Peningamál - 01.03.2004, Side 45

Peningamál - 01.03.2004, Side 45
Rekstrargjöld viðskiptabankanna hækkuðu um ríf- lega 35% á árinu 2003 en aukningin var þó mest hjá KB banka hf. þar sem rekstrargjöldin á árinu 2003 jukust um 48%. Aukinn kostnað má m.a. rekja til af- komutengdra launagreiðslna og kostnaðar vegna breytinga í kjölfar samruna og yfirtöku hjá bæði Ís- landsbanka hf. og núverandi KB banka hf. Einnig lækkaði kostnaðarhlutfallið hjá sex stærstu spari- sjóðunum á árinu 2003 þrátt fyrir að rekstrargjöld þeirra ykjust um 7%. Gera má ráð fyrir að samlegðaráhrif af samrunum sem urðu á síðasta ári séu ekki að fullu komin inn í rekstur bankanna. Að öðru óbreyttu ættu rekstrar- gjöldin ekki að aukast mikið á árinu 2004 og því ætti kostnaðarhlutfallið að geta lækkað enn meira. Heildarfjármagn viðskiptabankanna jókst mjög ... Eignir viðskiptabankanna hækkuðu um ríflega 39% á árinu 2003 og námu tæplega 1.500 ma.kr. í árslok og jukust því um 420 ma.kr. Þetta er mikill vöxtur á einu ári sem bæði má rekja til innri vaxtar og ytri. KB banki hf. keypti nokkur erlend félög og sameinaði rekstrinum á árinu 2003 auk þess sem Íslandsbanki hf. sameinaðist Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eignir sex stærstu sparisjóðanna jukust um 7% á sama tíma og voru um 147 ma.kr. í árslok 2003. ... sem rekja má til aukningar útlána, ... Af 420 ma.kr. aukningu eigna viðskiptabankanna má rekja ríflega 257 ma.kr. til aukinna útlána (61%) sem samsvarar um 35% útlánsvexti á árinu 2003. Ný flokkun útlána og markaðsbréfa var tekin upp á seinni hluta síðasta árs og er helstu breytingum nánar lýst í rammagrein á bls. 37. Töluvert minni útlána- vöxtur var hjá sex stærstu sparisjóðunum en þar juk- ust útlánin um 3,7%. Útlán allra innlánsstofnana19 jukust á árinu 2003 um 25,6%. Um 19% aukning varð í útlánum til inn- lendra aðila en ríflega 118% til erlendra aðila. Útlán innlánsstofnana innanlands til heimila jukust um 15,4% á síðasta ári en jukust til fyrirtækja um 30,3%. Ekki er hægt að henda nákvæmlega reiður á því í hvað útlánin fóru. Ekki virðist þó mikið hafa verið um fjárfestingu í fastafjármunum hjá fyrirtækjum á síðasta ári samanborið við fyrri ár. Aftur á móti hefur verið talsverð hækkun á eignaverði, hvort sem um er að ræða verðbréf eða fasteignir. Rakið hefur verið hér að framan hversu mikil hækkun úrvalsvísitölunnar hefur verið að undanförnu og hversu fá fyrirtæki hafi aðallega verið um að ræða. Hluti af útlánum banka og sparisjóða hefur farið í að fjármagna þessa hækkun. Afskráningar félaga í Kauphöllinni hafa verið nokkr- ar á síðustu árum en þó aldrei fleiri en á síðasta ári eða 18. Í nokkrum tilfellum var um skuldsetta yfirtöku að ræða. Einnig skiptu stórir eignarhlutar í skráðum og óskráðum fyrirtækjum um eigendur á síðasta ári. Líklegt er að fjármálafyrirtækin hafi að einhverju leyti fjármagnað þessi viðskipti. Telja verður víst að þessi lán fjármálafyrirtækjanna séu að einhverju leyti með veðum í hlutabréfum eigenda eða eignum fyrirtækjanna. Ef um verðlækkun hlutabréfa yrði að ræða gæti það leitt til útlánataps fjármálafyrir- tækjanna. Einnig hafa umsvif fasteignafélaga og eignarhaldsfélaga aukist á síðari árum. Þetta er yfir- leitt mjög fjármagnsfrekur rekstur þar sem fjár- festingar eru að mestu leyti fjármagnaðar með lánsfé. Að lokum má nefna að íslenskir bankar hafa í auknu mæli tekið að sér endurfjármögnun erlendra skulda stærri fyrirtækja hér á landi auk þess sem þeir hafa fylgt viðskiptavinum sínum eftir í fjárfestingu þeirra erlendis. Á síðasta ári má nefna að bankarnir tóku m.a. þátt í sambankaláni til Landsvirkjunar20 og Pharmaco hf. ásamt erlendum bönkum. Aðeins í þessum tveimur lánum var um 45 ma.kr. að ræða í heildina. Bankarnir eru því einnig farnir að lána til fyrirtækja sem áður fengu nær eingöngu lánað hjá erlendum bönkum. ... aukinnar stöðu í verðbréfum ... Um 91 ma.kr. má rekja til aukinnar stöðu í verðbréf- um21 á árinu 2003 og þá einna helst skuldabréfum en staða viðskiptabankanna í þeim jókst um ríflega 51 ma.kr. Bókfærð heildarstaða viðskiptabankanna í verðbréfum var ríflega 254 ma.kr. í árslok 2003. Staða bankanna í verðbréfum var þó aðeins að hluta til þeirra eigin staða. Um 158,5 ma.kr. voru í skulda- bréfaveltubók viðskiptabankanna í árslok 2003 en þar af var ríflega 101 ma.kr. staða vegna af- leiðusamninga viðskiptamanna eða um 64%. Um 89,5 ma.kr. voru í hlutabréfaveltubók viðskiptabank- 44 PENINGAMÁL 2004/1 19. Móðurfélags en ekki samstæðu. 20. Veltulán. 21. Bæði í veltu- og fjárfestingarbók.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.