Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 43

Peningamál - 01.03.2004, Qupperneq 43
is á árinu 2003 væri hægt að áætla að um 15%–20% hagnaðarins kæmu af erlendri starfsemi eða um 2,5–3,3 ma.kr. af 16,5 ma.kr. hagnaði.14 Hvort sem þetta er nærri lagi eður ei er ljóst að umsvif viðskipta- bankanna erlendis eru að færast í aukana. Það verður þó alltaf erfitt að gera sér grein fyrir uppruna hagnaðar þar sem ýmsar leiðir eru færar hjá fyrirtæki sem starfar í mörgum löndum til að bókfæra tekjur í einu landi þótt uppruni þeirra sé í öðru landi. Framlag á afskriftareikning og endanlega töpuð útlán jukust verulega á milli ára ... Framlag viðskiptabankanna á sérstakan afskrifta- reikning útlána jókst um 45% á árinu 2003, eða um 3,6 ma.kr. Einnig lögðu viðskiptabankarnir ríflega 1,5 ma.kr. á almennan afskriftareikning útlána á árinu 2003 sem er aukning um 342% á milli ára. Aukið framlag á almennan afskriftareikning má m.a. rekja til aukinna útlána viðskiptabankanna á árinu 2003 sem jukust um 34,5%. Aukningu framlaga á sérstak- an afskriftareikning má mögulega rekja til þess að nýir eignaraðilar komu að rekstri Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. auk þess sem Búnaðarbankinn sameinaðist Kaupþingi banka hf. á árinu. Nýir eigendur hafa beitt öðrum mælistikum á útlánasafn þessara banka en það leiddi til aukinna af- skriftaframlaga. Að því marki sem þetta er skýringin ætti framlagið á sérstakan afskriftareikning útlána að dragast saman á árinu 2004 að öllu öðru óbreyttu. Hjá sex stærstu sparisjóðunum jókst framlagið á sérstak- an afskriftareikning um 27% á milli ára en tekið var út af almennum afskriftareikningi útlána (neikvætt framlag) þrátt fyrir að útlán sex stærstu sparisjóðanna hafi aukist um 3,7% á árinu 2003. Endanlega töpuð útlán jukust um 28% á árinu 2003 hjá viðskiptabönkunum og námu ríflega 6,5 ma.kr. Á árinu 2002 höfðu endanlega töpuð útlán tekið mikinn kipp er þau jukust um ríflega 103% frá árinu 2001. Framlag á afskriftareikning ætti að veita ákveðið forspárgildi hvað varðar endanlega töpuð útlán í framtíðinni. Töluvert útlánatap var á árinu 2003 og gera má ráð fyrir að það ætti síst að minnka á þessu ári. Hjá sex stærstu sparisjóðunum jukust endanlega töpuð útlán um 67% og hafði tapast um 2,1 ma.kr. í árslok 2003. Mikil samkeppni virðist ríkja um útlán til fyrir- tækja, einkum hinna stærri og traustari. Samkeppnin í útlánum til þessara aðila hefur leitt til þess að áhættuálag á grunnvexti útlána hefur lækkað og spurningar vakna um hvort það endurspegli lengur mögulegt útlánatap. Athyglisvert er einnig að erlend- ir bankar virðast hafa dregið úr beinum lánveitingum til íslenskra fyrirtækja. Í stað þeirra koma gengis- bundin lán innlendu viðskiptabankanna. Að því marki sem erlendu bankarnir draga sig út úr þeirri hörðu samkeppni sem ríkir um viðskipti stærri fyrir- tækja með tilheyrandi lækkun vaxtaálags verður sú spurning áleitin hvort þessi þróun sé staðfesting á að áhættan í útlánum sé of lágt metin. Hlutfall óvaxtaberandi útlána15 af lokastöðu útlána hjá viðskiptabönkunum lækkaði á árinu 2003 niður í svipað gildi og á árinu 2001. Það verður að teljast góðs viti að þetta hlutfall lækkaði aftur en það hafði hækkað stöðugt frá árinu 2000 og náð hámarki á árinu 2002. Ekki er sömu sögu að segja af sex stærstu sparisjóðunum; þar hækkaði þetta hlutfall enn á árinu 2003 og var 6,3% í árslok 2003 og hefur því hækkað stöðugt hjá þeim frá árinu 1998. Þessi þróun auk mikils útlánataps er áhyggjuefni og virðist sem útlánasafn sex stærstu sparisjóðanna sé töluvert verra að gæðum en viðskiptabankanna. 42 PENINGAMÁL 2004/1 15. Útlán sem sérstakar afskriftir hafa verið færðar fyrir að frádregnum sérstökum afskriftareikningi en að viðbættum öðrum vaxtafrystum útlánum. Önnur vaxtafryst útlán eru mögulega talin í hættu, þ.e. að ekki takist að innheimta vextina tímabundið en að höfuðstóllinn muni inn- heimtast. Því er ekkert lagt til hliðar vegna þessara lána. 14. Gera má ráð fyrir að um 20%–25% af hreinum rekstrartekjum bank- anna komi erlendis frá. Einnig má gera ráð fyrir að stór hluti rekstrar- gjalda og framlags í afskriftareikning sé vegna innlendrar starfsemi. Mynd 12 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 0 1 2 3 4 5 6 7 8 % Viðskiptabankar Sex stærstu sparisjóðir Allir Óvaxtaberandi útlán 1995-2003 Heimild: Fjármálaeftirlitið. Hlutfall af lokastöðu útlána
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.