að viðskiptavakar geta
nú haft það gengisbil á tilboðum sínum sem þeir vilja.
Meðalvelta á gjaldeyrismarkaði á dag á árinu 2003 var
4.781 m.kr. Þó nokkur munur er á veltu milli mánaða,
eins og sjá má í töflu 2. Veltumesti mánuður ársins var
september en þá var veltan á markaðnum 146,7 ma.kr.
Veltuminnsti mánuður ársins var janúar en þá var velta
um 69,9 ma.kr.
Viðskipti Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
Seðlabankinn hóf að styrkja gjaldeyrisforðann með
kaupum á gjaldeyrismarkaði í september 2002. Í
byrjun keypti bankinn tvisvar í viku 1,5 milljónir
Bandaríkjadala. Í byrjun febrúar 2003 hóf bankinn að
kaupa 1,5 milljónir Bandaríkjadala á hverjum morgni.
Í maí jók svo Seðlabankinn enn við kaupin og keypti
út árið 2,5 milljónir Bandaríkjadala daglega. Kaupin
fara fram milli kl. 9 og 9:15 eða rétt fyrir opnun mark-
aðar og tekur bankinn hagstæðasta tilboði. Til viðbótar
reglulegum kaupum bankans keypti Seðlabankinn 50
milljónir Bandaríkjadala af einum markaðsaðila í
janúar 2003. Samtals hefur Seðlabankinn því keypt
Bandaríkjadali fyrir jafnvirði tæplega 48 ma.kr. frá
september 2002. Þar af voru rúmlega 43 ma.kr. á árinu
2003.
Seðlabankinn átti ekki viðskipti á gjaldeyrisskipta-
markaði á árinu 2003 né greip hann beint inn á gjald-
eyrismarkaði í þeim tilgangi að hafa áhrif á gengi
krónunnar.
Viðskiptavakar
Viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði fækkaði úr
fjórum í þrjá þegar Kaupþing og Búnaðarbanki sam-
einuðust í lok maí. Um sama leyti hækkuðu viðskipta-
vakarnir einhliða viðmiðunarupphæð sína í viðskipt-
um úr 1,5 milljónum Bandaríkjadala í 2,5 milljónir
Bandaríkjadala.
28 PENINGAMÁL 2004/1
Jan. Febr.Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des.
70
75
80
85
90
95
Kr./USD, kr./evra
Mynd 2
Gengi Bandaríkjadals og evru gagnvart
íslenskri krónu 2003
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Dagleg skráning 3. janúar - 31. desember 2003
Kr./USD
Kr./evra
Tafla 1 Velta á gjaldeyrismarkaði
og aðild Seðlabankans 1994-2003
Breyting
Velta veltu milli Aðild Seðlabankans
(m.kr.) ára (m.kr.) M.kr. %
1994............ 53.355 . 45.547 85,4
1995............ 54.499 1.145 48.619 89,2
1996............ 80.864 26.365 65.006 80,4
1997............ 162.122 81.258 59.308 36,6
1998............ 401.819 239.696 50.939 12,7
1999............ 467.972 66.153 19.277 4,1
2000............ 768.008 300.037 17.430 2,3
2001............ 1.218.045 450.037 29.538 2,4
2002............ 834.444 -383.601 4.528 0,5
2003............ 1.185.566 351.122 43.208 3,6
Tafla 2 Velta eftir mánuðum 2003
M.kr. Velta alls Meðalvelta á dag
Janúar ..................................... 69.889 3.328
Febrúar ................................... 112.349 5.617
Mars........................................ 83.297 3.967
Apríl ....................................... 83.470 4.637
Maí ......................................... 113.430 5.672
Júní ......................................... 110.072 5.793
Júlí .......................................... 87.657 3.811
Ágúst ...................................... 120.064 6.003
September............................... 146.659 6.666
Október................................... 96.585 4.199
Nóvember ............................... 83.986 4.199
Desember................................ 78.109 3.719
Samtals ................................... 1.185.566 .