Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 42

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 42
PENINGAMÁL 2004/1 41 þóknanatekjum viðskiptabankanna hafi komið frá er- lendri starfsemi þeirra á árinu 2003.11 Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi jókst um 162% á árinu 2003 og varð um 16,6 ma.kr. á árinu öllu. Um 61% eða ríflega 10 ma.kr. af þessum lið var hagnaður af stöðu í veltuhlutabréfum. Eins og fjallað var um í Peningamálum 2003/4 jókst staða viðskiptabankanna í hlutabréfum mikið á síðasta ári og nánar verður komið að því síðar í greiningunni. Um 30% af hagnaðinum voru vegna skuldabréfa í veltubók en afgangurinn var vegna gengishagnaðar af gjaldeyrisviðskiptum. Athuga verður að þótt um 16,6 ma.kr. séu bókfærðir í gengishagnað, á eftir að draga frá fjármögnunarkostnaðinn vegna verð- bréfastöðunnar12 og að ekki var nema hluti þessa hagnaðar innleystur um áramótin. Ef litið er á ein- staka ársreikninga virðist hlutabréfaeign Íslands- banka hf. og Landsbanka Íslands hf. aðallega liggja í innlendum fyrirtækjum en samkvæmt kynningu sem fylgdi með ársreikningi KB banka hf. mátti rekja um 50% af ríflega 10 ma.kr. gengishagnaði bankans til annarra landa en Íslands.13 Einnig liggur stærsti hluti eignar KB banka hf. í veltubók hlutabréfa í öðrum hlutabréfum en skráð eru í Kauphöll Íslands hf. Svipaða sögu er að segja af afkomu sex stærstu sparisjóðanna; tekjur af hefðbundinni inn- og útlána- starfsemi voru þar mikilvægastar en einnig var góð afkoma af veltubókum sparisjóðanna. Tekjur af hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi, þ.e. inn- og útlánastarfsemi hafa verið og munu að öllum líkindum verða áfram í framtíðinni stærsta stöðuga tekjulind viðskiptabankanna. Á síðari árum hefur afkoma bankanna orðið háðari afkomunni af veltubók verðbréfa, miðlun verðbréfa og ráðgjöf til fyrirtækja. Að því er varðar veltubók skuldabréfa lækkaði ávöxtunarkrafa skuldabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands á árinu 2003 og ef litið er á skulda- bréfavísitölur Kauphallarinnar var hækkun þeirra á bilinu 7,5% til 14% eftir tegundum skuldabréfa. Ávöxtunarkrafan lækkaði frekar á fyrstu vikum 2004. Hvort ávöxtunarkrafan lækkar meira á árinu ræðst af ýmsu, m.a. vaxtaákvörðunum Seðlabanka Íslands, skráningu skuldabréfanna í alþjóðlegu uppgjörskerfi og áhuga erlendra fjárfesta. Afar ólíklegt verður að telja að jafn mikil hækkun hlutabréfa verði á árinu 2004 eins og varð á árinu 2003 en þá hækkaði úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hf. um ríflega 56%. Í Peningamálum 2003/4 var þeirri spurningu velt upp hvort hækkun á hlutabréfamarkaði væri umfram efnahagslegar forsendur. Ekkert einhlítt svar er við þessari spurningu en í þeirri greiningu var bent á að fá fyrirtæki væru á bak við hækkunina auk þess sem v/h-hlutfall skráðra fyrirtækja á þeim tíma væri ekki óeðlilega hátt í sögulegum og alþjóðlegum samanburði. Eins og bent er á hér að framan hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkað um þriðjung frá því greiningin var gerð í lok október á sl. ári og til 3. mars 2004. Aukin stöðutaka viðskiptabankanna í innlendum hlutabréfum að undanförnu kann því að orka tvímælis þegar litið er til smæðar markaðarins og þess að hömlur eru á því hversu miklar skuldbinding- ar fjármálafyrirtæki má hafa gagnvart einstökum fyrirtækjum og tengdum aðilum, þ.e. samanlagðri eign í hlutabréfum og útlánum til einstaks fyrirtækis. Þetta gæti mögulega skapað hættu fyrir afkomu ein- stakra fjármálafyrirtækja og hugsanlega smitað yfir í fjármálakerfið allt. Hætta á hagsmunaárekstri er einnig fyrir hendi ef fjármálafyrirtæki á bæði stóra eignarhluta í fyrirtæki og er um leið viðskiptabanki þess. Hér ber að hafa í huga að meira er orðið um stórar fyrirtækjasamsteypur á innlendum markaði og oft er erfitt að gera sér grein fyrir eignatengslum á milli einstakra fyrirtækja. Útrás bankanna og/eða þátttaka í annarri starf- semi en hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi virðast því m.a. vera leiðirnar í þessu samhengi ef ætlun þeirra er að stækka. Útrásin á undanförnum ár- um hefur ekki alltaf verið til fjár og einnig eru dæmi þess að fjármálafyrirtækin hafi dregið sig út úr rekstri sem ekki sneri að hefðbundinni bankastarfsemi. Stækkun efnahagsreikningsins ætti þó ekki að vera keppikefli ein og sér heldur hljóta arðsemismarkmið ávallt að vera í fyrirrúmi ásamt góðum skilningi á áhættunni sem felst í rekstrinum og skynsamlegri stýringu hennar. Ef reynt er að draga saman mögulega stærðar- gráðu hagnaðar bankanna sem upprunninn er erlend- 11. Þetta hlutfall var um 50% fyrir KB banka hf. 12. Gera má ráð fyrir að gengishagnaður af veltubók hlutabréfa lækki um 2,5 ma.kr. vegna fjármögnunarkostnaðar og verði því 7,5 ma.kr. Þessi fjármögnunarkostnaður er bókfærður sem vaxtagjöld og skekkir því niðurstöðuna þegar hinn svokallaði vaxtamunur er reiknaður út. Fjármögnunarkostnaður vegna veltubókar skuldabréfa var sennilega af svipaðri stærðargráðu eða ríflega 3 ma.kr. en bókfærður gengis- hagnaður af veltubók skuldabréfa var um 5 ma.kr. 13. Þar af var stærsti hlutinn rakinn til Bretlands eða um 3,4 ma.kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.