Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 38

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 38
PENINGAMÁL 2004/1 37 fjórðungs ársins 2002. Á árunum 2001 og 2002 hækkaði hlutfallið fyrstu þrjá fjórðunga áranna, en í fyrra hélst það nokkuð stöðugt. Lækkun hlutfallsins má þó að nokkru leyti rekja til mikils vaxtar útlána á árinu 2003, og nokkur tími líður jafnan frá því að lán er veitt þar til að lán lendir í vanskilum. Hærra hlut- fall nýrra útlána hefur lækkað hlutfall vanskila. Með því að setja vanskilastöðuna í hlutfall við stöðu útlána í lok ársins á undan má taka tillit til þessa. Á þennan mælikvarða hafa heildarvanskil einstaklinga einnig heldur dregist saman frá árinu 2002, en minna. Að jafnaði voru vanskil á árinu 2003 alvarlegri en árið áður, þ.e.a.s. stærri hluti vanskila var eldri en tólf mánaða. Því gæti enn verið eitthvert útlánatap í vændum hjá bönkum og sparisjóðum á þessu ári. Árangurslausum fjárnámum hjá einstaklingum fjölgaði um 20% á milli áranna 2002 og 2003. Fjöldinn gefur aðeins grófa vísbendingu um umfang vandamála sem gætu leitt til endanlegs útlánataps, en upplýsingar skortir um þær fjárhæðir sem eru í húfi. Lítið er um að slík mál séu tekin til formlegrar gjaldþrotameðferðar. Gjaldþrotaúrskurðir eru hlut- fallslega fáir miðað við árangurslaus fjárnám og á ár- inu 2003 fjölgaði þeim aðeins lítillega. Fjölgun ár- angurslausra fjárnáma og aukning í alvarlegum van- skilum er íhugunarefni í ljósi þess að hin ytri skilyrði fyrir rekstur heimilanna, t.d. vöxtur ráðstöfunartekna, atvinnuþróun, vaxtaþróun og verðlagsstöðugleiki hafa verið heimilunum fremur hagstæð að undan- förnu. Hugsanlegt er að um tafin eftirköst sviptinga áranna á undan sé að ræða, enda náði atvinnuleysi há- marki á sl. ári. Einnig má líta á þessa þróun sem vís- bendingu um að greiðslubyrði af sívaxandi skuldum sé farin að sliga efnahag fleiri heimila, jafnvel í þokkalega góðu árferði. Í september 2003 var tekin upp ný aðferð við flokkun útlána og markaðsverðbréfa hjá lánastofnunum. Í stað þess að áður voru einstök útlán og markaðsverðbréf flokkuð handvirkt á atvinnugreinar er flokkunin nú sjálfvirk. Hún fer þannig fram að skrár lánastofnan- anna eru samkeyrðar við fyrirtækjaskrá sem inniheldur atvinnugreinarnúmer fyritækja samkvæmt ÍSAT-95 staðlinum. Þessi nýja aðferð hafði ýmsar breytingar í för með sér. Þar ber fyrst að nefna breytingu á skuldum ein- staklinga (heimila). Í nýju flokkuninni færast á heimili öll viðskipti sem skráð eru á kennitölur einstaklinga, einnig þótt um sé að ræða rekstur fyrirtækis sem áður hefði hugsanlega verið færður á viðkomandi atvinnu- grein. Ástæðan er sú að í sjálfvirku flokkuninni er ekki unnt að greina á milli þess hvort lán er til einkaneyslu eða fyrirtækjarekstrar ef hvort tveggja er skráð á kenni- tölu viðkomandi einstaklings. Þótt leiða megi líkur að því að sífellt færri reki fyrirtæki á eigin kennitölu eru eflaust einhver brögð að því enn, einkum ef um er að ræða smærri rekstur. Loks ber að nefna breytingu samfara nýrri flokkun sem lækkaði skuldir heimilanna allnokkuð. Íbúðalána- sjóður flokkaði áður öll sín útlán á einstaklinga með þeim rökum að það væru þeir sem að lokum greiddu af lánunum, hver svo sem upphaflegur lántakandi væri. Samkvæmt nýju flokkuninni færast lánin á þann sem skráður er skuldari á hverjum tíma. Rúm 11% af útlán- um Íbúðalánasjóðs færast á aðra en einstaklinga, þ.e. sveitarfélög, byggingarverktaka og aðrar atvinnugrein- 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 7.000 8.000 9.000 Fjöldi 0 5 10 15 20 25 30 35 -5 -10 % Mynd 6 Heimild: Lánstraust hf. Fjöldi árangurslausra fjárnáma og gjaldþrotaúrskurða – einstaklingar 1998-2003 Árangurslaus fjárnám Gjaldþrot Fjöldi (vinstri ás) Aukning milli ára (hægri ás) Fjöldi (vinstri ás) Aukning milli ára (hægri ás) Rammagrein 1 Ný flokkun útlána og markaðsverðbréfa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.