Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 32

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 32
PENINGAMÁL 2004/1 31 bréfi til viðmælenda sinna dagsettu 18. desember 2003 sem síðar var gert opinbert. Meginniðurstaða greiningarinnar sem hér birtist er sú að staða fjármálamarkaða og mikilvægustu fjár- málafyrirtækja sé tiltölulega traust og viðnámsþróttur þeirra til að mæta áföllum sé viðunandi. Á hinn bóg- inn er fyrirsjáanleg áraun framundan vegna stórfram- kvæmda næstu árin og við bætist hætta vegna yfir- spenntra eignamarkaða, þ.e. fyrir fasteignir og inn- lend hlutabréf. Fasteignaverð virðist þegar hafa náð hámarki en verð skráðra hlutabréfa hefur hækkað verulega það sem af er þessu ári eftir methækkanir í fyrra. Athygli hefur vakið á hlutabréfamarkaði að fjárfesting banka og skuldsett kaup fárra fjárfesta eru einkennandi á meðan lífeyrissjóðir og almennir hlut- hafar hopa samhliða afskráningu félaga. Skráðum félögum í Kauphöll Íslands fækkaði á síðasta ári og sú þróun hefur haldið áfram. Vaxandi líkur eru á svo- nefndri leiðréttingu eignaverðs en lækkun þess veld- ur minnstum skaða á tímum hækkandi ráðstöfunar- tekna. Lækkun eignaverðs myndi draga úr eftirspurn og stuðla að auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum m.v. núverandi aðstæður. Mesta áraunin fyrir fjármála- kerfið væri ef samtímis kæmi til umtalsverðrar lækk- unar eignaverðs og stöðnunar eða samdráttar í ráð- stöfunartekjum að loknum stórframkvæmdum. Í nóvember 2003 var á þessum vettvangi lögð áhersla á mikilvægi þess að hugað væri að stöðugleika fjármálakerfis við mótun efnahagsstefnu, einkum við þær aðstæður sem framundan væru. Þannig væri brýnt að stefnan í ríkisfjármálum legði ekki of þunga byrði á stefnuna í peningamálum, því að það gæti grafið und- an fjármálalegum stöðugleika. Yrði ekki gripið tíman- lega til aðhaldsaðgerða sem ætlað væri að tryggja verðlagsstöðugleika gæti það grafið undan stöðu heim- ila og fyrirtækja á tíma stóriðjuframkvæmda og leitt til erfiðari aðlögunar að þeim loknum. Vöxtur innlendra útlána hefur aukist hratt að undanförnu. Í heild jukust innlend útlán innláns- stofnana á 12 mánuðum til loka janúar sl. um 23,4% sem er meira en samrýmst getur stöðugleika verð- lags og efnahagslífs til frambúðar. Nærtækt er að líta til áranna 1998 til 2001 og afleiðingar mikils útlána- vaxtar sem átti sér þá stað. Vanskil og útlánatap juk- ust í kjölfarið og um tíma þrengdi að erlendri fjár- mögnun banka og sparisjóða. Samdráttarskeiðið og áraunin á fjármálakerfið er nú að baki en að hluta til má þakka það tiltölulega hagstæðum efnahagslegum skilyrðum og þess vegna snöggum bata að fjármála- fyrirtæki urðu ekki fyrir meiri skakkaföllum en raun bar vitni. Hlutfallsleg aukning útlána innlánsstofnana hefur verið einna mest til erlendra lánþega2 en þó hafa gengisbundin lán til innlendra aðila aukist mikið eða um 47% á síðustu 12 mánuðum.3 Langt er frá að öll þessi gengisbundnu útlán séu til innlendra fyrirtækja og einstaklinga sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri eða verji sig fyrir gengisáhættu með öðrum hætti. Í þessu felst sérstök áhætta fyrir lántakendur og lán- veitendur. Viðskiptabankar og sparisjóðir hafa fjármagnað starfsemi sína í auknum mæli með erlendum lánum og námu þau í lok janúar sl. 727 ma.kr. Tæpur helm- ingur þessarar fjárhæðar fellur í gjalddaga á tímabil- inu til loka janúar 2005, þannig að endurfjármögnun- arþörf bankanna verður afar mikil á þessu ári. Einnig má benda á að sú þróun að einstakar skuldabréfa- útgáfur í erlendum gjaldmiðlum hafa orðið sífellt stærri eykur á endurfjármögnunaráhættuna. Á fyrstu mánuðum þessa árs hafa viðskiptabankarnir þegar gefið út nokkrar stórar skuldabréfaútgáfur innan MTN-ramma sem lýst er aftar í greininni. Mikilvægt er að viðskiptabankarnir hafa náð að breikka hóp fjár- festa og lengt lánstíma í erlendri fjármögnun á síðustu misserum. Á síðustu tveimur árum hafa aðstæður á erlendum mörkuðum verið með hagstæðasta móti fyrir skulda- bréfaútgáfur íslenskra banka. Að hluta er skýringa að leita í lánsfjáröflun á nýjum mörkuðum. Engu að síður er óvarlegt að treysta því að aðstæður verði ávallt jafn hagstæðar og nú er. Reynslan sýnir annað. Breyttar aðstæður á erlendum skuldabréfamarkaði sem og breytt afstaða lánveitenda til aðstæðna hér á landi gætu þrengt fjáröflunarmöguleika frá því sem nú er. Matsfyrirtæki og alþjóðlegar efnahagsstofnanir hafa ítrekað beint sjónum sínum að erlendum skuld- um Íslands, ekki síst miklum skammtímaskuldum. Hið opinbera og Seðlabankinn hafa bætt stöðu sína en staða annarra hefur versnað á síðustu árum. Mikil- vægt er að bankarnir nýti þau tækifæri sem gefast á 2. Útlán innlánsstofnana til erlendra aðila jukust um ríflega 96% á 12 mánuðum til loka janúar 2004. 3. Breytt lánaflokkun kann að hafa haft einhver áhrif á tölur, sjá ramma- grein 1 á bls. 37.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.